HEIÐURS FÉLAGAR

Heiðursfélagar hagþenkis, hörður bergmann † og ágúst h. Bjarnason

Grundvöllurinn að starfi Hagþenkis, allt frá árinu 1986 þegar fyrstu samningsgreiðslurnar bárust fyrir ljósritun í skólum hefur verið það fé sem innheimt er fyrir ljósritun í gegnum Fjölís, samtök höfundarétthafa. Félagið hefur alla tíð kappkostað að deila sem mestu af því fé aftur út til höfunda, bæði í formi þóknana fyrir eldri verk og starfsstyrkja til ritunar nýrra verka. Þannig leggur félagið sitt af mörkum til að tryggja samfellu í bókmenntasögu fræðirita á Íslandi. Annar mikilvægur áfangi í því að tryggja þá samfellu náðist árið 199x þegar stofnaður var sérstakur Launasjóður fræðiritahöfunda. Stofnun hans var afrakstur margra ára baráttu félagsins fyrir stofnun slíks sjóðs og æ síðan hefur það unnið að eflingu hans.
 

Það er ekki síst í ljós þýðingar Fjölís og starfs fulltrúa félagsins þar sem stjórn Hagþenkis hefur ákveðið að nota tækifærið á þessu 25 ára afmæli félagsins til að heiðra sérstaklega tvo af forystumönnum félagsins.

Þeir Ágúst H. Bjarnason og Hörður Bergmann hafa sinnt margvíslegum störfum fyrir Hagþenki. Lengi sátu þeir í stjórn Fjölís fyrir hönd félagsins og náðu þar fram rétti félagsmanna í samningum við önnur félög sem stundum gátu orðið nokkuð harðsnúnir. Hörður hefur lengst manna verið formaður félagsins og lengi var hann framkvæmdastjóri þess og Ágúst H.Bjarnason var varformaður hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið.
 

Á tuttugu og fimm ára afmæli félagsins þótti stjórn þess við hæfi að heiðra þessa tvo félagsmenn sérstaklega og gera að heiðursfélögum í Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna. Þeir eru fyrstu heiðursfélagar sem félagið útnefnir.