Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2013

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2013 verða kynntar seinnipartinn í dag og eftir um það bil mánuð verður tilkynnt hver hlýtur hana. Viðurkenningin telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning getur hlotnast og nemur verðlaunaupphæðin einni miljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu. Það skipa:

 

"http://fraedi.is/fckeditor/editor/images/spacer.gif"Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur.

 

Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra Hagþenkis.

 

.