ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
13. febrúar 2020

Höfundar tilnefndra bóka kynna bækur sínar í Borgarbókasafninu á laugardaginn

5. febrúar 2020

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2019

 
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis voru kynntar af formanni Hagþenkis, Svanhildi Kr. Sverrisdóttur miðvikudaginn 5. febrúar kl. 16:30 í  Borgarbókasafninu Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 101, Reykjavík. Viðurkenning Hagþenkis verður síðan veitt  við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni í byrjun mars og felst í viðurkenningarskjali og 1.250.000 kr. Þann 15. febrúar frá kl. 13 standa Hagþenkir og Borgarbókasafnið fyrir kynningu á tilnefndum bókum í samstarfi við höfunda. Nánar um það síðar.
 
Viðurkenningarráð Hagþenkis er skipað fimm félagmönnum til tveggja ára i senn og það stendur að valinu. í því sátu: Ásta Kristín Benediktsdóttir Kolbrún S. Hjaltadóttir, Lára Magnúsardóttir, Snorri Baldursson og Þórólfur Þórlindsson.
 
Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna tíu höfunda og bækur er til greina kæmu. Viðurkenningaráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum, stendur að valinu en það hóf störf um miðjan október og fundaði vikulega fram yfir miðjan janúar. Eftirfarandi rit og höfundar eru tilnefndir: 

Andri Snær Magnason
Um tímann og vatnið. Mál og menning.
Einstaklega vel skrifuð og áhrifarík bók sem fléttar umfjöllun um loftslagsbreytingar af mannavöldum við persónulega reynslu, fræði og alþjóðlega umræðu á frumlegan hátt.
 
Árni Einarsson
Tíminn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi. Mál og menning.
Í máli og glæsilegum myndum er sjónum beint að lítt þekktum leyndardómi Íslandssögunnar, fornaldargörðunum miklu, á ljósan og lifandi hátt.
 
Árni Heimir Ingólfsson
Tónlist liðinna alda. Íslensk handrit 1100–1800. Crymogea.
Falleg og vönduð bók sem veitir innsýn í forna tónlist Íslendinga í máli, myndum og tónum og breytir viðteknum hugmyndum um söngleysi þjóðar fyrr á öldum.
 
Björk Ingimundardóttir
Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I–II. Þjóðskjalasafn Íslands.
Yfirgripsmikið uppflettirit ásamt kortum sem auðveldar yfirsýn yfir sögu landsins og á eftir að nýtast í margvíslegum rannsóknum um langan aldur. Sagnfræðilegt stórvirki.
 
Haukur Arnþórsson
Um Alþingi. Hver kennir kennaranum? Haukur Arnþórsson.
Frumleg og beinskeytt greining á gögnum um störf löggjafans. Athyglisvert framlag til gagnrýninnar umræðu um stjórnmál á Íslandi.
 
Margrét Tryggvadóttir
Kjarval. Málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Iðunn.
Í bókinni er saga manns og aldarfars tvinnuð saman við myndlist af sérstakri næmni sem höfðar til fólks á öllum aldri.
 
Ragnheiður Björk Þórsdóttir
Listin að vefa. Vaka–Helgafell.
Bókin leiðir lesendur inn í undurfallegan heim vefiðnar og veflistar. Skýr framsetning á flóknu efni, studd frábærum skýringarmyndum.
 
Rósa Eggertsdóttir
Hið ljúfa læsi. Handbók um læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema. Rósa Eggertsdóttir.
Metnaðarfull og vönduð samantekt á rannsóknum, hugmyndafræði og kennsluháttum. Kærkomin handbók, gerð af innsæi, þekkingu og reynslu. 
 
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Ný menning í öldrunarþjónustu. Ömmuhús.
Tímabær hugvekja um öldrunarþjónustu með manngildi í fyrirrúmi, skrifuð af ástríðu og þekkingu.
 
Unnur Birna Karlsdóttir
Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi. Sögufélag.
Vandað og aðgengilegt sagnfræðirit um einkennisdýr austuröræfanna, einstaka sögu þeirra og samband við þjóðina.
5. febrúar 2020

Fræðslufundur um skatta, verður hadinn miðvikudaginn 12. febrúar kl. 16-18

Framtal til skatts 2020. Almennur fræðslufundur um framtal tekna til skatts og hvaða gjöld megi draga frá þeim við álagningu 2020. Umfjöllunin tekur um tvær klukkustundir eftir þörfum gesta og mun Ásmundur G. Vilhjálmsson lögmaður stýra henni. Nánari upplýsingar um hann má finna á heimasíðunni www.skattvis.is
 
Fundurinn verður haldinn í Þórunnartúni 2, 4. hæð í Bókasafni Dagsbrúnar. 
Hagþenkir og ReykjavíkurAkademínan standa að fundinum.

