ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
24. apríl 2018

Ferða- og menntastyrkir - hinir fyrri

Auglýst var í mars - apríl eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrkir - hina fyrri. Sjö umsóknir bárust bárust að þessu sinni. Stjórn Hagþenkis ákvarðar ferða- og menntastyrki og hlutu þeir sem fóru til Evrópu 75. 000 kr en þeir sem fóru utan Evrópu 100.000 kr. Samtals 575.000 kr. Í haust verður aftur auglýst eftir umsóknum  um ferða- og menntastyrki - hina síðari en á síðasta aðalfundi voru reglum breytt þannig að nú er einungis hægt að sækja um styrk eftir að ferð hefur verið farin.

Eftirfarandi umsækjendur hlutu styrk: 
16. apríl 2018

Tilnefnd rit kynnt á Sumardaginn fyrsta kl. 14 -16 á Borgarbókasafninu.

Framúrskarandi rit – tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis verða kynnt á Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl kl.
14-16 á Borgarbókarsafninu, Menningarhús Grófinni.
Um er að ræða samstarfsverkefni Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, Borgarbókasafnsins og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og er þetta í fjórða sinn sem þessi viðburður er haldinn. Verið hjartanlega velkomin
Sjá fyrri tilnefningar: https://hagthenkir.is/tilnefningar-fra-upphafi
Viðurkenningarhafar Hagþenkis: https://hagthenkir.is/vidurkenningar-fra-upphafi
 
DAGSKRÁ
4. apríl 2018

Leiðbeiningar til umsækjanda

Vinsamlegast athugið að þegar sótt er um er stofnuð ný umsókn á þar til gert eyðublað í gegnum heimasíðu Hagþenkis. Þegar hún er vistuð á umsækjandi að fá sent í tölvupósti kennimark umsóknarinnar sem er runa af hástöfum og tölum. Með því er hægt að opna umsóknina og breyta þar til umsóknarfresti lýkur. Kennimarkið gildir sem kvittun og staðfesting á að umsókn hafi borist. Til að sá netpóstur frá Hagþenki lendi síður í ruslboxi  er mikilvægt að umsækjendur skrái netfang Hagþenkis, hagthenkir@hagthenkir.is í tölvuna sína. 

Vinsamlegast skoðið reglur um starfsstyrki áður en sótt er um en þær eru að finna undir bláa flipanum til vinstri á síðunni. sem heitir STYRKIR OG ÞÓKNANIR.  Ferða- og menntastyrkir eru eingöngu fyrir félagsmenn og einungis hægt að sækja um fyrir ferð eftir að ferð hefur verið farið.

Styrkveitingar verða tilkynntar og greiddar út seinnipartinn í júní en ferða- og menntastyrkir í maí.
24. mars 2018

Hagþenkir auglýsir eftir umsóknum um styrki - opið fram til 16: apríl kl. 12

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um eftirtalda styrki:

Starfsstyrkir til ritstarfa
Til úthlutunar eru 15.000.000.- kr.
 
Starfsstyrkir vegna handritsgerðar fræðslu- og heimildarmynda
Til úthlutunar eru 3.000.000.- kr.
 
Ferða- og menntunarstyrkir fyrir félagsmenn Hagþenkis
Til úthlutunar á vorönn eru 2.000.000.- kr.
 
Umsóknarfrestur til 16. apríl kl. 12.
 
Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og rafræn umsóknareyðublöð eru á heimasíðu félagsins: www.hagthenkir.is
Umsækjendur fá rafræna staðfestingu í tölvupósti og kennimark umsóknarinnar. Það gildir sem kvittun og gefur færi á að lagfæra eða breyta umsókninni þar til umsóknarfresti lýkur.
 
Hagþenkir, Þórunnartúni 2. 105. Rvk. Sími 551-9599 / hagthenkir@hagthenkir.is
19. mars 2018

Aðalfundur 20. mars kl. 17:45

Aðalfundur Hagþenkis var haldinn þriðjudaginn 20. mars kl. 17:45 í sal Bókasafns Dagsbrúnar 4. hæð, Þórunnartúni 2 / Skúlatúni 2. 105 Reykjavík. 
 
1. mars 2018

Viðurkenning Hagþenkis 2017 hlýtur Steinunn Kristjánsdóttir


Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 28. maí í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn en hana hlaut Steinunn Kristjánsdóttir fyrir ritið, Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir, sem Sögufélag og Þjóðminjasafn Íslands gáfu út. Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins segir um ritið: Umfangsmikil og vel útfærð rannsókn sem varpar nýju ljósi á sögu klausturhalds á Íslandi. Frásagnarstíll höfundar gefur verkinu aukið gildi. Viðurkenningin felst í árituðu skjali og 1.250.000 kr. Sverrir Guðjónsson tónlistarmaður  flutti tónlist.
 
Hagþenkir– félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit og námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna 10 höfunda og rit sem þykja framúrskarandi og til greina koma. Viðurkenningarráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum, ákvarðar tilnefningarnar og hvaða höfundur hlýtur að lokum viðurkenninguna og í ráðinu sátu: Auður Styrkársdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Helgi Björnsson, Henry Alexander Henrysson og Sólrún Harðardóttir sem flutti greinargerð ráðsins. 

Ávarp Steinunnar Kristjánsdóttur 
28. febrúar 2018

Rökstuðningur Viðurkenningarráðsins - flutt af Sólrúnu HarðardótturÁgætu gestir.

Þetta er í 31. sinn sem Viðurkenning Hagþenkis er veitt „fyrir samningu fræðirita, kennslugagna eða aðra miðlun fræðilegs efnis“. „Hlutverk viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægu höfundarverki og fræðilegu framlagi.“
Í viðurkenningarráði Hagþenkis eiga sæti fimm fulltrúar sem skipaðir eru af stjórn félagsins til tveggja ára í senn. Í núverandi ráði sitja Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur, Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur, Helgi Björnsson jöklafræðingur, Henry Alexander Henrysson heimspekingur og ég, Sólrún Harðardóttir námsefnishöfundur. Við hittumst vikulega frá því í október sl. og fram á nýtt ár og fjölluðum um fjölda verka. Friðbjörg Ingimarsdóttir framkvæmdastýra Hagþenkis var okkur dyggilega innan handar og sá um allt ytra skipulag, auk þess sem hún útvegaði okkur bækur! Þetta var skemmtilegt starf og góð samvinna. Þann 1. febrúar sl. voru síðan tíu rit tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis. Ritin og höfundar þeirra eru:
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón