ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
25. maí 2016

Starfsstyrkir til ritstarfa 2016Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna auglýsti í apríl eftir umsóknum um starfsstyrki til ritstarfa. Til úthlutunar voru 13 milljónir til starfsstyrkja til ritstarfa og 200.000 kr. til handritsstyrkja. Alls bárust félaginu 90 umsóknir og af þeim hljóta 40 verkefni styrk. Það er að segja 37 starfsstyrkir og þrír handritsstyrkir. Níu verkefni hlutu hæsta styrk, kr. 600.000 og tvö verkefni 500.000 kr. Í úthlutunarráði Hagþenkis 2016 voru þrír félagsmenn: Jón Rúnar Sveinsson, Salvör Aradóttir og Jón K. Þorvarðarson.

Eftirtalin hlutu styrk:
17. maí 2016

Ferða- og menntastyrkir

Stjórn Hagþenkis ákvaraði að veita tuttugu og einum félagsmanni ferða- og menntastyrk. Samtals kr 1.650.000. Þeir sem fara til Evrópu fá 75.000 kr. en til annarra heimsálfa 100.000 kr. Sex umsóknum var hafnað að þessu sinni. Í haust verður aftur auglýst eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrk. 

Eftirfarandi hlutu styrk: 
19. apríl 2016

Tilnefnd rit verða kynnt af höfundum á Degi bókarinnar 23. apríl 13:30-16:30Framúrskarandi rit - tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis 2015 verða kynnt af höfundum á Degi bókarinnar, laugardaginn 23. apríl  frá kl. 13:30-16:30 í Borgarbókasafninu, menningarhúsi Grófinni við Tryggvagötu 15 í Reykjavík.Um er að ræða samstarfsverkefni Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnsins. 

DAGSKRÁ
 
13:30: 13:40
Páll Baldvin Baldvinsson. Stríðsárin 1938–1945. JPV. 
Í þessu umfangsmikla verki er dregin upp fjölbreytt og áhrifarík mynd af ljósum og dökkum hliðum stríðsáranna, samfélagslegum átökum og örlögum einstaklinga.

13:40-13:50
Gunnar Þór Bjarnason. Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918. Mál og menning.
Frumlegt verk þar sem fléttað er saman í læsilegum texta frásögnum af ógnaratburðum úti í heimi og viðbrögðum Íslendinga við þeim.
 
13:50-14:00
Smári Geirsson. Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Sögufélag.
Afar fróðleg frásögn í máli og myndum af ævintýralegum þætti íslenskrar efnahags- og atvinnusögu.
 
14:00-14:10
Bjarni F. Einarsson. Landnám og landnámsfólk. Saga af bæ og blóti. Skrudda.
Í metnaðarfullu verki um einstakan fornleifafund er varpað nýju ljósi á líf og siðvenjur landnámsfólks á Íslandi.
 
14:10-14:20
Bjarni Guðmundsson. Íslenskir sláttuhættir. Opna og Hið íslenska bókmenntafélag.
Höfundur opnar lesandanum skýra sýn á stórmerkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar og tekst að gæða afmarkað viðfangsefni lífi og lit.
 
Hlé
 
14:30-14:40
Soffía Auður Birgisdóttir. Ég skapa — þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar. Opna.
Metnaðarfullt og þarft verk um framlag þessa sérstæða og umdeilda höfundar til íslenskra bókmennta, skrifað á aðgengilegan og líflegan hátt.
 
14:40-14:50
Mörður Árnason (umsjón og ritstjórn). Passíusálmarnir. Crymogea.
Í þessu mikla verki skýrir umsjónarmaður orð og hugsun í hverju erindi og hverjum sálmi og rekur kunnáttusamlega þræði hugmynda, skáldskapar og guðfræði.
 
14:50-15:00
Þórunn Sigurðardóttir. Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Með smitandi áhuga sínum og þekkingu kennir höfundur lesendum að skilja og meta löngu gleymdan kveðskap 17. aldar.
 
15:00-15:10 
Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir. Rof. Frásagnir kvenna af fóstureyðingum. Háskólaútgáfan.
Í þessu tímabæra verki er vakin athygli á mikilvægu málefni. Ólíkar raddir kvenna fá að hljóma og dregnir eru fram sameiginlegir þræðir í sögum þeirra.
 
15:10-15:20
Ólafur Gunnar Sæmundsson. Lífsþróttur, næringarfræði fróðleiksfúsra. Ós.
Vönduð bók, byggð á traustum fræðilegum grunni, þar sem upplýsingar um heilsusamlegt líferni og holla fæðu eru settar fram á skýran hátt í texta og myndum
 
 
Nánari upplýsingar veitir:
 
Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra
Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna
Netfang: hagthenkir@hagthenkir.is
Sími: 551 9599
www.hagthenkir.is
1. apríl 2016

Auglýsing um styrki Hagþenkis 2016

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um eftirtalda styrki:
 
Starfsstyrkir til ritstarfa
Til úthlutunar eru 13.000.000.- kr.
 
Starfsstyrkir vegna handritsgerðar fræðslu- og heimildarmynda
Til úthlutunar eru 100.000.- kr.
 
Ferða- og menntunarstyrkir fyrir félagsmenn Hagþenkis
Til úthlutunar á vorönn eru 2.000.000.- kr.
Til úthlutunar á haustönn verða 2.000.000- kr.
 
Umsóknarfrestur til 18. apríl kl. 12.
 
Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur, rafræn umsóknareyðublöð og eyðublöð fyrir skilagreinar eru á heimasíðu félagsins: http://www.hagthenkir.is
Umsækjendur fá rafræna staðfestingu í tölvupósti um að umsókn hafi borist og gildir kennimarkið sem kvittun og það gefur færi á að lagfæra eða breyta umsókn þar til umsóknarfresti lýkur.
 
Hagþenkir, Þórunnartúni 2. 105. Rvk. Sími 551-9599/ hagthenkir@hagthenkir.is
21. mars 2016

Sjá nánar - leiðbeiningar

Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur, rafræn umsóknareyðublöð og eyðublöð fyrir skilagreinar eru á heimasíðunni. 
Sjá nánari upplýsingar á slánni hér til vinstri á síðunni þar sem stendur  - styrkir og þóknanir. Hægt er að senda með umsókn tvö fylgiskjöl svo sem ritaskrá og sýnishorn úr verkinu sem sótt er um fyrir. Vinsamlegast sendið ekki myndir. 
Umsækjendur munu fá rafræna staðfestingu í tölvupósti um að umsókn hafi borist og gildir kennimarkið sem kvittun og það gefur færi á að lagfæra eða breyta umsókn þar til umsóknarfresti lýkur. 

Úthlutunarreglur fyrir starfsstyrki
 
10. mars 2016

Aðfundur Hagþenkis 21. mars kl. 18

Aðalfundurinn verður í sal Bóksafns Dagsbrúnar, Þórunnartúni 2/ Skúlatúni 2, 4 hæð, 105 Reykjavík. 

Dagskrá verður sem hér segir:

Skýrsla stjórnar og reikningar
Skipting tekna
Kjör stjórnar, formanns og fulltrúaráðs
Ákvörðun félagsgjalds fyrir næsta reikningsár
Önnur mál 
 
Jón Yngi Jóhannsson foramaður gefur kost á sér til endurkjörs.
Sigmundur Einarsson og Þorsteinn Helgason gefa áfram kost á sér í stjórn.
Halldóra Jónsdóttir og  Steingrímur Þórðarson hætta í stjórn.
Sigríður Stefánsdóttir og Ásdís Lovísa Grétarsdóttir gefa kost á sér í þeirra stað.
2. mars 2016

Viðurkenning Hagþenkis 2015 veitt í Þjóðarbókhlöðunni 2. mars.


Páll Baldvin Baldvinsson hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2015 fyrir ritið, Stríðsárin 1938–1945. Útgefandi JPV. 
Í ályktunarorðum Viðurkenningarráðsins segir: Í þessu umfangsmikla verki er dregin upp fjölbreytt og áhrifarík mynd af ljósum og dökkum hliðum stríðsáranna, samfélagslegum átökum og örlögum einstaklinga.
 

Formaður Hagþenkis Jón Yngvi Jóhannsson, veitti viðurkenninguna fyrir hönd félagsins og Kristín Svava Tómasdóttir flutti greinargerð Viðurkenningarráðs sem auk hennar skipuðu Baldur Sigurðsson málfræðingur, Kristinn Haukur Skarphéðinsson náttúrufræðingur, Þorbjörn Broddason félagsfræðingur og Þórunn Blöndal íslenskufræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir framkvæmdastýra Hagþenkis.
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón