ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
15. maí 2019

Rannís úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna og Þróunarsjóði námsgagn


Úthlutun 2019 úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna
https://www.rannis.is/frettir/uthlutun-ur-starfslaunasjodi-sjalfstaett-starfandi-fraedimanna-1-2
 

Úthlutun 2019 úr Þróunarsjóði námsgagna 
https://www.rannis.is/frettir/uthlutun-ur-throunarsjodi-namsgagna-2019
 
8. apríl 2019

Leiðbeiningar til umsækjanda - vinsamlegast lesið og reglurnar

5. apríl 2019

Auglýsing um styrki Hagþenkis - umsóknarfrestur til 26. apríl. kl. 13

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um eftirtalda styrki:
 
20. mars 2019

Breytingar á stjórn eftir aðalfund 3. apríl og samþykktar lagabreytingar

Á aðalfundi Hagþenkis sem haldinn var 3. apríl kl. 17 var kosinn nýr formaður félagsins, Svanhildur Kr. Sverrisdóttir menntunarfræðingur og námsefnishöfundur. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur bauð sig ekki fram til endurkjörs. Hann hefur verið formaður síðan árið 2007 og í þrjú ár áður framkvæmdastjóri. Honum þakkað gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og þeim Þorsteini Helgasyni, varaformanni, Sigríði Stefánsdóttur og Sigmundi Einarssyni sem hættu í stjórn. 

Meðstjórnendur:
Ásdís Lovísa Grétarsdóttir framhaldsskólakennari, endurkjörin
Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarkona, ný í stjórn
Henrý Alexander Henrýsson, heimspekingur, nýr í stjórn
Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, nýr í stjórn

Fulltrúarráð: 
12. mars 2019

Félagsfundur fyrir höfunda námsefnis fyrir grunnskóla, 13. mars kl. 17. - 18:15

Félagsfundur -  samtal um samninga við námsefnishöfunda sem skrifa fyrir Menntamálastofnun
 
Um þessar mundir vinnur samninganefnd á vegum Hagþenkis að endurskoðun samnings um námsefni sem Menntamálastofnun gefur út. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir leiðir samninganefndina fyrir hönd Hagþenkis. Í nefndinni eru auk hennar Kolbrún Hjaltadóttir og Erna Jessen. Hagþenkir býður af því tilefni til félagsfundar fyrir námsefnishöfunda miðvikudaginn 13. mars kl. 17–18.15. Fundurinn verður haldinn í sal Bókasafns Dagsbrúnar, í Þórunnartúni 2. 4. hæð, 105. Reykjavík. Samninganefndin og stjórn Hagþenkis hvetur námsefnishöfunda til að mæta.
6. mars 2019

Kristín Svava Tómasdóttir hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2018

   Viðurkenning Hagþenkis var veitt 6. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn, og  hana hlaut Kristín Svava Tómasdóttir fyrir ritið, Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar, sem  Sögufélag gaf út.                                                           
 Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði um ritið: Brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni. Viðurkenninguna veitti  formaður Hagþenkis Jón Yngi Jóhannsson, sem felst hún í árituðu skjali og 1.250.000 kr. Tónlist fluttu Tómas R. Einarsson og Sigríður Thorlacius, meðal annars við ljóð Kristínar Svövu.
 
Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt Viðurkenningu fyrir fræðirit og námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna 10 höfunda og rit sem þykja framúrskarandi og til greina koma. Viðurkenningarráð Hagþenkis, skipað félagsmönnum til tveggja ára í senn, ákvarðar tilnefningarnar og hvaða rit og höfundur hlýtur Viðurkenninguna. Í Viðurkenningarráðinu fyrir útgáfuárið 2018 sátu: Auður Styrkársdóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Henry Alexander Henrysson og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir.

Þakkarræða Kristínar Svövu Tómasdóttur. 
6. mars 2019

Rökstuðningur Viðurkenningarráðsins


Viðurkenningarráðið fyrir útgáfuárið 2018: Auður Styrkársdóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Henry Alexander Henrysson og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir.

Rökstuðningur Viðurkenningarráðsins: Fluttur af Auði Styrkársdóttur.
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón