Tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis

Gunnar Þór Bjarnason formaður tilkynnti í tilnefningar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir út­gáfu­árið 2023 í Borgarbókasafninu í Grófinni. Viður­kenn­ing Hagþenk­is verður veitt við hátíðlega at­höfn í Þjóðar­bók­hlöðunni í mars og felst í sér­stöku viður­kenn­ing­ar­skjali og 1.250.000 króna verðlauna­fé.

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings. Árið 2006 var tek­in upp sú nýbreytni að til­nefna tíu höf­unda og bæk­ur er til greina kæmu. Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um, stend­ur að val­inu, en það hóf störf um miðjan októ­ber og fundaði viku­lega fram yfir miðjan janú­ar.

Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is er skipað fimm fé­lags­mönn­um til tveggja ára í senn og í því eru fyr­ir út­gáfu­árið 2023:

Ársæll Már Arn­ar­son, Hall­dóra Jóns­dótt­ir, Ólöf Gerður Sig­fús­dótt­ir, Sig­urður Sveinn Snorra­son og Unn­ur Þóra Jök­uls­dótt­ir en Friðbjörg Ingimars­dótt­ir fram­kvæmda­stýra Hagþenk­is sér um verk­stjórn ráðsins. Þess má geta að laug­ar­dag­inn 24. fe­brú­ar milli kl. 13 og 15 munu til­nefnd­ir höf­und­ar kynna rit­in á Reykja­vík­ur­togi Borg­ar­bóka­safns­ins í Gróf­inni.

Eft­ir­far­andi höf­und­ar og bæk­ur eru til­nefnd í staf­rófs­röð höf­unda. Með fylg­ir um­sögn viður­kenn­ing­ar­ráðsins:

  • Bára Bald­urs­dótt­ir fyr­ir Kyn­legt stríð – Ástandið í nýju ljósi sem Bjart­ur gef­ur út. „Merki­leg grein­ing á skjala­söfn­um frá síðari heims­styrj­öld sem ný­verið voru gerð aðgengi­leg. Höf­und­ur af­hjúp­ar skipu­lagðar njósn­ir hins op­in­bera um kon­ur sem höfðu sam­neyti við her­menn.“
  • Gunn­ar Skarp­héðins­son fyr­ir Drótt­kvæði – Sýn­is­bók sem Skrudda gef­ur út. „Mik­il­vægt og einkar læsi­legt safn­rit um drótt­kvæði með grein­argóðum út­skýr­ing­um sem auðvelda les­end­um nú­tím­ans að skilja bak­grunn og sögu­legt sam­hengi þess­ar­ar bók­mennta­grein­ar.“
  • Har­ald­ur Sig­urðsson fyr­ir Sam­fé­lag eft­ir máli – Bæj­ar­skipu­lag á Íslandi og fræðin um hið byggða um­hverfi sem Sögu­fé­lag gef­ur út. „Stór­virki um sögu skipu­lags og hönn­un­ar byggðar á Íslandi, og á er­indi við bæði lærða og leika. Höf­und­ur bygg­ir á gríðar­miklu magni heim­ilda sem hann grein­ir og set­ur í stærra sam­hengi.“
  • Helgi Máni Sig­urðsson fyr­ir Forn­bát­ar á Íslandi – Sjó­menn­irn­ir og saga þeirra sem Skrudda gef­ur út. „Fróðleg kynn­ing á báta­smíði og sjó­sókn í öll­um lands­hlut­um frá miðri 19. öld fram til 1950. Bók­in bygg­ist á heim­ild­um um báta, eig­end­ur þeirra og smiði. Hún er prýdd fjölda ljós­mynda og teikn­inga.“
  • Krist­ín Lofts­dótt­ir fyr­ir And­lit til sýn­is sem Sögu­fé­lag gef­ur út. „Vandað verk um til­urð og sögu safna á tím­um ný­lendu­væðing­ar og kynþátta­hyggju. Höf­und­ur rek­ur slóð for­vitni­legra safn­gripa og miðlar rann­sókn sinni á mynd­ræn­an og per­sónu­leg­an hátt.“
  • Lilja Árna­dótt­ir og Mörður Árna­son (rit­stjór­ar) fyr­ir Með verk­um hand­anna – Íslensk­ur ref­ilsaum­ur fyrri alda sem Þjóðminja­safn Íslands gef­ur út. „Óvenju glæsi­legt verk sem kynn­ir stór­kost­leg tex­tíl­verk sem unn­in voru á Íslandi fyrr á öld­um og skipa sess í alþjóðlegu sam­hengi. Bygg­ist á viðamikl­um rann­sókn­um Elsu E. Guðjóns­son.“
  • Ólaf­ur Gest­ur Arn­alds fyr­ir Mold ert þú – Jarðveg­ur og ís­lensk nátt­úra sem Iðnú gef­ur út. „Stór­virki á sviði nátt­úru- og um­hverf­is­fræði með áherslu á sér­stöðu ís­lensks jarðvegs. Fjallað er ýt­ar­lega um mik­il­vægi mold­ar­inn­ar í vist­kerf­um þurr­lend­is með ríku­leg­um gögn­um og mynd­efni.“
  • Ólaf­ur Engil­berts­son (rit­stjóri) fyr­ir Steypt­ir draum­ar – Líf og list Samú­els Jóns­son­ar sem Sögumiðlun gef­ur út. „Mik­il­væg út­gáfa um líf og list merki­legs utang­arðslista­manns og end­ur­reisn ein­stakr­ar arf­leifðar. Líf­legt mynd­efni og vandaður texti.“
  • Sveinn Ein­ars­son fyr­ir Leik­mennt­ir – Um að nálg­ast það sem mann lang­ar að segja í leik­húsi sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út. „Leik­hús­saga síðustu ald­ar er rauður þráður bók­ar­inn­ar sem fjall­ar um form, stíl, orðfæri og fleira tengt leik­sviðinu. Verkið er mik­il­væg viðbót við sögu ís­lenskr­ar leik­list­ar, og lýs­ir vel þeim galdri sem ger­ist þegar sýn­ing­ar eru sett­ar upp.“
  • Þórgunn­ur Snæ­dal fyr­ir Rún­ir á Íslandi sem Stofn­un Árna Magnús­son­ar í ís­lensk­um fræðum gef­ur út. „Ýtar­legt og aðgengi­legt yf­ir­lits­rit um ís­lenska rúna­sögu, sem varp­ar ljósi á hefð sem hélst frá land­námi til okk­ar daga. Afrakst­ur ára­tuga­langra rann­sókna höf­und­ar­ins.“