ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
17. október 2019

Veittar þóknanir

Hagþenkir auglýsti í september eftir umsóknum höfunda um þóknanir. Áttatíu og ein gild umsókn barst vegna ljósritunar og hliðstæðrar eftirgerðar, en tveimur umsóknum var hafnað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrðin. Stjórn Hagþenkis metur umsóknirnar út frá rökstuðningi umsækjanda. Tuttugu og fimm hlutu 35.000 kr., 50 umsækjendur 70.000 kr. og sex umsækjendur 100.000 kr. hver. Samtals kr. 4.830.000. Þá bárust og hlutu sex umsækjendur þóknun vegna fimm fræðslu- og heimildamynda sem sýndar voru i sjónvarpi 2016–2018. Úthlutunin tekur mið af annars vegar lengd í mínútum og hins vegar fjölda mynda sem handritshöfundurinn tilgreinir í umsókninni. Samtals kr. 1.500.000.

Eftirfarandi hlutu þóknun vegna ljósritunar og skönnunar: 
17. október 2019

​Veittir ferða- og menntastyrkir hinir síðari

iStjórn Hagþenkis ákvarðaði á síðasta stjórnarfundi að veita 15 ferða- og menntastyrki. Samtals 1.150.00 kr. Þeir sem fara til Evrópu fá 75.000 kr. en til annarra heimsálfa 100.000 kr. Fimm umsóknum var hafnað að þessu sinni þar sem þær uppfylltu ekki skilyrðin. Í vor verður aftur auglýst eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrki. 

Eftirfarandi hlutu styrk:
7. september 2019

62% hækkun framlaga til bóksafnssjóðs höfunda

Frétt tekin af vef mennta - og menningarmálaráðuneytisins 7. september 2019 en vert er að geta þess að bæði Rithöfundasamband Íslands og Hagþenkir, hafa barist fyrir að framlags í bókasafnsjóð höfunda yrði hækkað.  
4. september 2019

Auglýst er eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntastyrki

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntunarstyrki, síðari úthlutun. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 20. september kl. 16.

Þóknanir vegna ljósritunar, stafrænnar fjölföldunar o. fl.
Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar og stafrænnar fjölföldunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera 2017-2018. Til úthlutunar eru allt að 5.000.000.- kr.
3. september 2019

Svanhildur Kr. Sverrisdóttir nýr formaður Hagþenkis
Á aðalfundi Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, sem fram fór 3. apríl 2019, var Svanhildur Kr. Sverrisdóttir kosin nýr formaður stjórnar. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir er doktor í menntunarfræði. Sérsvið hennar er kennsluhættir og íslenskukennsla. Hún hefur einnig lokið háskólaprófi í list- og verkgreinum. Svanhildur hefur reynslu af kennslu á öllum skólastigum, stjórnsýslu, ritstjórn, verkefnisstjórn og námsefnisgerð.

Svanhildur tók við formennsku stjórnar af Jóni Yngva Jóhannssyni bókmenntafræðingi. Með henni í stjórn eru Ásdís Lovísa Grétarsdóttir framhaldsskólakennari, sem jafnframt er varaformaður, Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarkona, Henrý Alexander Henrýsson heimspekingur og Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur.
3. september 2019

Breyting á lögum um skattlagningu tekna af höfundarréttindum.

Alþingi samþykkti 2. september 2019 lög um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (skattlagning tekna af höfundaréttindum). Sjá nánar: 
28. maí 2019

Starfsstyrkir Hagþenkis 2019Styrkir Hagþenkis 2019 voru tilkynntir af formanni Hagþenkis, Svanhildi Kr. Sverrisdóttur í sal Ljósmyndasafns Reykjavíkur og að viðstöddum styrkþegum og úthlutunarráðunum.
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón