samningur hagþenkis við ríkisútvarið

                                            Þann 24. júní 1996 voru samningar Hagþenkis og Ríkisútvarpsins endurnýjaðir.

Samkvæmt samningnum verða hækkanir hliðstæðar þeim sem stofnunin samdi um við Rithöfundasambandið í nóvember 1995. Í þeim samningi var samið um 14% grunnhækkun í fjórum áföngum þannig að taxtar hækkuðu um 5% 1. desember 1995 og síðan 3% þann 1. júlí 1996 og 3% 1. júlí 1998 og árið 2000.

Frá því að fyrstu samningar Hagþenkis og Ríkisútvarpsins tókust hefur verið við það miðað að áður óbirt efni sem skilgreint er í 4. gr. a-lið væri greitt með sama taxta og frumsaminn skáldskapur í óbundnu máli. 

Í samningi Hagþenkis er þetta efni skilgreint þannig:

Frumsamið efni á góðu máli sem sætir tíðindum og krefst verulegrar undirbúningsvinnu og sérþekkingar. Þetta varðar fræðileg erindi, fræðilega samantekt, ævisögur og álitsgerðir.” Samningurinn tekur ekki til þáttagerðar en oft er miðað við hæsta taxta fyrir efni sem hefur birst áður.

Hliðstæðar greiðslur hafa einnig verið fyrir annars vegar skáldskap og hins vegar frumsamdar ritsmíðar af ýmsu tagi, s.s. fræðilega, til kennslu, hugvekju eða ævisögu þegar efnið er tekið til flutnings skv. heimild í höfundalögum. (Útvarpsstöð er skv. 23. gr. höfundalaga heimiluð útsending smærri ritverka, s.s. einstakra kvæða, smásagna, ritgerða, kafla úr stærri verkum hafi stöðin aflað sér heimildar til þess hjá rétthafasamtökum sem hafa hlotið lögformlega viðurkenningu menntamálaráðuneytisins.) Enn fremur eru hliðstæðar greiðslur fyrir framhaldslestur á skáldskap og fræðilegu efni sem hefur verið birt áður.

Í samningi Hagþenkis og Ríkisútvarpsins eru nokkur ákvæði sem ekki eiga hliðstæðu í öðrum samningum. Þar skiptir mestu að félagar í Hagþenki athugi ákvæði um greiðslur fyrir þátttöku í útvarpsþáttum. Þær eru mismunandi eftir því hvort hlutaðeigandi er einn eða ásamt öðrum eins og fram kemur á næstu síðu. Ákvæði samningsins gilda þegar þátttakendur koma fram sem rithöfundar, fræðimenn eða sérfræðingar en ekki þegar þeir eru kynntir sem fulltrúar stofnunar, félags eða fyrirtækis.

Ákvæði um endurtekningu eru að heita má óbreytt frá fyrri samningi, þ.e. að greitt skuli sem svarar 20% af upphaflegri greiðslu sé efni endurflutt innan 15 daga en að jafnaði 50% sé það endurflutt síðar.

Ekki tókst að fá viðurkennt að greitt skuli sérstaklega fyrir flutning nema þegar höfundur les sýnishorn í bókakynningarþáttum.

Taxtar, sem birtir eru hér á eftir, breytast ársfjórðungslega í samræmi við launavísitölu sem Hagstofa Ísland reiknar út.

Taxtar samkvæmt samningum Hagþenkis og Ríkisútvarpsins

Samningur þessi gildir um greiðslur fyrir flutning í útvarpi og sjónvarpi á ritverkum félagsmanna í Hagþenki – félagi höfunda fræðirita og kennslugagna.

Hér á eftir fer yfirlit um núgildandi taxta, frá 1. ágúst. 2023  fyrir flutning ýmiss konar efnis í hljóðvarpi og sjónvarpi og þátttöku í þáttum og umræðum. Uppfært er ársfjórðungslega.

Gjald fyrir tvítekningu, þ.e. endurflutningur innan 8 daga, skal vera 20% af greiðslu fyrir frumflutning.

Áður birt efni
(Verk sem 23. gr. höfundalaga nr. 73/1972 tekur til, sjá einnig skilgr. 2. gr 3. málsgr. höfundalaga nr. 73/1972)

Hver
mín.
kr.

Frumsamin ritsmíð af ýmsu tagi, s.s. fræðileg, til kennslu, hugvekja eða ævisögur hver mín. kr. 2.751
Fyrir þýðingar á ritsmíð 1.378
Framhaldslestur frumsaminna ritsmíða (60 mín. eða lengri) 1.708
Framhaldslestur þýðinga 857
Ef greitt er fyrir styttri flutningstíma en 3 mín. skal greiðsla renna í Rithöfundasjóð Ríkisútvarpsins  
Fyrir verk sem ekki hafa verið birt áður, skal greitt sem hér segir fyrir efni og flutning þess  
Frumsamið efni, s.s. fræðileg erindi, fræðileg samantekt, ævisögur, umsögn eða álitsgerðir sem krefjast verulegrar undirbúningsvinnu og sérþekkingar 6.199
Fræðilegt efni sem byggist á nokkurri undirbúningsvinnu, tengingu á eigin efni og annarra og úrvinnslu, endursamningu eða aðlögun áður útgefins efnis 4.520
Efni sem krefst takmarkaðrar undirbúningsvinnu, byggist að verulegu leyti á verkum annarra, hefur birst áður en er endurunnið að einhverju leyti og aðlagað útvarpsflutningi 3.254
Flutningur erinda sem flutt hafa verið áður á ráðstefnu eða málþingi 2.462
Um greiðslur fyrir önnur frumsamin verk skal samið hverju sinni. Heimilt er að greiða 10% álag á taxta skv. liðnum a., b. og c., sé tilefni til að mati RÚV og hlutaðeigandi höfundar.  
ÞÁTTTAKA Í ÚTVARPSÞÁTTUM:
Gildir aðeins þegar þátttakandi kemur fram sem rithöfundur, fræðimaður eða sérfræðingur en ekki þegar hann er kynntur sem fulltrúi stofnunar, félags eða fyrirtækis.
 
Fyrir umbeðna þátttöku að 10 mín. 30.407
Fyrir hverjar byrjaðar 10 mín. 13.000
Fyrir þátttöku í umræðuþáttum með öðrum greiðist lágmarks 24.651
6. gr. Um flutning útvarpi og sjónvarpi á öðrum verkum en upp eru talin hér, sem félagsmenn eiga flutningsrétt að, fer eftir lögum eða reglum eftir því sem við á, eða eftir samkomulagi hverju sinni.
7. gr. Greiða skal verðlagsuppbót skv. launavísitölu sem Hagstofa Íslands gefur út.