Þóknanir vegna ljósritunar & skönnunar
Þóknanir vegna ljósritunar & skönnunar
Hagþenkir auglýsir á vorin eftir umsóknum um þóknanir. Umsækjanda ber að rökstyðja vel umsókn sína og í hvert sinn. Sótt er um á þar til gerðu rafrænu eyðublaði á heimasíðunni.
Reglur
- Þóknanir úr sjóðum Hagþenkis eru einungis veittar höfundum fræðirita og kennslugagna, ekki útgefendum eða öðrum rétthöfum.
- Hámarksþóknun á mann vegna fjölföldunar á verkum til notkunar í opinberum skólum, öðrum opinberum stofnunum, einkaskólum og hjá öðrum aðilum sem samningar Fjölís ná yfir er 100.000 kr.
- Þóknun fyrir ljósritun skal skipta í tvo eða fleiri flokka með hliðsjón af umfangi ljósritunar og skönnunar og þeirri tekjuskerðingu sem ætla má að fylgi henni.
- Stjórn Hagþenkis fer yfir umsóknir og afgreiðir þær. Sæki félagar í stjórn um þóknun skal þeim óheimilt að taka þátt í afgreiðslunni.