ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
16. mars 2017

Þann 31. mars verður opnað fyrir umsóknir um styrki Hagþenkis

Á heimasíðu Hagþenkis, á slánni til vinstri, er að finna úthlutunarreglur fyrir starfsstyrki til ritstarfa og einnig fyrir ferða- og menntastyrki. Nánari upplýsingar verða birtar og veittar þann 31. mars -18. apríl kl. 12 en þá lýkur umsóknarfresti. 
Auglýst er eftir umsóknum um þóknanir á haustin og aftur eftir umsóknum um ferða- og menntastyrki.
9. mars 2017

Aðalfundur Hagþenkis verður haldinn 14. mars kl. 17:45

Fundurinn verður haldinn í sal Dagsbrúnar, Þórunnartún 2 / Skúlatún 2. 4. hæð, 105 Reykjavík.

Dagskrá verður sem hér segir:
1. mars 2017

Viðurkenning Hagþenkis 2016


Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 1. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfnmiðvikudaginn en hana hlaut fræðimaðurinn Viðar Hreinsson fyrir bókina, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem Lesstofan gefur út. Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði um ritið: Með nærfærnum hætti er fjallað um ævintýralegt lífshlaup manns á mörkum forneskju og nútímafræða í samhengi við evrópska vísindasögu. Viðurkenningin felst í árituðu skjali og einni milljón króna sem er sama upphæð og veitt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen fluttu við athöfnina hluta af Snjáfjallavísum sem Jón Guðmundson lærði orti 1611 og 1612  til að kveða niður draug á Stað á Snæfjöllum, Snjáfjalladrauginn.    

Hagþenkir– félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit og námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna 10 höfunda og rit sem þykja framúrskarandi og til greina koma. Viðurkenningarráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum, ákvarðar tíu tilnefningarnar og hvaða höfundur hlýtur að lokum viðurkenninguna. Í Fréttablaðinu birtist leiðari eftir Magnús Guðmundsson þar sem vakin var athygli á  starfi Hagþenkis og hinum árlegum tilnefningum og Viðurkenningunni. http://www.visir.is/almennt-stand/article/2017170309992 

Hér fyrir neðan er ávarp Viðars Hreinsson flutt í Þjóðarbókhlöðunni:
1. mars 2017

Bækur eftir Viðar Hreinsson

  • Saga landsmóta UMFÍ 1909-1990 Reykjavík 1992. Um ¾ bókarinnar, meðhöfundar eru Jón Torfason og Höskuldur Þráinsson.
  • Slitur úr bókmenntasögu 1550-1920. Reykjavík: Iðnú 1997 (kennslubók fyrir framhaldsskóla)
  • The Complete Sagas of Icelanders I-V (aðalritstjóri, aðrir í ritnefnd: Robert Cook, Terry Gunnell, Keneva Kunz og Bernard Scudder) Reykjavík: Bókaútgáfan Leifur Eiríksson 1997.
  • Landneminn mikli – ævisaga Stephans G. Stephanssonar Fyrra bindi. Reykjavík: Bjartur 2002.
  • Andvökuskáld – ævisaga Stephans G. Stephanssonar Síðara bindi. Reykjavík: Bjartur 2003.
  • Gæfuleit. Ævisaga Þorsteins M. Jónssonar. Akureyri: Hólar 2005.
  • Bjarni Þorsteinsson–Eldhugi við ysta haf. Reykjavík, Veröld 2011.
  • Wakeful Nights. Stephan G. Stephansson: Icelandic-Canadian Poet., Benson Ranch Inc. Calgary, 2012.
  • Comic Sagas and Tales from Iceland. Edited with an Introduction and Notes by Viðar Hreinsson. London, Penguin Classics, 2013
  • Jón lærði og náttúrur náttúrunnar, Reykjavík: Lesstofan 2016.
1. mars 2017

Greinargerð Viðurkenningarráð Hagþenkis


Kristinn Haukur Skarphéðinsson náttúrufræðingur flutti greinargerð Viðurkenningaráðsins en ráðið skipuðu auk hans þau
Baldur Sigurðsson málfræðingur, Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur, Kristinn Haukur Skarphéðinsson náttúrufræðingur, Sólrún  Harðardóttir námsefnishöfundur og Þórunn Blöndal íslenskufræðingur.
10. febrúar 2017

Íslensku bókmenntaverðlaunin


Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti 8. febrúar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016 á Bessastöðum. Þau nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir. Verðlaunin hlutu að þessu sinn:
Fræðirit og bækur almenns efnis: Ragnar Axelsson: Andlit norðursins – útgefandi : Crymogea
Barna- og ungmennabækur: Hildur Knútsdóttir: Vetrarhörkur – útgefandi : JPV útgáfa
Fagurbókmenntir: Auður Ava Ólafsdóttir: Ör – útgefandi : Benedikt bókaútgáfa
2. febrúar 2017

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis


Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2016 voru kynntar í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið 2. feb. kl. 16:30 í Borgarbókasafni, Grófarhúsi, Tryggvagötu en Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu bækur er til greina kæmu. Viðurkenningaráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum, til tveggja ára í senn stendur að valinu en það hóf störf um miðjan október og fundaði vikulega. Viðurkenningarráðið fyrir útgáfu ársins 2016 skipuðu: Baldur Sigurðsson, Guðný Hallgrímsdóttir, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Sólrún Harðardóttir og Þórunn Blöndal.

Eftirfarandi rit og höfundar þeirra eru tilnefnd:
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón