ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
15. desember 2017

Niðurstöður um lestur þjóðarinnar

Miðstöð íslenskra bókmennta lét nýlega gera könnun á viðhorfi þjóðarinnar til bóklesturs, þýðinga og opinbers stuðnings við bókmenntir. Niðurstöðurnar gefa tilefni til bjartsýni um framtíð bókmenntanna og tungunnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar les mikill meirihluti þjóðarinnar einungis eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum.
Niðurstöður sýna einnig að meirihlutinn er sammála þeirri fullyrðingu að mikilvægt sé að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Auk þess er meirihluti landsmanna sammála þeirri fullyrðingu að mikilvægt sé að íslensk bókmenning hafi aðgang að opinberum stuðningi.Sjá nánari umfjöllun á:  http://www.islit.is
7. desember 2017

Ályktun RSÍ og Hagþenkis

Stjórnir Rithöfundasambands Íslands og Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugangna, lýsa áhyggjum sínum af því að innbundnar bækur verði ekki lengur prentaðar hér á landi en stærsta prentsmiðja landsins, Oddi, mun hætta prentun innbundinna bóka á næsta ári. Við það mun mikil fagþekking glatast sem erfitt getur reynst að ná upp aftur.

Það er mikið hagsmunamál fyrir höfunda að bækur séu prentaðar á Íslandi. Íslenskur bókamarkaður er um margt sérstakur og mesta sölutímabilið stutt. Ljóst er að erfiðara verður að endurprenta bækur en áður og hætt við að vinsælar bækur seljist upp löngu fyrir jól. Þá er líklegt að fyrirkomulagið leiði til meiri sóunar þar sem útgefendur munu líklega láta prenta fleiri eintök af hverjum titli þegar framleiðslutíminn er lengri. Það er vafamál hvort þjóð sem hættir að prenta sínar eigin bækur geti með réttu kallað sig bókaþjóð.
6. desember 2017

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna – bókmenntaverðlauna kvenna voru kynnar á Borgarbókasafniinuí Grófinni  5. desember. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fræðibækur og rit almenns eðlis
Íslenska lopapeysan: Uppruni, saga og hönnun eftir Ásdísi Jóelsdóttur
Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur
Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk eftir Unni Jökulsdóttur

Dómnefnd skipuðu Helga Haraldsdóttir, Sigurrós Erlingsdóttir og Þórunn Blöndal.
5. desember 2017

Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunannaTilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 voru  tilkynntar 1. desember við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Formenn dómnefndanna þriggja munu ásamt forsetaskipuðum formanni velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verk.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðirita og bóka almenns efnis:

Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórar. Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874. Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna

Steinunn Kristjánsdóttir. Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Útgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands

 Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóri. Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010. Útgefandi: Skrudda

 Unnur Þóra Jökulsdóttir. Undur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólk. Útgefandi: Mál og menning

 Vilhelm Vilhelmsson. Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Útgefandi: Sögufélag

 Dómnefnd skipuðu: Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.
8. nóvember 2017

Veittar þóknanir til höfunda

Stjórn Hagþenkis ákvarðar þóknanir til höfunda vegna ljósritunar úr fræðiritum og kennslugögnum í skólum og öðrum stofnunum hins opinbera og vegna stafrænnar fjölföldunar í háskólum. Samkvæmt ákvörðun aðalfundar Hagþenkis 2017 voru 5.000.000 kr. til skiptanna. Að þessu sinni bárust 83 umsóknir og voru þær flokkaðar í þrjá flokka eftir áætluð umfangi um notkun og tekur stjórn Hagþenkis fyrst og fremst mið af rökstuðningi umsækjanda. Niðurstaða stjórnar var að veita þremur umsækjendum 100.000 kr., 70.000 kr. fengu 51 og 29 fengu 35.000 kr. Samtals kr. 4.885.000
Þá var einnig auglýst eftir umsóknum um þóknanir til rétthafa fræðslu- og heimildamynda og þátta sem sýndir voru í sjónvarpi árið 2014-2017. Til úthlutunar voru 100.000 kr. Tveir rétthafar hlutu þóknun og kr. 50.000 hver. 

Eftirtaldir hlutu þóknun: 
17. október 2017

​Ferða- og menntastyrkir- hinir síðari

Stjórn Hagþenkis samþykkti að veita 15 umsækjendum ferða- og menntastyrk en fimm umsóknum var hafnað að þessu sinni. Styrkur til ferðar utan Evrópu 100.000 kr. en aðrir fengu 75.000 kr. eins og verið hefur.
Eftirfarandi umsækjendur hlutu styrk: 
13. september 2017

Hagþenkir auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntastyrki

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsir eftir umsóknum um þóknanir og ferða- og menntunarstyrki, síðari úthlutun. Umsóknarfrestur rennur út fimmtudaginn 27.  september.
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón