ENGLISH

DEUTSCH


Markmið Hagþenkis er að gæta hagsmuna og réttar
félagsmanna og bæta skilyrði til samningar og útgáfu fræðirita
og kennslugagna og annars sem félagsmenn vinna að.

 

FÉLAGSAÐILD
» Fréttir
28. maí 2019

Starfsstyrkir Hagþenkis 2019Styrkir Hagþenkis 2019 voru tilkynntir af formanni Hagþenkis, Svanhildi Kr. Sverrisdóttur í sal Ljósmyndasafns Reykjavíkur og að viðstöddum styrkþegum og úthlutunarráðunum.
28. maí 2019

Veittir ferða- og menntastyrkir hinir fyrri

Stjórn Hagþenkis ákvarðaði á síðasta stjórnarfundi að veita sjö ferða- og menntastyrki. Samtals 550.000 kr. Þeir sem fara til Evrópu fá 75.000 kr. en til annarra heimsálfa 100.000 kr. Einni umsókn var hafnað að þessu sinni þar sem hún uppfyllti ekki skilyrðin. Í september verður aftur auglýst eftir umsóknum félagsmanna um ferða- og menntastyrki. 

Eftirfarandi hlutu styrk:
8. apríl 2019

Leiðbeiningar til umsækjanda - vinsamlegast lesið og reglurnar

5. apríl 2019

Auglýsing um styrki Hagþenkis - umsóknarfrestur til 26. apríl. kl. 13

20. mars 2019

Breytingar á stjórn eftir aðalfund 3. apríl og samþykktar lagabreytingar

Á aðalfundi Hagþenkis sem haldinn var 3. apríl kl. 17 var kosinn nýr formaður félagsins, Svanhildur Kr. Sverrisdóttir menntunarfræðingur og námsefnishöfundur. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur bauð sig ekki fram til endurkjörs. Hann hefur verið formaður síðan árið 2007 og í þrjú ár áður framkvæmdastjóri. Honum þakkað gott og óeigingjarnt starf í þágu félagsins og þeim Þorsteini Helgasyni, varaformanni, Sigríði Stefánsdóttur og Sigmundi Einarssyni sem hættu í stjórn. 

Meðstjórnendur:
Ásdís Lovísa Grétarsdóttir framhaldsskólakennari, endurkjörin
Ásdís Thoroddsen kvikmyndagerðarkona, ný í stjórn
Henrý Alexander Henrýsson, heimspekingur, nýr í stjórn
Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, nýr í stjórn

Fulltrúarráð: 
12. mars 2019

Félagsfundur fyrir höfunda námsefnis fyrir grunnskóla, 13. mars kl. 17. - 18:15

Félagsfundur -  samtal um samninga við námsefnishöfunda sem skrifa fyrir Menntamálastofnun
 
6. mars 2019

Kristín Svava Tómasdóttir hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2018

   Viðurkenning Hagþenkis var veitt 6. mars í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn, og  hana hlaut Kristín Svava Tómasdóttir fyrir ritið, Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar, sem  Sögufélag gaf út.
Þórunnartúni 2, annarri hæð.  —  Skrifstofa nr. 7  —  105 Reykjavík  —  Sími: 551 95 99  —  hagthenkir[hja]hagthenkir.is
Umsjón