ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
8. apríl 2019

Leiðbeiningar til umsækjanda - vinsamlegast lesið og reglurnar

Vinsamlegast athugið að þegar sótt er um styrk er stofnuð ný umsókn í gegnum heimasíðu Hagþenkis og á þar til gert eyðublað. Fyllið .þarf út alla stjörnumerkta reiti og vistið umsóknina eftir að þeir reitir hafa verið fylltir út. Sjá hnappinn vista neðst í umsóknareyðublöðunum sem kemur í staðinn fyrir send. Þegar umsókn er vistuð skráist hún og á umsækjandi að fá sent í tölvupósti sínum KENNIMARK umsóknar sinnar, sem er runa af hástöfum og tölum. Hver og ein umsókn fær sitt sérstaka kennimark. Með því er hægt að opna umsóknina og breyta henni, þar til umsóknarfresti lýkur.
Kennimarkið gildir sem kvittun og staðfesting á að umsókn hafi borist.

Til að netpóstur frá Hagþenki lendi síður í ruslboxi umsækjanda er mikilvægt að umsækjendur skrái netfang Hagþenkis, hagthenkir@hagthenkir.is í tölvuna sína og áður en ferlið hefst.

Vinsamlegast skoðið reglur um starfsstyrki og ferða- og menntastyrki áður en sótt er um. Þær eru að finna undir bláa flipanum til vinstri á síðunni sem heitir STYRKIR OG ÞÓKNANIR - UPPLÝSINGAR.

Varðandi fylgiskjöl, athugið að hámarkstærð hvers viðhengis er 30 megabæti og það ætti að duga. Stærri fylgiskjölum en það, er hægt að skila til skrifstofu Hagþenkis, en hún er lokuð, 10-19. apríl, vegna starfa erlendis. Kassi verður fyrir utan skrifstofu Hagþenkis og hægt að leggja í hann gögn. Framkvæmdastýra Reykjavíkur/Akademíunnar tekur þau til handargagns og kemur inn á skrifstofu Hagþenkis í lok vinnudags.

Í úthlutunarráðum Hagþenkis, hvoru um sig, sitja þrír félagsmenn til tveggja ára i senn og ráðin ákvarða hvaða umsóknir hljóta styrk.

Starfsstyrkir verða tilkynntar í maí og stefnt að því að greiða þá út um mánaðamót maí og júní að öllu forfallalausu.
Ferða- og menntastyrkir eru afgreiddir af stjórn Hagþenkis og stefnt að því að greiða þá út í maí að öllu forfallalaus.
5. apríl 2019

Auglýsing um styrki Hagþenkis - opið til 26. apríl. kl. 13

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um eftirtalda styrki:
 
Starfsstyrkir til ritstarfa
Til úthlutunar eru 15.000.000.- kr.
 
Starfsstyrkir vegna handritsgerðar fræðslu- og heimildarmynda
Til úthlutunar eru 3.000.000.- kr.
 
Ferða- og menntunarstyrkir fyrir félagsmenn Hagþenkis
Til úthlutunar á vorönn eru 2.000.000.- kr.
 
Umsóknarfrestur til 26. apríl kl. 13.
 
Allar nánari upplýsingar, úthlutunarreglur og rafræn umsóknareyðublöð eru á heimasíðu félagsins: www.hagthenkir.is
Umsækjendur fá rafræna staðfestingu í tölvupósti og kennimark umsóknarinnar. Það gildir sem kvittun og gefur færi á að lagfæra eða breyta umsókninni þar til umsóknarfresti lýkur.
 
Hagþenkir, Þórunnartúni 2. 105. Rvk. Sími 551-9599/ hagthenkir@hagthenkir.is
20. mars 2019

Breytingar á stjórn eftir aðalfund 3. apríl og samþykktar lagabreytingar

Á aðalfundi Hagþenkis sem haldinn var 3. apríl kl. 17 var kosinn nýr formaður félagsins, Svanhildur Kr. Sverrisdóttir menntunarfræðingur og námsefnishöfundur. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur bauð sig ekki fram til endurkjörs. Hann hefur verið formaður síðan árið 2007 og í þrjú ár áður framkvæmdastjóri. Honum þakkað gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og þeim Þorsteini Helgasyni, varaformanni, Sigríði Stefánsdóttur og Sigmundi Einarssyni sem hættu í stjórn. 

Meðstjórnendur:
Ásdís Lovísa Grétarsdóttir framhaldsskólakennari, endurkjörin
Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarkona, ný í stjórn
Henrý Alexander Henrýsson, heimspekingur, nýr í stjórn
Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, nýr í stjórn

Fulltrúarráð: 
12. mars 2019

Félagsfundur fyrir höfunda námsefnis fyrir grunnskóla, 13. mars kl. 17. - 18:15

Félagsfundur -  samtal um samninga við námsefnishöfunda sem skrifa fyrir Menntamálastofnun
 
Um þessar mundir vinnur samninganefnd á vegum Hagþenkis að endurskoðun samnings um námsefni sem Menntamálastofnun gefur út. Svanhildur Kr. Sverrisdóttir leiðir samninganefndina fyrir hönd Hagþenkis. Í nefndinni eru auk hennar Kolbrún Hjaltadóttir og Erna Jessen. Hagþenkir býður af því tilefni til félagsfundar fyrir námsefnishöfunda miðvikudaginn 13. mars kl. 17–18.15. Fundurinn verður haldinn í sal Bókasafns Dagsbrúnar, í Þórunnartúni 2. 4. hæð, 105. Reykjavík. Samninganefndin og stjórn Hagþenkis hvetur námsefnishöfunda til að mæta.
6. mars 2019

Kristín Svava Tómasdóttir hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2018

   Viðurkenning Hagþenkis var veitt 6. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn, og  hana hlaut Kristín Svava Tómasdóttir fyrir ritið, Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar, sem  Sögufélag gaf út.                                                           
 Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði um ritið: Brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni. Viðurkenninguna veitti  formaður Hagþenkis Jón Yngi Jóhannsson, sem felst hún í árituðu skjali og 1.250.000 kr. Tónlist fluttu Tómas R. Einarsson og Sigríður Thorlacius, meðal annars við ljóð Kristínar Svövu.
 
Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt Viðurkenningu fyrir fræðirit og námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekin upp sú nýbreytni að tilnefna 10 höfunda og rit sem þykja framúrskarandi og til greina koma. Viðurkenningarráð Hagþenkis, skipað félagsmönnum til tveggja ára í senn, ákvarðar tilnefningarnar og hvaða rit og höfundur hlýtur Viðurkenninguna. Í Viðurkenningarráðinu fyrir útgáfuárið 2018 sátu: Auður Styrkársdóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Henry Alexander Henrysson og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir.

Þakkarræða Kristínar Svövu Tómasdóttur. 
6. mars 2019

Rökstuðningur Viðurkenningarráðsins


Viðurkenningarráðið fyrir útgáfuárið 2018: Auður Styrkársdóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Henry Alexander Henrysson og Svanhildur Kr. Sverrisdóttir.

Rökstuðningur Viðurkenningarráðsins: Fluttur af Auði Styrkársdóttur.
21. febrúar 2019

Lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku 2018 nr. 130 20. desember

Markmið laganna er að efla útgáfu bóka íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun senn birta reglugerðina.
 
Í II. kafla, laganna um umsóknarferlið segir í c. lið: Endurgreiðsluhæfur kostnaður umsækjanda nemi a.m.k. 1.000.000 kr. vegna útgáfu þeirrar bókar sem er andlag stuðnings hverju sinni. Heimilt er að ákveða í reglugerð lægri fjárhæðarmörk fyrir bækur á stafrænum miðlum og tiltekna flokka bóka.
 
 f. lið: Umsækjandi leggi fram staðfestingu á greiðslum til höfunda eða rétthafa.
 
Staðfesting á greiðslum til höfunda er sem sagt ein af forsendum þess að endurgreiðsla fáist. Um er að ræða ákvæði sem RSÍ og Hagþenkir þrýstu á um, að yrði í lögunum og er því fagnað.
 
Rétt er að árétta við félagsmenn, höfunda, að farsælast er gera samning við útgefanda. Þeir geta hins vegar verið að ýmsum toga. en flestir á almennum markaði styðjast við útgáfusamning FIBÚT og RSÍ. 
https://rsi.is/samningar-og-taxtar/samningar-og-reglur/utgafusamningur/

Um þessar mundir vinnur samninganefnd á vegum Hagþenkis að endurgerð á samningi félagsins við Námsgagnastofnun frá árinu 2002  en við Menntamálastofnun, sem tók við hlutverki henna

Lög um stuðning við útgáfu bóka á íslensku 2018 nr. 130 20. desember. Tóku gildi 1. janúar 2019. 
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018130.html
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón