ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
7. september 2019

62% hækkun framlaga til bóksafnssjóðs höfunda

Frétt tekin af vef mennta - og menningarmálaráðuneytisins 7. september 2019 en vert er að geta þess að bæði Rithöfundasamband Íslands og Hagþenkir, hafa barist fyrir að framlags í bókasafnsjóð höfunda yrði hækkað. 
Til marks um áherslur stjórnvalda sem stuðla vilja að bættu læsi og styrkja stöðu íslenskrar tungu hækka framlög í bókasafnssjóð höfunda um 62% samkvæmt nýkynntu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020. Sjóðurinn úthlutar greiðslum vegna afnota á bókasöfnum til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa í samræmi við útlán. Sjóðurinn veitir rúmlega 76 milljónum kr. á þessu ári en mun á því næsta veita um 125 milljónum kr. til höfunda sem rétt eiga á greiðslum úr honum.
4. september 2019

Auglýst er eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntastyrki

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntunarstyrki, síðari úthlutun. Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 20. september kl. 16.

Þóknanir vegna ljósritunar, stafrænnar fjölföldunar o. fl.
Óskað er eftir umsóknum um þóknanir vegna ljósritunar og stafrænnar fjölföldunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera 2017-2018. Til úthlutunar eru allt að 5.000.000.- kr.

Þóknanir til rétthafa á fræðslu- og heimildarmyndum
Óskað er eftir umsóknum handritshöfunda, sem eru rétthafar á fræðslu- og heimildarmyndum og þáttum sem sýndir voru í sjónvarpi árin 2016–2018, um þóknanir sem Hagþenkir greiðir í framhaldi af gerðardómi um skiptingu tekna IHM, Innheimtumiðstöðvar gjalda, af geisladiskum, myndböndum og myndbandstækjum.      
Til úthlutunar eru allt að 1.500.000.- kr.

Ferða- og menntunarstyrkir  – fyrir félagsmenn Hagþenkis, síðari úthlutun
Óskað er eftir umsóknum um ferða- og menntunarstyrki Hagþenkis vegna síðari úthlutunar. Rétt til að sækja hafa þeir sem hafa verið félagar í Hagþenki í eitt ár og eru skuldlausir við félagið. Einungis er heimilt að sækja um vegna ferða sem hafa verið farnar. Umsækjendum senda umsókn og fylgiskjöl í gegnum heimasíðu Hagþenkis.       
 Til úthlutunar eru allt að 2.000.000.- kr.

Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur, rafræn umsóknareyðublöð og eyðublað fyrir skilagreinar eru á heimasíðunni. Umsækjendur fá rafræna staðfestingu, kennimark, um að umsókn hafi borist og það gildir sem kvittun.

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna / Þórunnartún 2, 2 hæð. Skrifstofa nr. 7. 105 Reykjavík / Sími 551-9599 / www.hagthenkir.is / hagthenkir@hagthenkir.is
3. september 2019

Svanhildur Kr. Sverrisdóttir nýr formaður Hagþenkis
Á aðalfundi Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, sem fram fór 3. apríl 2019, var Svanhildur Kr. Sverrisdóttir kosin nýr formaður stjórnar. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir er doktor í menntunarfræði. Sérsvið hennar er kennsluhættir og íslenskukennsla. Hún hefur einnig lokið háskólaprófi í list- og verkgreinum. Svanhildur hefur reynslu af kennslu á öllum skólastigum, stjórnsýslu, ritstjórn, verkefnisstjórn og námsefnisgerð.

Svanhildur tók við formennsku stjórnar af Jóni Yngva Jóhannssyni bókmenntafræðingi. Með henni í stjórn eru Ásdís Lovísa Grétarsdóttir framhaldsskólakennari, sem jafnframt er varaformaður, Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarkona, Henrý Alexander Henrýsson heimspekingur og Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur. .
3. september 2019

Breyting á lögum um skattlagningu tekna af höfundarréttindum.

Alþingi samþykkti 2. september 2019 lög um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (skattlagning tekna af höfundaréttindum). Sjá nánar: 
28. maí 2019

Starfsstyrkir Hagþenkis 2019Styrkir Hagþenkis 2019 voru tilkynntir af formanni Hagþenkis, Svanhildi Kr. Sverrisdóttur í sal Ljósmyndasafns Reykjavíkur og að viðstöddum styrkþegum og úthlutunarráðunum.
28. maí 2019

Veittir ferða- og menntastyrkir hinir fyrri

Stjórn Hagþenkis ákvarðaði á síðasta stjórnarfundi að veita sjö ferða- og menntastyrki. Samtals 550.000 kr. Þeir sem fara til Evrópu fá 75.000 kr. en til annarra heimsálfa 100.000 kr. Einni umsókn var hafnað að þessu sinni þar sem hún uppfyllti ekki skilyrðin. Í september verður aftur auglýst eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrki. 

Eftirfarandi hlutu styrk:
8. apríl 2019

Leiðbeiningar til umsækjanda - vinsamlegast lesið reglurnar

Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón