ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
28. maí 2020

Starfsstyrkir Hagþenkis til ritstarfa

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsti í apríl eftir umsóknum um starfsstyrki til ritstarfa. Til úthlutunar starfsstyrkja voru 16 milljónir. Alls bárust 71 umsóknir um starfsstyrk og af þeim hljóta 27 verkefni styrk.
Átta hlutu hæsta styrk kr. 900.000, einn 750.000 kr. og tveir 700.000 kr. Í úthlutunarráðinu fyrir starfsstyrki  voru eftirfarandi félagsmenn; Auður Pálsdóttir, Ingólfur V. Gíslason og Kristín Jónsdóttir.

Eftirfarandir hlutu starfsstyrk:
28. maí 2020

Handritsstyrkir Hagþenkis 2020

Hagþenkir auglýsti eftir umsóknum um handritstyrki í apríl og til úthlutunar voru 3.000.000 kr. Það bárust 17 umsóknir. Af þeim hlutu 11 styrk, þrír umsækjendur hlutu 400.000 kr. og aðrir þrír  300.000 kr. Í úthlutunarráði voru þrír félagsmenn Hagþenkis; Árni Hjartarson, Elísabet Margrét Ólafsdóttir og Kristinn Schram.

Eftirfarandi hlutu handritsstyrk. 
25. maí 2020

Aðalfundur Hagþenkir verður haldinn 3. júní kl. 17

Aðalfundur Hagþenkis verður haldinn 3. júní kl. 17 í sal Bókasafns Dagsbrúnar
Þórunnartúni 2 / Skúlatúni 2. 4. hæð, 105 Reykjavík
 
Dagskrá verður sem hér segir
:

Skýrsla stjórnar og reikningar
Tillaga formanns um skiptingu úthlutaðra tekna
Kjör stjórnar, formanns og fulltrúaráðs
Ákvörðun félagsgjalds fyrir næsta reikningsárs
Breytingartillögur á lögum félagsins
Önnur mál 

Framboð til formanns
Svanhildur Kr. Sverrisdóttir, íslensku- og menntunarfræðingur býður sig fram til endurkjörs.

Framboð til stjórnar
Ásdís L. Grétarsdóttir framhaldsskólakennari, býður sig fram til endurkjörs.
Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarmaður, býður sig fram til endurkjörs.
Henry Alexander Henrysson heimspekingur, býður sig fram til endurkjörs.
Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur, býður sig fram til endurkjörs.
 
Framboð til fulltrúaráðsins
Halldóra Jónsdóttir orðabókahöfundur, býður sig fram til endurkjörs.
Sólrún Harðardóttir menntunarfræðingur, býður sig fram til endurkjörs.
Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur, býður sig fram til endurkjörs.
Þorleifur Hauksson íslenskufræðingur, býður sig fram til endurkjörs.
Þórunn Sigurðardóttur bókmenntafræðingur, býður sig fram til endurkjörs.
 
Önnur framboð skulu berast skrifstofu félagsins með sjö daga fyrirvara.
22. maí 2020

Áskorun til stjórnvalda um hækkun fjárframlags til Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna

Mennta- og menningarmálaráðherra 
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Sölvhólsgötu 4
101 Reykjavík


Erindi: Beiðni um hækkun fjárframlags til Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna
18. maí 2020

Ferða-og menntastyrkir fyrri

​Stjórn Hagþenkis ákvarðaði á síðasta stjórnarfundi að veita sjö ferða- og menntastyrki. Samtals 700.00 kr. Þeir sem fara til Evrópu fá 75.000 kr. en til annarra heimsálfa 100.000 kr.
Í haust verður aftur auglýst eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrki. 
Eftirfarandi félagsmenn hlutu ferða- og menntastyrk.:
27. apríl 2020

​Sérstök úthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, vegna heimsfaraldurs Covid-19 Umsóknarfrestur 11. maí 2020

Átaksverkefni í menningu og listum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis vorið 2020.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur veitt Miðstöð íslenskra bókmennta 38 milljóna viðbótarfé, samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.
3. apríl 2020

Hagþenkir óskar eftir umsóknum um styrki - opið til 27. apríl kl. 13

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um eftirtalda styrki:
 
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón