ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
10. febrúar 2017

Íslensku bókmenntaverðlaunin


Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti 8. febrúar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016 á Bessastöðum. Þau nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir. Verðlaunin hlutu að þessu sinn:
Fræðirit og bækur almenns efnis: Ragnar Axelsson: Andlit norðursins – útgefandi : Crymogea
Barna- og ungmennabækur: Hildur Knútsdóttir: Vetrarhörkur – útgefandi : JPV útgáfa
Fagurbókmenntir: Auður Ava Ólafsdóttir: Ör – útgefandi : Benedikt bókaútgáfa
2. febrúar 2017

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis


Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2016 voru kynntar í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið 2. feb. kl. 16:30 í Borgarbókasafni, Grófarhúsi, Tryggvagötu en Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu bækur er til greina kæmu. Viðurkenningaráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum, til tveggja ára í senn stendur að valinu en það hóf störf um miðjan október og fundaði vikulega. Viðurkenningarráðið fyrir útgáfu ársins 2016 skipuðu: Baldur Sigurðsson, Guðný Hallgrímsdóttir, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Sólrún Harðardóttir og Þórunn Blöndal.

Eftirfarandi rit og höfundar þeirra eru tilnefnd:
7. desember 2016

Fjöruverðlaunin og tilnefningar

Fjöruverðlaunin voru veitt 19. janúar 2017 og þau hlutu:

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis: Heiða – fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur
Í flokki fagurbókmennta: Raddir úr húsi loftskeytamannsins eftir Steinunni G. Helgadóttur
Í flokki barna- og unglingabókmennta: Íslandsbók barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
 
2. desember 2016

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilnefningarnar voru tilkynntar á Kjarvalsstöðum 1. des en forseti Íslands afhendir verðlaunin um mánaðamótin janúar og febrúar. Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðirita og bóka almenns efnis: Árni Heimir Ingólfsson, Saga tónlistarinnar. Forlagið. Bergsveinn Birgisson. Leitin að svarta víkingnum.  Bjartur. Guðrún Ingólfsdóttir. Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar. Háskólaútgáfan. Ragnar Axelsson. Andlit norðursins. Crymogea. Viðar Hreinsson. Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Lesstofan. Dómnefnd skipuðu: Aðalsteinn Ingólfsson, formaður nefndar, Hulda Proppé og Þórunn Sigurðardóttir.
29. nóvember 2016

Hvað er Hagþenkir?

 Hvað er Hagþenkir?  Nefnist grein í Skólavörðunni 2. tbl. 2016, bls 54 eftir Jón Ynga Jóhannson lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og formann Hagþenkis. Sjá rafræna útgáfu greinarinna  á slóðinni:
 https://issuu.com/kennarasamband/docs/15112016_skolavardan_2.tbl.2016_sma?e=10593660/40772171
29. nóvember 2016

Miðstöð íslenskra bókmennta - Hverfisgötu 52. 101 Reykjavík

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra. Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta erlendis felst m.a. í þátttöku á helstu bókasýningum og innanlands styður miðstöðin bókmenntakynningu og bókmenningu með samstarfi við fjölmarga innlenda aðila og með sérstökum átaksverkefnum. Mikilvægur þáttur í starfi Miðstöðvar íslenskra bókmennta er úthlutun styrkja til útgáfu innanlands og þýðinga á íslensku og á erlend mál. Jafnframt eru veittir ferðastykir höfunda sem og dvalarstyrkir fyrir þýðendur úr íslensku í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands.
Sjá heimasíðu Miðstöðvar íslenskra bókmennta http://http://www.islit.is/ og þar er hægt að gerast áskrifandi að fréttabréfi stofnunarinnar.
25. október 2016

Ferða- og menntastyrkir - hinir síðari.

Hagþenkir auglýsti snemma í haust eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrkjum vegna síðari úthlutunar. Alls bárust 23 umsóknir og var þremur hafnað. Tuttugu fengu styrk, þar af fengu 14 umsækjendur 75.000 kr. vegna ferða innan Evrópu og 6 umsækjendur vegna ferða utan Evrópu. Samtals 1.650.000 kr. 
Listi yfir styrkþega:
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón