Um mennta- og menningarmál í Stjónarsáttmála 2021

Menntamál

  • Lög verður áhersla á fjölbreytt námsframboð á öllum skólastigum í takt við menntastefnu til 2030 með nýsköpun í fyrirrúmi og fjölbreytni aukin í alþjóðlegu námi.
  • Fjölga þarf fagfólki á öllum skólastigum með áframhaldandi hvötum til að sækja kennaranám og möguleikum til starfsþróunar.
  • Meta þarf mönnunarþörf til lengri tíma í heilbrigðis- og menntakerfinu og skoða í því samhengi hvort breyta þurfi starfsumhverfi og fyrirkomulagi grunnmenntunar til að mæta vaxandi þörf til framtíðar, m.a. með hliðsjón af aðstæðum í dreifðum byggðum.
  • Efla þarf íslenskukennslu fyrir kennaranema og auka símenntun í takt við breyttar aðstæður.
  • Stuðningur við börn af erlendum uppruna verður aukinn í skólakerfinu.
  • Sérstök áhersla verður lögð á að rýna stöðu kynjanna í skólakerfinu og koma til móts við ólíkar þarfir þeirra.
  • Ráðist verður í átak til að stuðla að fjölbreyttri nýsköpun í námsgagnagerð og auknu framboði af nýju námsefni, ekki síst á íslensku, fyrir öll skólastig.
  • Áfram verður unnið að eflingu starfs- og tæknináms og fjölgun raunog tæknigreinamenntaðra.
  • Byggðar verða nýjar höfuðstöðvar fyrir Tækniskólann í Hafnarfirði og unnið að eflingu iðn- og verknáms um land allt.
  • Fjármögnun framhaldsskóla verður tryggð sem og fjármögnun háskóla í samræmi við áætlanir Vísinda- og tækniráðs.
  • Ráðist verður í uppbyggingu framtíðarhúsnæðis Listaháskóla Íslands í Tollhúsinu. Samhliða fer fram greining á framtíðarfyrirkomulagi LHÍ hvað varðar rekstrarform og skólagjöld.
  • Skipulag náms sem tengist matvælaframleiðslu á framhalds- og háskólastigi verður endurskoðað með það að markmiði að styrkja bæði menntun og rannsóknir.
  • Ráðist verður í stefnumörkun og heildarendurskoðun á tónlistarfræðslu á öllum skólastigum.
  • Mörkuð verður stefna um íslenskt táknmál með sérstakri áherslu á málumhverfi táknmálstalandi barna og námsefni á leik- og grunnskólastigi.
  • Sí- og endurmenntun verður efld og löggjöf um framhaldsfræðslu endurskoðuð í breiðu samráði til að tryggja að framhaldsfræðslukerfið sé í stakk búið til að takast á við samfélagsþróun, m.a. vegna loftslagsbreytinga og tæknivæðingar á vinnumarkaði.
  • Markáætlun um samfélagslegar áskoranir á sviði máltækni, umhverfismála og sjálfbærni, tæknibreytinga á vinnumarkaði og heilbrigðisvísinda verður framhaldið allt kjörtímabilið.
  • Gert verður átak í netvæðingu náms og aðgengi að stafrænu háskólanámi á Íslandi, sem eykur aðgengi að menntun óháð búsetu og aðstæðum. Rannsóknarstarf um allt land verður eflt.
  • Jafnréttis- og kynfræðsla og ofbeldisforvarnir verða efldar í grunnog framhaldsskólum.
  • Áfram verður markvisst unnið að því að íslenska verði gjaldgeng í stafrænum heimi.

Menningarmál

  • Áfram verður unnið að því að styrkja faglega starfslauna- og verkefnasjóði listamanna með sérstakri áherslu á að starfslaunin tryggi betur afkomu þeirra sem starfa í listum / við skapandi greinar.
  • Umhverfi tónlistargeirans á Íslands verður endurskoðað í framhaldi af skýrslu starfshóps þar um.
  • Áfram verður unnið að þarfagreiningu vegna óperustarfsemi í landinu, með það að markmiði að setja á laggirnar Þjóðaróperu.
  • Staða einkarekinna fjölmiðla verður metin áður en núverandi stuðningskerfi rennur út og ákveðnar aðgerðir til að tryggja fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði og öflugt almannaútvarp.
  • Unnið verður að því að koma menningararfi þjóðarinnar yfir á stafrænt form til að tryggja varðveislu og aðgengi almennings.
  • Sett verður stefna um rafræna langtímavörslu skjala og rafrænir innviðir opinberrar skjalavörslu endurnýjaðir til að mæta þessum kröfum.
  • Menningarsókn, aðgerðaáætlun til 2030, verður hrint í framkvæmd.
  • Barnamenningarsjóður verður festur í sessi.