ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
4. desember 2018

Tilnefningar til FjöruverðlaunannaGleði ríkti á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur 3. desember 2018 þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:
Fræðibækur og rit almenns eðlis

Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur
Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur
Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal

Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Unnur Jökulsdóttir.


Fagurbókmenntir
3. desember 2018

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Til­nefn­ing­ar til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna 2018 voru kynnt­ar í 30. sinn við hátíðlega at­höfn á Kjar­vals­stöðum 1 desember. 
 (Frétt á Mbl 1. des 2018. Hinir til­nefndu á Kjar­vals­stöðum. Ljós­mynd/​Lár­us Karl Inga­son)

Til­nefnt er í flokki barna- og ung­menna­bóka, fræðibóka og rita al­menns efn­is og fag­ur­bók­mennta, en fimm bæk­ur eru til­nefnd­ar í hverj­um flokki. For­menn dóm­nefnd­anna þriggja, sem valið hafa til­nefn­ing­arn­ar, munu í fram­hald­inu koma sam­an ásamt Gísla Sig­urðssyni, sem er for­seta­skipaður formaður, og velja einn verðlauna­hafa úr hverj­um flokki.

Verðlaun­in verða af­hent á Bessa­stöðum um mánaðamót­in janú­ar-fe­brú­ar á kom­andi ári af for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­syni.Verðlauna­upp­hæðin er ein millj­ón króna fyr­ir hvert verðlauna­verk. 

Til­nefn­ing­ar í flokki fræðibóka  og rita al­menns efn­is:

Þján­ing­ar­frelsið. Óreiða hug­sjóna og hags­muna í heimi fjöl­miðla eft­ir Auði Jóns­dótt­ur, Báru Huld Beck og Stein­unni Stef­áns­dótt­ur
Flóra Íslands. Blóm­plönt­ur og birkn­ing­ar eft­ir Hörð Krist­ins­son, Jón Bald­ur Hlíðberg og Þóru Ell­en Þór­halls­dótt­ur
Bóka­safn föður míns eft­ir Ragn­ar Helga Ólafs­son
Krist­ur. Saga hug­mynd­ar eft­ir Sverri Jak­obs­son
Skúli fógeti - faðir Reykja­vík­ur eft­ir Þór­unni Jörlu Valdi­mars­dótt­ur

Dóm­nefnd skipuðu Knút­ur Haf­steins­son, Kol­brún Elfa Sig­urðardótt­ir og Þór­unn Sig­urðardótt­ir, formaður nefnd­ar.

Til­nefn­ing­ar í flokki  barna- og ung­menna­bóka:
23. október 2018

Veittar þóknanir

Hagþenkir auglýsti í september eftir umsóknum höfunda um þóknanir vegna ljósritunar og skönnunar. Áttatíu og sex gildar umsóknir bárust. Stjórn Hagþenkis metur umsóknirnar út frá rökstuðningi umsækjanda. Tuttugu og sjö hlutu 35.000 kr., 55 umsækjendur 70.000 kr. og fjórir  umsækjendur 100.000 kr hver. Samtals kr. 5.195.000. Þá hlutu 7 umsækjendur af átta þóknun vegna fræðslu- og heimildamynda sem sýndar voru i sjónvarpi 2015–2017. Úthlutunin tekur mið af annars vegar lengd í mínútum og hins vegar fjölda mynda sem handritshöfundurinn tilgreinir í umsókninni.  Greitt var helmingi meira fyrir langa mynd 90 mín) en fyrir venjulega mynd um 50 mínútur. Samtals kr. 1.500.000. 

Eftirfarandi hlutu þóknun vegna ljósritunar og skönnunar: 
16. október 2018

Veittir ferða- og menntastyrkir - hinir síðari

Stjórn Hagþenkis ákvarðaði á síðasta stjórnarfundi að veita tuttugu og tveimur umsækjandum ferða- og menntastyrk og nemur upphæðin samtals 1.756.546 kr. Þeir sem fara til Evrópu fá 75.000 kr. en til annarra heimsálfa 100.000 kr. Fjórum umsóknum var hafnað að þessu sinni. Í vor verður aftur auglýst eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrk. 

Eftirfarandi umsækjendur hlutu styrk:
7. september 2018

Hagþenkir auglýstir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntastyrki

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntunarstyrki, síðari úthlutun. Umsóknarfrestur rennur út þriðjudaginn 25.  september kl. 16.
21. ágúst 2018

Skýrsla starfshóps um bókmenningarstefnu

Haustið 2017 skipaði þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra Kristján Þór Júlíusson starfshóp um gerð bókmenningarstefnu. Hópnum var gert að móta bókmenningarstefnu og skila tillögum um hvernig stuðningskerfi rithöfunda sé best háttað, námsbókaútgáfu, rafrænu námsefni og hljóðbókum, útgáfu barnabóka og kaupum safna á bókakosti.
Starfshópinn skipuðu: Kristrún Lind Birgisdóttir formaður, Páll Valsson skipaður án tilnefningar, Egill Örn Jóhannsson tilnefndur af Félagi íslenskra bókaútgefenda, Kristín Helga Gunnarsdóttir tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands, Salka Guðmundsdóttir tilnefnd af Miðstöð íslenskra bókmennta, Jón Yngvi Jóhannsson tilnefndur af Hagþenki og Sigurður Guðmundsson tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.  