Þann 1. janúar 2020 tóku gildi ný ákvæði um skattlagningu af höfundaréttarvörðu efni. Breytingin felst helst í því að tekjur vegna síðari afnota verða nú skattlagðar sem fjármagnstekjur þ.e. 22% skattur í stað 36,94% (tekjuskattur+útsvar).
Greiðslur sem teljast til fjármagnstekna eru greiðslur sem greiddar eru til höfunda og/eða annarra einstaklinga sem rétthafa vegna síðari afnota á höfundarverki og falla undir 3. gr. skulu ávallt teljast til fjármagnstekna einstaklings án nokkurs frádráttar. 

Eftirfarandi greiðslur vegna ritstarfa:
29. janúar 2020

Íslensku bókmenntaverðlaunin veitt á Bessastöðum 28. janúar 2020
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum 28. janúar og sjónvarpað beint frá verðlaunaafhendingunni á RÚV. Að þessu sinni voru lagðar fram 135 bækur frá 36 útgefendum og 15 bækur í þremur flokkum fengu tilnefningu.      Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fékk Jón Viðar Jónsson verðlaun fyrir bók sína Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965. Sölvi Björn Sigurðsson hlaut verðlaunin fyrir bók sína Selta: Apókrýfa úr ævi landlæknis í flokki fagurbókmennta. Bergrún Íris var verðlaunuð fyrir bókina Langelstur að eilífu í flokki barna- og ungmennabóka.
Verðaunin eru ein milljón króna sem veitt eru fyrir hvert verðlaunaverk og eru þau kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. 
27. janúar 2020

Fréttir samningaviðræðum við Menntamálastofnun fyrir hönd félagsmanna

Eitt af markmiðum Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar félagsmanna og bæta skilyrði þeirra til útgáfu fræðirita og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að. Þar sem námsefnishöfundar eru stór hópur innan Hagþenkis lætur félagið sig samninga sem Menntamálastofnun gerir við höfunda sig varða enda félagið meðal annars til þess stofnað. Þeir samningar byggjast að miklu leyti á upphaflegum samningi milli Hagþenkis og Námsgagnastofnunar sem undirritaður var 6. júní 1996 og bráðabirgðasamningi sem undirritaður var 18. nóvember 2002.
 
Ágætu félagsmenn Hagþenkis.

Hagþenkir hefur undanfarin ár óskað eftir því við Menntamálastofnun að samningur Hagþenkis við stofnunina um útgáfusamninga námsefnishöfunda verði endurnýjaður og uppfærður í takti við nýja tíma. Í október 2018 skipaði Hagþenkir þriggja manna samninganefnd sem í sitja núverandi formaður, Hagþenkis, Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, sem leiðir nefndina, Erna Jessen og Kolbrún Svava Hjaltadóttir. Nefndin hóf viðræður við Menntamálastofnun í ársbyrjun 2019.
 
Í upphafi viðræðnanna hvatti samninganefndin Menntamálastofnun til að uppfæra grunntaxta í samningi sínum við höfunda. Taxtinn hafði ekki verið uppfærður til samræmis við vísitölu frá árinu 2015 líkt og kveðið er á um í samningum að gert skuli. Í fyrstu samningum Hagþenkis og Námsgagnastofnunar var samið í maí 1991 um 1.160 kr. á tímann. 1. desember 2015 hafði tímakaupið verið uppfært í 3.411 kr. Menntamálastofnun uppfærði taxann 1. júlí 2019 og er nú miðað við tímakaupið 4.435 kr. Vakin er athygli á því að um verktakagreiðslur er að ræða og hvorki var haft samráð við samninganefndina né stjórn Hagþenkis um þessa upphæð.
 
4. desember 2019

Tilnefningar og Fjöruverðlaunin fyrir útgáfuárið 2019Þetta er í fjórtánda sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í sjötta sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna og afhenti verðlaunahöfum blóm. Verðlaunahafar fá verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu. Verðlaunin hlutu:
 
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur. Mál og menning.
 
Í flokki barna- og unglingabókmennta:
Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókabeitan

Í flokki fagurbókmennta:
Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Benedikt bókaútgáfa, 

Tilnefningarnar voru kynntar Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur 3. desember 2019 

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fræðibækur og rit almenns eðlis

Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur
Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur
Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur

Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Þórunn Blöndal
3. desember 2019

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunannaEftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Jón Viðar Jónsson
Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925 - 1965
Útgefandi: Skrudda

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Lífgrös og leyndir dómar – Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi
Útgefandi: Vaka-Helgafell

Páll Baldvin Baldvinsson
Síldarárin 1867-1969
Útgefandi: JPV útgáfa

Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir
Jakobína – saga skálds og konu
Útgefandi: Mál og menning

Unnur Birna Karlsdóttir
Öræfahjörðin – Saga hreindýra á Íslandi
Útgefandi: Sögufélag

Dómnefnd skipuðu: Árni Sigurðsson, Kolbrún Elfa Sigurðardóttir og Knútur Hafsteinsson sem er formaður nefndar.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón