ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
8. janúar 2019

Tillaga til þingsályktunar um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi.

4. janúar 2019

Verðlaun bóksala 2018

Tilkynnt var í Kiljunni á Rúv þann 12. desember hvaða bækur hljóta verðlaun bóksala í ár og eru þau veitt í átta flokkum.

Handbækur

Í flokki handbóka lenti Flóra Íslands eftir Þóru Ellen Þórhallsdóttur, Hörð Kristinsson og Jón Baldur Hlíðberg í fyrsta sæti, Stund klámsins eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur í öðru sæti og Gleðin að neðan eftir Ninu Brochmannog Ellen Støkken Dahl (í þýðingu Sögu Kjartansdóttur) í þriðja sæti.

Ævisögur

Hasim eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur hlaut efsta sætið í flokki ævisagna, Hornauga eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur hlaut annað sæti og Skúli fógeti eftir Þórunni Jörlu Valdimarsdóttur lenti í þriðja sæti ásamt Hundakæti eftir Þorstein Vilhjálmsson.
4. janúar 2019

Þróunarsjóður námsgagna hjá Rannís auglýsir eftir umsóknum - til 31. jan. kl. 16

Þróunarsjóður námsgagna er í umsókn Rannis  Á heimsíðu sjóðiins er auglýsing þar sem segir: 
4. desember 2018

Tilnefningar til FjöruverðlaunannaGleði ríkti á Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur 3. desember 2018 þegar níu bækur voru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna.

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:
Fræðibækur og rit almenns eðlis


Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur
Skiptidagar – Nesti handa nýrri kynslóð eftir Guðrúnu Nordal
Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla eftir Auði Jónsdóttur, Báru Huld Beck og Steinunni Stefánsdóttur

Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Unnur Jökulsdóttir.

Fagurbókmenntir
3. desember 2018

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Til­nefn­ing­ar til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna 2018 voru kynnt­ar í 30. sinn við hátíðlega at­höfn á Kjar­vals­stöðum 1 desember. 
 (Frétt á Mbl 1. des 2018. Hinir til­nefndu á Kjar­vals­stöðum. Ljós­mynd/​Lár­us Karl Inga­son)

Til­nefnt er í flokki barna- og ung­menna­bóka, fræðibóka og rita al­menns efn­is og fag­ur­bók­mennta, en fimm bæk­ur eru til­nefnd­ar í hverj­um flokki. For­menn dóm­nefnd­anna þriggja, sem valið hafa til­nefn­ing­arn­ar, munu í fram­hald­inu koma sam­an ásamt Gísla Sig­urðssyni, sem er for­seta­skipaður formaður, og velja einn verðlauna­hafa úr hverj­um flokki.

Verðlaun­in verða af­hent á Bessa­stöðum um mánaðamót­in janú­ar-fe­brú­ar á kom­andi ári af for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­syni.Verðlauna­upp­hæðin er ein millj­ón króna fyr­ir hvert verðlauna­verk. 

Til­nefn­ing­ar í flokki fræðibóka  og rita al­menns efn­is:

Þján­ing­ar­frelsið. Óreiða hug­sjóna og hags­muna í heimi fjöl­miðla eft­ir Auði Jóns­dótt­ur, Báru Huld Beck og Stein­unni Stef­áns­dótt­ur
Flóra Íslands. Blóm­plönt­ur og birkn­ing­ar eft­ir Hörð Krist­ins­son, Jón Bald­ur Hlíðberg og Þóru Ell­en Þór­halls­dótt­ur
Bóka­safn föður míns eft­ir Ragn­ar Helga Ólafs­son
Krist­ur. Saga hug­mynd­ar eft­ir Sverri Jak­obs­son
Skúli fógeti - faðir Reykja­vík­ur eft­ir Þór­unni Jörlu Valdi­mars­dótt­ur

Dóm­nefnd skipuðu Knút­ur Haf­steins­son, Kol­brún Elfa Sig­urðardótt­ir og Þór­unn Sig­urðardótt­ir, formaður nefnd­ar.

Til­nefn­ing­ar í flokki  barna- og ung­menna­bóka:
23. október 2018

Veittar þóknanir

Hagþenkir auglýsti í september eftir umsóknum höfunda um þóknanir vegna ljósritunar og skönnunar. Áttatíu og sex gildar umsóknir bárust. Stjórn Hagþenkis metur umsóknirnar út frá rökstuðningi umsækjanda. Tuttugu og sjö hlutu 35.000 kr., 55 umsækjendur 70.000 kr. og fjórir  umsækjendur 100.000 kr hver. Samtals kr. 5.195.000. Þá hlutu 7 umsækjendur af átta þóknun vegna fræðslu- og heimildamynda sem sýndar voru i sjónvarpi 2015–2017. Úthlutunin tekur mið af annars vegar lengd í mínútum og hins vegar fjölda mynda sem handritshöfundurinn tilgreinir í umsókninni.  Greitt var helmingi meira fyrir langa mynd 90 mín) en fyrir venjulega mynd um 50 mínútur. Samtals kr. 1.500.000. 

Eftirfarandi hlutu þóknun vegna ljósritunar og skönnunar: 
16. október 2018

Veittir ferða- og menntastyrkir - hinir síðari

Stjórn Hagþenkis ákvarðaði á síðasta stjórnarfundi að veita tuttugu og tveimur umsækjandum ferða- og menntastyrk og nemur upphæðin samtals 1.756.546 kr. Þeir sem fara til Evrópu fá 75.000 kr. en til annarra heimsálfa 100.000 kr. Fjórum umsóknum var hafnað að þessu sinni. Í vor verður aftur auglýst eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrk. 

Eftirfarandi umsækjendur hlutu styrk:
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón