Hagþenkir bárust 10 umsóknir og hlutu fimm af þeim styrk, samtals kr. 2.000.000. Í úthlutunarráð handritsstyrkja voru: Ari Trausti Guðmundsson, Sigrún Alba Sigurðardóttir og Sigurður Pétursson. Gunnar Þór Bjarnason formaður Hagþenkis kynnti úthlutunina að viðstöddum styrkþegum, úthlutunarráði, fulltrúum úr stjórn Hagþenkis og Friðbjörgu Ingimarsdóttur framkvæmdastýru. Athöfin fór fram í Hafnarstræti 5, 3 hæð. Þar er ReykjavíkurAkademína til húsa og Hagþenkir leigir af henni skrifstofu.
Eftirfarandi hlutu handritsstyrk:
Ása Helga Hjörleifsdóttir – Óhemja 400.000.
Ásdís Thoroddsen – Völvurnar og landið 300.000.
Ísold Uggadóttir – Turninn 500.000.
Una Lorenzen – Á handahlaupum 300.000.
Þorvarður Árnason – Vatnajökull 500.000.