ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
21. apríl 2017

Á degi bókarinnar, 23. apríl kl. 14 verða nokkrar tilnefndar bækur kynntar

Framúrskarandi rit / Tilnefndar til viðurkenningar Hagþenkis

Borgarbókasafnið Menningahús Grófinni  - Allir velkomnir og það verður heitt á könnunni.  
http://www.borgarbokasafn.is/is/content/vika-b%C3%B3karinnar-fram%C3%BArskarandi-rit

Sunnudaginn 23. apríl, á Degi bókarinnar, kl. 14 verða nokkrar tilnefndar bækur kynntar af höfundum.  
Það eru:
31. mars 2017

Auglýsing um styrki Hagþenkis - umsóknarfrestur til 18. apríl kl. 12

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um eftirtalda styrki:
16. mars 2017

Leiðbeiningar til umsækjanda um styrki Hagþenkis

Á heimasíðu Hagþenkis, á slánni til vinstri, eru úthlutunarreglur fyrir starfsstyrki til ritstarfa og ferða- og menntastyrki en þeir síðarnefndu eru eingöngu fyrir félagsmenn Hagþenkis.
9. mars 2017

Aðalfundur Hagþenkis verður haldinn 14. mars kl. 17:45

Fundurinn verður haldinn í sal Dagsbrúnar, Þórunnartún 2 / Skúlatún 2. 4. hæð, 105 Reykjavík.

Dagskrá verður sem hér segir:
1. mars 2017

Viðurkenning Hagþenkis 2016


Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 1. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfnmiðvikudaginn en hana hlaut fræðimaðurinn Viðar Hreinsson fyrir bókina, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem Lesstofan gefur út. Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði um ritið: Með nærfærnum hætti er fjallað um ævintýralegt lífshlaup manns á mörkum forneskju og nútímafræða í samhengi við evrópska vísindasögu. Viðurkenningin felst í árituðu skjali og einni milljón króna sem er sama upphæð og veitt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen fluttu við athöfnina hluta af Snjáfjallavísum sem Jón Guðmundson lærði orti 1611 og 1612  til að kveða niður draug á Stað á Snæfjöllum, Snjáfjalladrauginn.    

Hagþenkir– félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit og námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna 10 höfunda og rit sem þykja framúrskarandi og til greina koma. Viðurkenningarráð Hagþenkis, skipað fimm félagsmönnum, ákvarðar tíu tilnefningarnar og hvaða höfundur hlýtur að lokum viðurkenninguna. Í Fréttablaðinu birtist leiðari eftir Magnús Guðmundsson þar sem vakin var athygli á  starfi Hagþenkis og hinum árlegum tilnefningum og Viðurkenningunni. http://www.visir.is/almennt-stand/article/2017170309992 

Hér fyrir neðan er ávarp Viðars Hreinsson flutt í Þjóðarbókhlöðunni:
1. mars 2017

Bækur eftir Viðar Hreinsson

1. mars 2017

Greinargerð Viðurkenningarráð Hagþenkis


Kristinn Haukur Skarphéðinsson náttúrufræðingur flutti greinargerð Viðurkenningaráðsins en ráðið skipuðu auk hans þau
Baldur Sigurðsson málfræðingur, Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræðingur, Kristinn Haukur Skarphéðinsson náttúrufræðingur, Sólrún  Harðardóttir námsefnishöfundur og Þórunn Blöndal íslenskufræðingur.
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón