ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
8. nóvember 2017

Veittar þóknanir til höfunda

Stjórn Hagþenkis ákvarðar þóknanir til höfunda vegna ljósritunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera og vegna stafrænnar fjölföldunar í háskólum. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Hagþenkis 2017 voru 5.000.000 kr. til skiptanna. Að þessu sinni bárust 83 umsóknir og voru þær flokkaðar í þrjá flokka eftir áætluð umfangi um notkun og tekur stjórn Hagþenkis fyrst og fremst mið af rökstuðningi umsækjanda. Niðurstaða stjórnar var að veita þremur umsækjendum 100.000 kr., 70.000 kr. fengu 51 og 29 fengu 35.000 kr. Samtals kr. 4.885.000
Þá var einnig auglýst eftir umsóknum um þóknanir til rétthafa fræðslu- og heimildamynda og þátta sem sýndir voru í sjónvarpi árið 2014-2017. Til úthlutunar voru 100.000 kr. Tveir rétthafar hlutu þóknun og kr. 50.000 hver. 

Eftirtaldir hlutu þóknun: 
17. október 2017

​Ferða- og menntastyrkir- hinir síðari

Stjórn Hagþenkis samþykkti að veita 15 umsækjendum ferða- og menntastyrk en fimm umsóknum var hafnað að þessu sinni. Styrkur til ferðar utan Evrópu 100.000 kr. en aðrir fengu 75.000 kr. eins og verið hefur.
Eftirfarandi umsækjendur hlutu styrk: 
13. september 2017

Hagþenkir auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntastyrki

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntunarstyrki, síðari úthlutun. Umsóknarfrestur rennur út fimmtudaginn 27.  september.
7. júní 2017

Starfsstyrkir Hagþenkis 2017
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna auglýsti í apríl eftir umsóknum um starfsstyrki til ritstarfa. Til úthlutunar voru 15 milljónir. Alls bárust 69 umsóknir og af þeim hljóta 29 verkefni styrk. Tvö verkefni hlutu hæsta styrk, kr. 900.000, eitt 800.000 kr. og sjö verkefni hlutu kr. 600.000. Í úthlutunarráði Hagþenkis 2017 voru þrír félagsmenn: Kristín Svava Tómasdóttir, Salvör Aradóttir og Jón K. Þorvarðarson. 

Eftirfarandi hlutu styrk: 
6. júní 2017

Skipað hefur verið í Bóksafnssjóð og greiðslur borist til rétthafa

Úthlutunarnefnin er þannig skipuð:
30. maí 2017

Opið bréf og áskorun á menntamálaráðherra frá Hagþenki, Myndstefi og Rithöfundasambandi Íslands

Eftirfarandi stéttar- og fagfélög kalla eftir svörum frá menntamálaráðherra hið fyrsta vegna úthlutunar úr Bókasafnssjóði þar sem brotið er gróflega á rétti félagsmanna okkar. Höfundar sem eiga rétt á afnotagreiðslum fyrir verk sín úr sjóðnum fá þær ekki á réttum tíma þetta vorið þar sem ráðuneytið afgreiðir ekki skipun úthlutunarnefndar, þrátt fyrir margítrekaða kröfu okkar um að gengið verði í það verk hið fyrsta.
12. maí 2017

Ferða- og menntastyrkir fyrri - úthlutun

Stjórn Hagþenkis ákvarðaði á síðasta stjórnarfundi að veita tuttugu og þremur félagsmanni ferða- og menntastyrk. Samtals kr 1.875.000. Þeir sem fara til Evrópu fá 75.000 kr. en til annarra heimsálfa 100.000 kr. Sex umsóknum var hafnað að þessu sinni. Í haust verður aftur auglýst eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrk. Eftirfarandi hlutu styrk:
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón