ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
1. febrúar 2018

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2017


Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2017 voru kynntar af formanni Hagþenkis, Jóni Yngva Jóhannssyni, í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnið fimmtudaginn 1. feb. kl. 17 í Borgarbókasafni, Grófarhúsi.
Viðurkenning Hagþenkis verður veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni um mánaðamót febrúar og mars og felst í sérstöku viðurkenningarskjali og 1.250.000 kr. Á Degi bókarinnar þann 23. apríl standa Hagþenkir og Borgarbókasafnið að fyrir kynningu á tilnefndum bókum í samstarfi við höfunda þeirra. 

Efirfarandi höfundar og rit hlutu tilnefningu: 

Aðalheiður Jóhannsdóttir. Inngangur að skipulagsrétti – lagarammi og réttarframkvæmd. Háskólaútgáfan.
Heildstætt rit um flókinn heim skipulagsréttar. Handbók sem gagnast bæði lærðum og leikum.
 
Ásdís Jóelsdóttir. Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun. Háskólaútgáfan.
Margþætt rannsókn í textílfræði sem lýsir samspili handverks, hönnunar og sögu prjónaiðnaðar í fallegri útgáfu.
 
Egill Ólafsson † og Heiðar Lind Hansson. Saga Borgarness I og II. – Byggðin við Brákarpoll og Bærinn við brúna. Borgarbyggð og Opna.
Áhugaverð saga sem á sér skýran samhljóm í þróun Íslandsbyggðar almennt, studd ríkulegu og fjölbreyttu myndefni.
 
Hjálmar Sveinsson og Hrund Skarphéðinsdóttir. Borgin – heimkynni okkar. Mál og menning.
Fróðleg hugvekja og framlag til þjóðfélagsumræðu um skipulag, lífshætti og umhverfismál í borgarsamfélagi.
 
Stefán Arnórsson. Jarðhiti og jarðarauðlindir. Hið íslenska bókmenntafélag.
Einstaklega ítarlegt rit um auðlindir í jörðu og brýn áminning um að huga að sjálfbærni við nýtingu náttúruauðæfa.
 
Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson. Ójöfnuður á Íslandi – skipting tekna og eigna í fjölþjóðlegu samhengi. Háskólaútgáfan.
Skýr og aðgengileg greining á þróun eigna og tekna á Íslandi og misskiptingu auðs í alþjóðlegum samanburði.
 
Steinunn Kristjánsdóttir. Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Sögufélag og Þjóðminjasafn Íslands.
Umfangsmikil og vel útfærð rannsókn sem varpar nýju ljósi á sögu klausturhalds á Íslandi. Frásagnarstíll höfundar gefur verkinu aukið gildi.
 
Unnur Jökulsdóttir. Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk. Mál og menning.
Óvenju hrífandi frásagnir af rannsóknum við Mývatn og sambandi manns og náttúru.
 
Úlfar Bragason. Frelsi, menning, framför – um bréf og greinar Jóns Halldórssonar. Háskólaútgáfan.
Næm lýsing á sjálfsmynd, væntingum og viðhorfum vesturfara við aðlögun þeirra að samfélagi og menningu Norður-Ameríku.
 
Vilhelm Vilhelmsson. Sjálfstætt fólk – vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Sögufélag.
Aðgengilegt og vel skrifað rit sem sýnir hvernig vinnufólk fyrri tíma gat haft áhrif á bága stöðu sína með hversdagslegu andófi og óhlýðni.

Viðurkenningarráð Hagþenkis er ævinlega skipað fimm félagmönnum til tveggja ára i senn í því eru: Auður Styrkársdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Henry Alexander Henrysson, Helgi Björnsson og Sólrún Harðardóttir.
31. janúar 2018

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017


Unnur Jökulsdóttir, Áslaug Jónsdóttir og  Kristín Eiríksdóttir eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 30. janúar. Verðlaun voru veitt í þremur flokkum.
  • Unnur Jökulsdóttir hlaut verðlaun fyrir bókina Undur Mývatns: um fugla, flugur, fiska og fólk í flokki fræðirita og bóka almenns efnis.
  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler hlutu verðlaun í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Skrímsli í vanda.
  • Kristín Eiríksdóttir hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt.
  •  
25. janúar 2018

Fjöruverðlaunin

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 15. janúar 2018. Verðlaunin hlutu í flokki fræðibóka og rita almenns, Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur. Í flokki fagurbókmennta, Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur. Í flokki barna- og unglingabókmennta, Vertu ósýnilegur, flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.

Tilnefndar voru eftirfarandi bækur:
25. janúar 2018

Þróunarsjóður námsgagna auglýsir eftir umsóknum - til 31. janúar kl. 16.

Í sjóðinn geta sótt kennara, höfunda námsefnis og útgáfufyrirtæki sem koma að gerð námsefnis fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla. Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Stjórn þróunarsjóðs námsgagna hefur ákveðið að hækka styrkupphæðir sjóðsins frá og með úthlutunarlotu ársins 2018. Nú er hægt að sækja um styrk að hámarki 2,0 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 31. janúar kl. 16:00. Rannís hefur umsýslu með sjóðnum. Sjá nánari upplýsingar á  rannis.is  og https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/throunarsjodur-namsgagna/umsoknir-og-eydublod/
25. janúar 2018

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna


Föstudaginn 1. desember voru kynntar á Kjarvalsstöðum 15 bækur sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017. Tilnefnt er í þremur flokkum; flokki barna- og ungmennabóka, fagurbókmennta og fræðirita og bóka almenns efnis og eru fimm bækur tilnefndar í hverjum flokki. 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis: 

Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórar
Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874
Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna

Steinunn Kristjánsdóttir
Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir
Útgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands

Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóri
Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010
Útgefandi: Skrudda

Unnur Þóra Jökulsdóttir
Undur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólk
Útgefandi: Mál og menning

Vilhelm Vilhelmsson
Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld
Útgefandi: Sögufélag

Dómnefnd skipuðu: Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.
8. nóvember 2017

Veittar þóknanir til höfunda

Stjórn Hagþenkis ákvarðar þóknanir til höfunda vegna ljósritunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera og vegna stafrænnar fjölföldunar í háskólum. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Hagþenkis 2017 voru 5.000.000 kr. til skiptanna. Að þessu sinni bárust 83 umsóknir og voru þær flokkaðar í þrjá flokka eftir áætluð umfangi um notkun og tekur stjórn Hagþenkis fyrst og fremst mið af rökstuðningi umsækjanda. Niðurstaða stjórnar var að veita þremur umsækjendum 100.000 kr., 70.000 kr. fengu 51 og 29 fengu 35.000 kr. Samtals kr. 4.885.000
Þá var einnig auglýst eftir umsóknum um þóknanir til rétthafa fræðslu- og heimildamynda og þátta sem sýndir voru í sjónvarpi árið 2014-2017. Til úthlutunar voru 100.000 kr. Tveir rétthafar hlutu þóknun og kr. 50.000 hver. 

Eftirtaldir hlutu þóknun: 
17. október 2017

​Ferða- og menntastyrkir- hinir síðari

Stjórn Hagþenkis samþykkti að veita 15 umsækjendum ferða- og menntastyrk en fimm umsóknum var hafnað að þessu sinni. Styrkur til ferðar utan Evrópu 100.000 kr. en aðrir fengu 75.000 kr. eins og verið hefur.
Eftirfarandi umsækjendur hlutu styrk: 
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón