Skilagreinar vegna styrkja

Skilagrein vegna starfsstyrkja til ritstarfa

Reglur um skilagrein vegna styrkja frá Hagþenki voru samþykktar á félagsfundi 28. febrúar 1995.

Þær gilda um starfsstyrki til ritstarfa og handritstyrki fræðslu- og heimildamynda.  Það er ekki ætlast til langrar greinargerðar en henni ber að skila á þar til gerðu rafrænu eyðublaði hét til hægri. 

Í reglum segir: Þeir sem hlotið hafa starfsstyrki frá félaginu skulu gera grein fyrir ráðstöfun fjárins eigi síðar en einu ári eftir að styrkurinn hefur verið afhentur. Frekari styrkveitingar eru háðar því að styrkþegi geri grein fyrir ráðstöfun fyrri styrks og að honum hafi verið varið í samræmi við upphaflegan tilgang.