Stjórn Hagþenkis eftir aðalfund 2025

Formaður Hagþenkis er kosinn til tveggja ára í senn. Núverandi formaður, Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur var kosinn formaður á aðalfundi árið 2022 og síðan aftur árið 2024.

Aðrir sem sátu í stjórn fyrir utan Sólrúnu Harðardóttur buðu sig fram til endurkjörs og Súsanna Margrét Gestsdóttir bauð sig fram í stjórn. Ný stjórn er þá þannig skipuð:

    • Gunnar Þór Bjarnason formaður

    • Ásdís Thoroddsen

    • Henry Alexander Henrysson

    • Snæbjörn Guðmundsson

    • Súsanna Margrét Gestsdóttir

Núverandi fulltrúar í fulltrúaráðinu buðu sig fram til endurkjörs fyrir utan Ásdísi L. Grétarsdóttur og Sólrún Harðardóttir bauð sig fram í hennar stað. Þess skal getið að formaður félagsins er einnig formaður fulltrúaráðs. Fulltrúaráðið er þá þannig skipað: 

    • Gunnar Þór Bjarnason formaður

    • Halldóra Jónsdóttir

    • Sigmundur Einarsson

    • Sólrún Harðardóttir

    • Þórunn Sigurðardóttir

Endurskoðandi var tilnefndur, Rögnvaldur Dofri Pétursson og samþykktur.  

Ákvörðun félagsgjalds fyrir næsta reikningsár

Formaður lagði til óbreytt félagsgjald, þ.e. 4500 kr og var það samþykkt. Félagar sem eru eldri en 70 ára greiða ekki félagsgjöld, 

Friðbjörg Ingimarsdóttir er framkvæmdastýra Hagþenkis.