Skýrslan er birt á vef stjórnarráðsins á vefsíðunni: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=196c1035-18a1-11e8-9428-005056bc530c
13. júní 2018

Styrkir til ritstarfaHagþenkir auglýsti í vor eftir umsóknum, annars vegar um starfsstyrki til ritstarfa og til úthlutunar 15 milljónir kr. og hins vegar eftir umsóknum um handritsstyrki og til úthlutunar þrjár milljónir kr. Alls bárust 84 gildar umsóknir um starfsstyrki til ritstarfa og þar af hlutu 28 verkefni styrk. Fimm verkefni hlutu hæsta styrk kr. 900.000, eitt 800.000 kr. og sex hlutu kr. 600.000. Í úthlutunarráðinu voru: Hafþór Guðjónsson, Kristín Svava Tómasdóttir og Unnur Óttarsdóttir. Níu umsóknir bárust um handritsstyrk og hlutu sjö umsækjendur styrk. Í úthlutunarráði handritstyrkja voru: Árni Hjartarson, Helgi Máni Sigurðsson og Sólveig Ólafsdóttir. 

Eftirfarandi umsækjendur hlutu starfsstyrk til ritstarfa: 

Auður Viðarsdóttir. Kynjaðar víddir tækni og tónlistarsköpunar. Kr. 350000
Ágúst H. Bjarnason. Mosar á Íslandi. Blaðmosum, flatmosum og hornmosum lýst í máli og myndum. Kr. 450000
Agústa Oddsdóttir. Myndlistin býr í hverjum manni . Kr. 900000
Árni Einarsson. Tíminn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi. Kr. 350000
Ásdís Ósk Jóelsdóttir. Textíl- og neytendafræði. Kr. 600000
Bjarni Benedikt Björnsson. KLAKI - gagnagrunnur um grunnorðaforða íslensku, 3. verkhluti. Kr. 450000
Clarence E. Glad. Ævisaga Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852). Kr. 600000
Gerður G. Óskarsdóttir. Tækifæri framhaldsskólanemenda til frumkvæðis; Samvinna nemenda. Kr. 300000
Guðmundur Kristinn Sæmundsson. Íþróttapælingar. Kr. 400000
Guðmundur Magnússon. Saga séra Friðriks. Kr. 600000
Guja Dögg Hauksdóttir. BORG OG BÝ _ byggingarlist og hönnun. Kr.  600000
Gylfi Gunnlaugsson. Þættir úr viðtökusögu norrænna fornbókmennta. Kr. 450000
Halldóra Arnardóttir. Lífið er LEIK-fimi: Örn Ingi Gíslason. Kr. 900000
Harpa Björnsdóttir og Helga Hjörvar. Dunganon: list- og lífsferill listamannsins Karls Einarssonar Dunganons. Kr. 900000
Jon Bergmann Kjartansson - Ransu. Hreinn hryllingur: Listaverkið sem framandi fyrirbæri. Kr. 450000
Jóhanna Katrín Friðriksdóttir. Valkyrie. Women in the Viking Age in Life and Legend. Kr. 900000
Jón Viðar jónsson. Stjörnur og stórveldi í íslensku leikhúsi 1925-1970. Kr. 300000
Kolbeinn Bjarnason. Helguleikur. Saga Helgu Ingólfsdóttur og Sumartónleika í Skálholtskirkju.  Kr. 900000
Kristín Jónsdóttir. Vinnuheitið á íslensku er Jafnréttisvefurinn.is og á ensku IceGenderEqu.is.  Kr. 600000
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Húslækningar og heimaráð. Kr. 400000
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir. Bína  Kr. 800000
Sigrún Aðalbjarnardóttir. Þroskabrautin: Samskipti, áhættuhegðun og styrkleikar ungs fólks. Kr. 450000
Sigrún Helgadóttir. Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings. Kr.  300000
Sólveig Einarsdóttir og Elínborg Ragnarsdóttir. Skáld skrifa þér - lærdómsöld til nýrómantíkur - 1550-1920. Kr. 450000
Steinn Kárason. Martröð með myglusvepp. Kr. 300000
Þorsteinn Helgason. The Corsairs' Longest Voyage. The Turkish Raid in Iceland 1627. Kr. 400000
Þorsteinn Vilhjálmsson. Skýin eftir Aristófanes í þýðingu Karls Guðmundssonar leikara. Kr.  300000
Þorvaldur Kristinsson. Í skugga alnæmis: Þættir úr sögu íslenskra homma. Kr. 600000

Eftirfarandi höfundar og verkefni hlutu handritsstyrk: 

Arthúr Björgvin Bollason. Verksummerki. Heimildamynd um Steinunni Sigurðardóttur. Kr. 600. 000.
Ásdís Thoroddsen. Gósenlandið. Kr. 800.000. 
Baldur Hafstað. Landnámskarlar og konur. Kr. 550.000. 
Dögg Mósesdóttir. Aftur heim? Kr. 400.000. 
Guðbergur Davíðsson. Hornstrandir - heimildamynd um náttúru og sögu byggðar sem hvarf. Kr. 200. 000.
Huginn Þór Grétarsson. Heimildarmynd um foreldrajafnrétti. Kr. 200.000. 
Kári G. Schram. K2, ferð til himna. Kr. 250.000 kr.
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón