LÖG HAGÞENKIS

Lög Hagþenkis - félags höfunda fræðirita og kennslugagna

Lög Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna

  1. gr.
    Félagið heitir Hagþenkir – félag höfunda fræðirita og kennslugagna. Félagið er fagfélag. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
  1. gr.

Félagið er fagfélag höfunda fræðirita og kennslugagna og skylds efnis. Markmið þess er að gæta faglegra og fjárhagslegra, þar á meðal kjaralegra, hagsmuna félagsmanna sem og gæta réttar þeirra í hvívetna, þ.m.t. semja fyrir þeirra hönd sem og að bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita og skylds efnis, kennslugagna, handrita að heimildamyndum og fræðilegu efni á ljósvakamiðlum.

Félagið stendur vörð um réttindi félagsmanna og annarra rétthafa fræðirita og kennslugagna og skylds efnis sem vernduð eru af höfundarétti og annast samningagerð félagsmanna við opinbera aðila og stjórnvöld um hvers kyns höfundaréttarleg hagsmunamál félagsmanna, fagleg sem og fjárhagsleg, þar á meðal um kjör, auk þess sem það fer með umsýslu réttindagreiðslna. Að markmiðinu skal meðal annars vinna með því að:

* afla upplýsinga og veita leiðbeiningar sem félagsmönnum mega að gagni koma.

* annast samninga sem gerðir eru fyrir félagsmenn sameiginlega og vera aðili að rétthafasamtökum sem máli skipta í því sambandi.

* úthluta, jafnt til félagsmanna og þeirra sem standa utan félagsins, því fé sem greitt er til félagsins samkvæmt slíkum samningum í samræmi við reglur félagsins. 

* vinna að því að lög, reglugerðir og reglur sem í gildi eru á hverjum tíma þjóni sem best markmiðum félagsins og vinna að sem víðtækastri viðurkenningu á gildi þess að starfsskilyrði höfunda fræðirita og kennslugagna og skylds efnis séu sem best. 

* stjórn skipi samninganefndir þegar gerðir eru samningar við opinbera aðila og stjórnvöld, svo sem Menntamálastofnun um útgáfu námsefnis, um hagsmuni og kjör félagsmanna. Slíkar samninganefndir hafa fullt umboð stjórnar sem og félagsmanna til að gera samninga í nafni félagsins og félagsmanna.

* Félagsmenn eru bundnir af samþykktum og gerðum samningum Hagþenkis.

  1. gr.

Félagar geta orðið höfundar útgefinna fræðirita og kennslugagna og skylds efnis sem og handritshöfunda fræðslu og heimildamynda sem veita félaginu umboð til að annast fyrir sína hönd samninga í samræmi við 2. grein. Umsóknir um aðild skulu sendar stjórn félagsins, sem kannar rétt umsækjenda til aðildar að félaginu og ákveður hvort umsókn verður hafnað eða hún samþykkt. Ákvörðun stjórnar skal tilkynnt umsækjanda bréflega innan 4 vikna frá því umsókn berst. Ef umsókn er synjað skal stjórn veita umsækjanda skriflegan rökstuðning. 

  1. gr.

Aðalfundur félagsins skal haldinn eigi síðar en 1. september ár hvert. Boðað skal bréflega til hans með minnst 14 daga fyrirvara.

Eftirtaldir liðir skulu ætíð vera á dagskrá aðalfundar: Skýrsla stjórnar og reikningar. – Kjör stjórnar fulltrúaráðs og endurskoðenda. – Ákvörðun félagsgjalds fyrir næsta reikningsár.- Umsýsla réttindagreiðslna – Önnur mál.-

Undir dagskrárliðnum „umsýsla réttindagreiðslna“ skulu eftirtalin atriði tekin fyrir:  1. Almenna stefnu um úthlutun réttindagreiðslna til rétthafa, 2. Almenna stefnu um notkun óráðstafanlegra fjárhæða, 3. Almenna fjárfestingarstefnu með tilliti til réttindatekna og arðs af fjárfestingu þeirra, 4. Almenna stefnu um frádrátt frá réttindatekjum og arðs af fjárfestingu þeirra, 5. Notkun óráðstafanlegra fjárhæða, 6. Áhættustýringarstefnu, 7. Samþykki fyrir hvers konar kaupum, sölu eða tryggingarrétti fastafjármuna, 8. Samþykki um samruna og bandalög, stofnun dótturfélaga og kaup á öðrum einingum eða hlutum eða réttindum í öðrum einingum, 9. Samþykki fyrir lántöku, lánveitingum eða útgáfu lánatrygginga, 10. Tilnefningu og uppsögn endurskoðenda, 11. Samþykki árlegrar gagnsæisskýrslu, sbr. 23. gr. l. nr. 88/2019.

Aðalfundur telst löglegur, ef löglega er til hans boðað.

  1. gr.

Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu félagsins með sjö daga fyrirvara. Stjórnina skipa fimm menn kosnir á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn. Að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum.

  1. gr.

