Von á hækkun til Launasjóðs fræðirithöfunda

Fulltrúar úr stjórn Hagþenkis, formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri áttu fund með fjárlaganefnd Alþingis í byrjun nóvember. Efni fundar var beiðni félagsins um verulega hækkun framlaga til Launasjóðs fræðirithöfunda og voru lögð fram ýmiss gögn málinu til stuðnings.
Á heimasíðu Alþingis má sjá að í fjárlagafrumvarpinu er lögð fram tillaga um 7 milljóna króna hækkun til Launasjóðs fræðirithöfunda. Í stað 12. 2 milljóna hefði sjóðurinn 19.2 milljónir úr að spila og nemur hækkunin þremur ársverkum. Vakin er athygli á því að um er að ræða tillögu enn sem komið er þar til þriðju umræðu er lokið.

Sjá heimsíðu Alþingis: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=135&mnr=1