Úttekt á aðgengi nemenda að hljóðbókum á Íslandi

17. nóv. 2025 – Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýverið skilaði ráðgjafarfyrirtækið ARCUR af sér skýrslu til mennta- og barnamálaráðherra og menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra um aðgengi nemenda að efni á hljóðbókarformi, bæði námsefni og yndislestarefni. Úttektin var samstarfsverkefni ráðuneytanna tveggja. Námsumhverfi nemenda hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og leiðir til náms og kennslu hafa orðið mun fjölbreyttari. Hluti úttektarinnar fólst í könnun meðal starfsfólks skóla þar sem það var beðið um að leggja mat á aðgengi nemenda að hljóðbókaefni. Sjá nánar á stjornarradid.is