Stjórn félagsins annast daglegan rekstur samtakanna og hefur eftirlit með starfseminni, þ.á m. umsýslu réttindagreiðslna. Stjórn vinnur í þágu samtakanna í samræmi við samþykktir þessar og lög og reglur eins og þau eru hverju sinni.

Stjórn er heimilt ráða sér framkvæmdastjóra til að sinna daglegum rekstri félagsins.. Framkvæmdastjóri stýrir daglegum rekstri í samræmi við ákvarðanir stjórnar. Framkvæmdastjóri skal sitja fundi stjórnar og hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Framkvæmdastjóri undirbýr fundi stjórnar og hefur umsjón með framkvæmd þeirra ákvarðana sem stjórn tekur.  Framkvæmdastjóri er prókúruhafi félagsins. Stjórn skal gera skriflegan ráðningarsamning við framkvæmdastjóra þar sem starfskjör hans eru ákveðin og verksvið hans nánar skilgreint.

Félagið skal hafa vefsíðu. Á vefsíðunni skal m.a. birta samþykktir og upplýsingar um stjórn samtakanna, almenna úthlutunarstefnu vegna réttindagreiðslna og aðrar upplýsingar sem skulu aðgengilegar á opinberum vef lögum samkvæmt.

  1. gr.

Fulltrúaráð skipa stjórn og fjórir aðrir félagsmenn kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn og skulu þeir vera varamenn í stjórn. Skulu þeir kvaddir til stjórnarfunda til skiptis eftir því sem þörf krefur. Skal stefnt að því að fulltrúaráðið skipi höfundar sem starfa á ólíkum vettvangi. Ráðið tekur þátt í mótun stefnu í starfi félagsins og tekur ákvarðanir um þau mál sem stjórn eða aðalfundur vísa til þess. Formaður félagsins er jafnframt formaður fulltrúaráðs. 

  1. gr.

Félaginu er heimilt að gerast aðili að öðrum samtökum eða félögum bæði hérlendis og erlendis og skal aðalfundur taka ákvörðun um slíka aðild. Stjórn félagsins annast samskipti við hliðstæða erlenda aðila og önnur félög eða samtök sem það á aðild að.

Stjórnin kemur fram fyrir hönd félagsmanna gagnvart innheimtusamtökum og öðrum höfund­a­sam­tök­um í samræmi við tilgang samtakanna.

Stjórn félagsins skipar og/eða tilnefnir í stjórnir og ráð sem félagið er aðili að eða gefst kostur á að tilnefna í s.s. IHM.

Stjórn félagsins kemur ennfremur fram f.h. félagsmanna við gerð heildarsamninga svo og einstakra samninga sem kann að vera óskað eftir. Félaginu er heimilt að sækja um lögformlega viðurkenningu ráðherra á samningsumboði sínu.

9. gr.

Félagið annast umsýslu höfundarréttar og skyldra réttinda höfunda fræðirita og kennslugagna og skyld efnis skv. 11. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Í því felst m.a. að innheimta tekjur af réttindum og úthluta fjárhæðum til rétthafa.

Úthlutunarstefna skal samþykkt á aðalfundi og útfærir stjórn reglur um úthlutun slíkra fjármuna á grundvelli hennar og hefur umsjón og eftirlit með úthlutun. Félaginu er heimilt að innheimta umsýslukostnað til að standa straum af kostnaði við umsýslu þeirra á höfundarrétti eða skyldum réttindum og draga hann frá réttindatekjum. Þá er félaginu einnig heimilt að úthluta fjármagni af réttindatekjum í félagslega, menningarlega og menntunartengda þjónustu. Um slíka fjárúthlutun er nánar fjallað í úthlutunarstefnu og úthlutunarreglum.

Félagið heldur aðskilið bókhald vegna slíkrar umsýslu og birta árlega gagnsæisskýrslu um starfsemina. Skulu reikningsskilaupplýsingar sem fram koma í árlegu gagnsæisskýrslunni endurskoðaðar af löggiltum endurskoðanda í samræmi við lög um endurskoðendur.

10. gr.   

Unnt er að beina kvörtun til stjórnar félagsins vegna starfa hennar, þ.á m. vegna umsýslu réttindagreiðslna. Stjórn staðfestir móttöku og upplýsir viðkomandi aðila um þá meðferð sem kvörtunin mun fá innan 14 daga. Stjórn svarar kvörtun skriflega og rökstutt.

  1. gr.

Reikningsár félagsins skal vera frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. 

  1. gr.

Lögum þessum er aðeins heimilt að breyta á aðalfundi, enda séu lagabreytingar sérstakur liður á auglýstri dagskrá hans. Heimilt er félagsmönnum að gera tillögur um lagabreytingar og skulu þær þá berast stjórn a.m.k. einum mánuði fyrir aðalfund. Lagabreyting tekur því aðeins gildi, að hún hljóti atkvæði 2/3 hluta fundarmanna á aðalfundi. 

Samþykkt á aðalfundi 29. apríl 2021