ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
4. desember 2019

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2020Þetta er í fjórtánda sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í sjötta sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna og afhenti verðlaunahöfum blóm. Verðlaunahafar fá verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu. Verðlaunin hlutu:
 
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur. Mál og menning.
 
Í flokki barna- og unglingabókmennta:
Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókabeitan

Í flokki fagurbókmennta:
Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Benedikt bókaútgáfa, 

Tilnefningarnar voru kynntar Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur 3. desember 2019 

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fræðibækur og rit almenns eðlis

Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur
Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur
Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur

Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Þórunn Blöndal
3. desember 2019

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunannaEftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Jón Viðar Jónsson
Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 - 1965
Útgefandi: Skrudda

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi
Útgefandi: Vaka-Helgafell

Páll Baldvin Baldvinsson
Síldarárin 1867-1969
Útgefandi: JPV útgáfa

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir
Jakobína – saga skálds og konu
Útgefandi: Mál og menning

Unnur Birna Karlsdóttir
Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi
Útgefandi: Sögufélag

Dómnefnd skipuðu: Árni Sigurðsson, Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Knútur Hafsteinsson sem er formaður nefndar.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:
18. nóvember 2019

Niðurstöður lestarkönnunar gefa tilefni til bjartsýni

Nýlega lét Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við helstu aðila á bókmenntasviðinu, þar á meðal Hagþenki og RSÍ, gera könnun á viðhorfi Íslendinga til bóklestar og fleira. Niðurstöður sýna að lestur hefur heldur aukist, sérstaklega notkun hljóðbóka. Afkastamestu lesendurnir eru konur og barnafjölskyldur. Ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku.
Yfirgnæfandi meirihluti telur opinberan stuðning við bókmenntir mikilvægan og greinilegt er að samtal um bækur lifir góðu lifi og hefur mikið áhrif á hvað fólk les. 

Sjá nánari niðurstöður á heimasíðu Miðstöðvar íslenskra bókmennta: https://www.islit.is//frettir/nr/4408
Sjá yfirlit yfir styrki MÍB:  https://www.islit.is/styrkir/
Tilvalið er fyrir höfunda að vera áskrifendur að rafrænu fréttabréfi MÍB, skrá netfang sitt neðst á: https://www.islit.is/ 
17. október 2019

Veittar þóknanir

Hagþenkir auglýsti í september eftir umsóknum höfunda um þóknanir. Áttatíu og ein gild umsókn barst vegna ljósritunar og hliðstæðrar eftirgerðar, en tveimur umsóknum var hafnað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrðin. Stjórn Hagþenkis metur umsóknirnar út frá rökstuðningi umsækjanda. Tuttugu og fimm hlutu 35.000 kr., 50 umsækjendur 70.000 kr. og sex umsækjendur 100.000 kr. hver. Samtals kr. 4.830.000. Þá bárust og hlutu sex umsækjendur þóknun vegna fimm fræðslu- og heimildamynda sem sýndar voru i sjónvarpi 2016–2018. Úthlutunin tekur mið af annars vegar lengd í mínútum og hins vegar fjölda mynda sem handritshöfundurinn tilgreinir í umsókninni. Samtals kr. 1.500.000.

Eftirfarandi hlutu þóknun vegna ljósritunar og skönnunar: 
17. október 2019

​Veittir ferða- og menntastyrkir hinir síðari

iStjórn Hagþenkis ákvarðaði á síðasta stjórnarfundi að veita 15 ferða- og menntastyrki. Samtals 1.150.00 kr. Þeir sem fara til Evrópu fá 75.000 kr. en til annarra heimsálfa 100.000 kr. Fimm umsóknum var hafnað að þessu sinni þar sem þær uppfylltu ekki skilyrðin. Í vor verður aftur auglýst eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrki. 

Eftirfarandi hlutu styrk:
7. september 2019

62% hækkun framlaga til bóksafnssjóðs höfunda

Frétt tekin af vef mennta - og menningarmálaráðuneytisins 7. september 2019 en vert er að geta þess að bæði Rithöfundasamband Íslands og Hagþenkir, hafa barist fyrir að framlags í bókasafnsjóð höfunda yrði hækkað.  
4. september 2019

Auglýst er eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntastyrki

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntunarstyrki, síðari úthlutun. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 20. september kl. 16.

Þóknanir vegna ljósritunar, stafrænnar fjölföldunar o. fl.
Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar og stafrænnar fjölföldunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera 2017-2018. Til úthlutunar eru allt að 5.000.000.- kr.
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón