Tíu reglur um sanngjarna samninga

Tíu reglur um sanngjarna samninga
REGLA  Sanngjörn samningsákvæði – að mæta okkar óskumÓsanngjörn samningsákvæði – það sem við viljum ekki
   
Samningar skulu ekki gilda til eilífðar  Skilgreind tímamörk (það er einkum áríðandi vegna rafbóka: ekki er lengur hægt að tala um að bækur séu „uppseldar hjá útgefanda“)Óskilgreind tímamörk eða sjálfvirk endurnýjun
Höfundar ættu að njóta ábata af velgengni eigin verka  Fyrirframgreiðsla og sanngjarnir höfundarlaunataxtar, þar með talið vegna rafbókaUppkaup réttinda eða samningar um eingreiðslu
Halda tækifærum opnum  Skilgreind nýtingarsvið á höfundarverkinu og réttindi sem höfundur afsalar sérFramsal höfundarréttar til útgefanda vegna hvers kyns notkunar, tilgreindrar eða ótilgreindrar
Hagnýta tækifærin eða sleppa þeim  Endurheimt eigin réttinda (gagnstæður réttindaflutningur) ef þau eru ekki hagnýtt eða verkið selst uppÚtgefandi haldi útgáfurétti verks þó hann nýti hann ekki
Tryggja að verkið nái til eins stórs markhóps og mögulegt erÚtgefandi samþykki að framleiða/gefa út verk höfundar á aðgengilegu formiEngin kvöð um aðgengilegt form
Tryggja að útgefandi standi höfundi skil á öllum samskiptum um hagnýtingu verks hansNákvæm, gagnsæ og regluleg upplýsingagjöf um höfundarlaun ásamt endurskoðunarákvæði í samningiSkortur á gagnsærri upplýsingagjöf
Tryggja öryggi eigin orðsporsYfirlýsing um sæmdarréttUndanþágur varðandi sæmdarrétt
Tryggja eigin starfsframa til framtíðarHöfundur hafi frelsi til að þróa og auka eigin starfsframaÁkvæði um samkeppnisbann sem binda höfund við útgefanda
Láta útgefanda ekki um að taka ákvarðanir að eigin geðþótta: skilgreina töku „réttmætra ákvarðana“Skýr ákvæði um skil og samþykkiÚtgefandi geti hafnað verki af geðþóttaástæðum
Skuli ágóðahlut skipt, skal áhættunni líka skiptSkaðabætur séu innan réttmætismarkaHöfundur sé gerður ábyrgur fyrir málefnum sem eru á valdi útgefanda
HAGÞENKIR – FÉLAG HÖFUNDA FRÆÐIRITA OG KENNSLUGAGNA