Umsóknarfrestur skráninga í rétthafagátt vegna línulegra sýninga 2024 er til 22. júní kl. 15.

Í samræmi við reglur um ráðstöfun greiðslna frá IHM – Innheimtumiðstöð rétthafa auglýsir Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna eftirfarandi:

Rétthafagreiðslur til höfunda fræðslu- og heimildarmynda sem voru sýndar 2024.

Handritshöfundar að fræðslu- og heimildamyndum, sem sýndar hafa verið í línulegri dagskrá ber að  skrá sig og sýnd verk sín í rétthafagátt á heimasíðu Hagþenkis til að hljóta rétthafagreiðslur. Skráning í rétthafagáttina er varanleg en skrá þarf ný verk innan tilgreinds umsóknarfrests. Rétthöfum ber einnig að tilkynna breytingar á heimilisfangi, netfangi, bankareikningi og tilgreina nákvæma hlutfallsskiptingu í nýjum verkum ef það á við. Greitt er eftir flutningstíma í mínútum á grundvelli upplýsinga frá viðkomandi ljósvakamiðlum.

Til úthlutunar eru 6.400.000 kr. og tekin er af 22% fjármagnstekjuskattur sem Hagþenkir stendur skil á til RSK. Umsóknarfrestur er til 22. Júní kl. 15.  

3% – sjóðurinn

Þeir handritshöfundar sem sannarlega áttu sýnt eða sýnd verk árið 2023 en fengu ekki rétthafagreiðslu frá Hagþenki árið 2023, er bent á að hafa samband við skrifstofu Hagþenkis og sækja síðan skriflega um greiðslu úr 3 % – sjóðnum. Umsóknarfrestur til  kl. 22. Júní kl. 15.

Nánari upplýsingar, rétthafagáttin, úthlutunarreglur eru á heimasíðu félagsins: www.hagthenkir.is 

Skráning í rétthafagáttina fer í gegnum – Mitt svæði,  efst til hægri á heimasíðunni.

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna / Hafnarstræti 5, 3 hæð / 101 Reykjavík / Sími 551-9599 / www.hagthenkir.is / hagthenkir@hagthenkir.is