Veittir handritsstyrkir Hagþenkis

Hagþenkir auglýsti eftir umsóknum um handritsstyrki fræðslu- og heimildamynda og bárust 10 umsóknir til níu verkefna og hlutu sex þeirra styrk.  Úthlutunarráð skipað þremur félagsmönnum, Kristinn Schram, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Þórey Sigþórsdóttir  ákvörðuðu styrkveitingar að þessu sinni. Til úthlutunar voru 1.500.000 kr.. 

Eftirfarndi handritshöfundar hlutu styrk: 

Ásdís Thoroddsen, Íslensk tónlistarhefð (vinnutitill). Kr. 500.000.
Ásta Sól Kristjánsdóttir, Með opin augun. Kr. 100.000.
Edoardo Mastantuoni, Morbilli – Their Iceland – The lives of Ukrainians who fled their country because of war. Kr. 200.000.
Einar Þór Gunnlaugsson, Tólf Tuttugu. Kr. 200.000.
Konráð Gylfason og Guðbergur Davíðsson, Riða. Kr. 300.000.
Ósk Vilhjálmsdóttir, SYSTUR. Kr. 200.000.