Tungumála og menningaráætlun Norrænu ráðherranefndarinnar

 

 Höfundum fræðirita og kennslugagna stendur til boða að sækja um styrki í þessa áætlun. Helstu áhersluatriði fyrir 2010 eru norrænn málskilningur barna og ungmenna, og er þá helst átt við grannmálin dönsku, norsku og sænsku. Höfundar gætu t.d. fengið styrk til bókaútgáfu, þróun á kennsluefni, o.þ.h. Einnig gætu þeir fengið styrk til þess að stofna samstarfsnet. Umsóknarfrestur er 1. mars nk.

Áhersluatriði fyrir 2010 eru:

 


  • Verkefni sem efla málskilning barna og ungmenna (á dönsku, norsku, sænsku).
  • Verkefni sem innihalda leiðbeiningar um hvernig best sé að kenna dönsku, norsku og sænsku í Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi og samísku svæðunum
  • Verkefni sem innleiða verkefnið ’sprogpiloterne’ í kennslu ungmenna (14-19 ára)
  • Verkefni sem styrkja stöðu málskilnings í kennaramenntun og styrkja samvinnu um stefnumótun á sviði norræna mála í kennaramenntun á Norðurlöndunum.
  • Verkefni sem innihalda hugleiðingar um val háskóla á tungumálum sem kennt er á.  Samstarfs- og þróunarverkefni á sviði tungutækni.

 

Allar nánari upplýsingar á slóðinni: http://nordplus.is/page/nordplus_sprog

Nánari upplýsingar veitir:Guðmundur Ingi Markússon Verkefnisstjóri (International Co-ordinator) Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins (Office of International Education, Det internationale kontor for uddannelse)

Háskólatorgi, Sæmundargata 4, IS-101

Reykjavík

Ísland (Iceland, Island)

Tel: +354 525 5854
Fax: +354 525 5850