Um starfsstyrki Hagþenkis og skilyrði

 

 
 Rétt til að sækja um starfsstyrki hafa höfundar fræðirita og kennslugagna. Styrki skal veita til að vinna að fræðiritum og kennslugögnum hvort sem verkin eru gefin út á bók eða í rafrænu formi. Sérstök áhersla skal lögð á að styrkja höfunda til að ljúka verkum sem eru hafin eða langt komin. Einnig er heimilt að veita höfundi styrk vegna verks sem er lokið. Þeir höfundar skulu að öðru jöfnu sitja fyrir sem ekki eiga kost á sæmilegri greiðslu fyrir verk sitt.  Styrkþegum ber að skila inn skilagrein ári frá styrkveitingu á sérstökueyðublaði á heimasíðu Hagþenkis.
Allt að helmingur þeirra tekna sem renna árlega til Hagþenkis vegna aðildar félagsins að samningum um vissa heimild skóla og stofnana til ljósritunar úr útgefnum verkum rennur til starfsstyrkja til ritstarfa. 14 milljónir eru  til úthlutunar árið 2011 og eru styrkir á bilinu 100 – 600 þús.kr. Sérstakt úthlutunarráð skipuð þremur félagsmönnum, metur umsóknir og ákveður úthlutanir.
 
Síðasta ár fjölgaði umsóknum verulega. Alls bárust 74 umsóknir um starfsstyrk til ritstarfa árið 2010 en árið 2009 bárust 31 umsókn. Árið 2010 var úthlutað til 38 verkefna. Fjórir starfsstyrkir voru að upphæð 600.000 kr., þrátíu fengu 300.000 og fjórir lægra. Samtals kr. 12.000.000. Árið 2009 var veitt til starfsstykja 10 milljónum, árið 2008 einum 8 milljónum og en árið 2006 kr. 6.700.000 þannig að um er að ræða meira en 100% aukningu.