| Tíu reglur um sanngjarna samninga |
| REGLA | Sanngjörn samningsákvæði – að mæta okkar óskum | Ósanngjörn samningsákvæði – það sem við viljum ekki |
| | | |
| Samningar skulu ekki gilda til eilífðar | Skilgreind tímamörk (það er einkum áríðandi vegna rafbóka: ekki er lengur hægt að tala um að bækur séu „uppseldar hjá útgefanda“) | Óskilgreind tímamörk eða sjálfvirk endurnýjun |
| Höfundar ættu að njóta ábata af velgengni eigin verka | Fyrirframgreiðsla og sanngjarnir höfundarlaunataxtar, þar með talið vegna rafbóka | Uppkaup réttinda eða samningar um eingreiðslu |
| Halda tækifærum opnum | Skilgreind nýtingarsvið á höfundarverkinu og réttindi sem höfundur afsalar sér | Framsal höfundarréttar til útgefanda vegna hvers kyns notkunar, tilgreindrar eða ótilgreindrar |
| Hagnýta tækifærin eða sleppa þeim | Endurheimt eigin réttinda (gagnstæður réttindaflutningur) ef þau eru ekki hagnýtt eða verkið selst upp | Útgefandi haldi útgáfurétti verks þó hann nýti hann ekki |
| Tryggja að verkið nái til eins stórs markhóps og mögulegt er | Útgefandi samþykki að framleiða/gefa út verk höfundar á aðgengilegu formi | Engin kvöð um aðgengilegt form |
| Tryggja að útgefandi standi höfundi skil á öllum samskiptum um hagnýtingu verks hans | Nákvæm, gagnsæ og regluleg upplýsingagjöf um höfundarlaun ásamt endurskoðunarákvæði í samningi | Skortur á gagnsærri upplýsingagjöf |
| Tryggja öryggi eigin orðspors | Yfirlýsing um sæmdarrétt | Undanþágur varðandi sæmdarrétt |
| Tryggja eigin starfsframa til framtíðar | Höfundur hafi frelsi til að þróa og auka eigin starfsframa | Ákvæði um samkeppnisbann sem binda höfund við útgefanda |
| Láta útgefanda ekki um að taka ákvarðanir að eigin geðþótta: skilgreina töku „réttmætra ákvarðana“ | Skýr ákvæði um skil og samþykki | Útgefandi geti hafnað verki af geðþóttaástæðum |
| Skuli ágóðahlut skipt, skal áhættunni líka skipt | Skaðabætur séu innan réttmætismarka | Höfundur sé gerður ábyrgur fyrir málefnum sem eru á valdi útgefanda |