ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
12. maí 2017

Ferða- og menntastyrkir fyrri - úthlutun

Stjórn Hagþenkis ákvarðaði á síðasta stjórnarfundi að veita tuttugu og þremur félagsmanni ferða- og menntastyrk. Samtals kr 1.875.000. Þeir sem fara til Evrópu fá 75.000 kr. en til annarra heimsálfa 100.000 kr. Sex umsóknum var hafnað að þessu sinni. Í haust verður aftur auglýst eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrk. Eftirfarandi hlutu styrk:
21. apríl 2017

Á degi bókarinnar, 23. apríl kl. 14 verða nokkrar tilnefndar bækur kynntar

Framúrskarandi rit / Tilnefndar til viðurkenningar Hagþenkis

Borgarbókasafnið Menningahús Grófinni  - Allir velkomnir og það verður heitt á könnunni.  
http://www.borgarbokasafn.is/is/content/vika-b%C3%B3karinnar-fram%C3%BArskarandi-rit

Sunnudaginn 23. apríl, á Degi bókarinnar, kl. 14 verða nokkrar tilnefndar bækur kynntar af höfundum.  
Það eru:
31. mars 2017

Auglýsing um styrki Hagþenkis - umsóknarfrestur til 18. apríl kl. 12

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um eftirtalda styrki:
16. mars 2017

Leiðbeiningar til umsækjanda um styrki Hagþenkis

Á heimasíðu Hagþenkis, á slánni til vinstri, eru úthlutunarreglur fyrir starfsstyrki til ritstarfa og ferða- og menntastyrki en þeir síðarnefndu eru eingöngu fyrir félagsmenn Hagþenkis.
9. mars 2017

Aðalfundur Hagþenkis verður haldinn 14. mars kl. 17:45

Fundurinn verður haldinn í sal Dagsbrúnar, Þórunnartún 2 / Skúlatún 2. 4. hæð, 105 Reykjavík.

Dagskrá verður sem hér segir:
1. mars 2017

Viðurkenning Hagþenkis 2016


Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 1. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfnmiðvikudaginn en hana hlaut fræðimaðurinn Viðar Hreinsson fyrir bókina, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem Lesstofan gefur út. Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði um ritið: Með nærfærnum hætti er fjallað um ævintýralegt lífshlaup manns á mörkum forneskju og nútímafræða í samhengi við evrópska vísindasögu. Viðurkenningin felst í árituðu skjali og einni milljón króna sem er sama upphæð og veitt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen fluttu við athöfnina hluta af Snjáfjallavísum sem Jón Guðmundson lærði orti 1611 og 1612  til að kveða niður draug á Stað á Snæfjöllum, Snjáfjalladrauginn.    
1. mars 2017

Bækur eftir Viðar Hreinsson

Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón