starfsstyrkir til ritstarfa
Úthlutunarreglur fyrir starfsstyrki
- Rétt til að sækja um starfsstyrki hafa félagsmenn í Hagþenki og aðrir höfundar fræðirita og kennslugagna.
- Starfsstyrki skal veita til að vinna að ritun fræðirita og kennslugagna hvort sem verkin eru gefin út á prenti eða rafrænu formi. Starfsstyrkir eru veittir til ritstarfa en ekki til útgáfu, kynningar eða annars kostnaðar við útgáfu fræðirita og kennslugagna. Sérstök áhersla skal lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru hafin eða langt komin. Einnig er heimilt að veita höfundi styrk vegna verks sem er lokið. Ekki skal veita styrki til lokaverkefna í háskólanámi, s.s. meistara- eða doktorsritgerða.
- Umsækjandi skal gera grein fyrir eftirfarandi:
- Til hvaða starfa er sótt um styrk og hvaða upphæð. (Hámarksupphæð einstakra styrkja er 1.200.000.- kr.).
- Menntun umsækjanda, núverandi starf i og helstu ritverkum.
- Hvort umsækjandi hafi aðra styrki eða fái laun fyrir umrætt verk eða hafi sótt um aðra styrki.
- Hvaða gildi hann telji að samning og útgáfa verksins hafi.
- Hvaða líkur eru á að verkinu verði lokið og það gefið út.
- Sé sótt um styrk vegna verks, sem er lokið, skal gera grein fyrir því hvort laun hafi verið greidd fyrir samningu þess og hvers vænta megi um útgáfu og höfundarlaun.
- Þeir höfundar skulu að öðru jöfnu sitja fyrir sem ekki eiga kost á sæmilegri greiðslu fyrir verk sitt.
- Afgreiðsla umsókna skal vera í höndum sérstakrar úthlutunarnefndar sem kosin er af stjórn félagsins.
Úthlutunarreglur þessar voru endurskoðaðar og samþykktar á aðalfundi félagsins árið 2012