Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku þýðendaverðlaunanna

""

Þann 1. desember var tilkynnt á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015 og tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna. Bókmenntaverðlaunin 2015 verða afhent um mánaðarmótin janúar og febrúar 2016 af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Dagný Kristjánsdóttir. Bókabörn.
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Gunnar Þór Bjarnason. Þegar siðmenningin fór fjandans til – Íslendingar og stríðið mikla 1914 – 1918.
Útgefandi: Mál og menning

Héðinn Unnsteinsson. Vertu úlfur – wargus esto. 
Útgefandi: JPV útgáfa

Páll Baldvin Baldvinsson. Stríðsárin 1938 – 1945. 
Útgefandi: JPV útgáfa

Smári Geirsson. Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. 
Útgefandi: Sögufélag

Dómnefnd skipuðu: Pétur Þorsteinn Óskarsson formaður nefndar, Aðalsteinn Ingólfsson og Hulda Proppé

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

Arnar Már Arngrímsson. Sölvasaga unglings.
Útgefandi: Sögur útgáfa

Gunnar Theodór Eggertsson – Drauga-Dísa – Útgefandi: Vaka Helgafell

Gunnar Helgason. Mamma klikk!
Útgefandi: Mál og menning

Hildur Knútsdóttir. Vetrarfrí.
Útgefandi: JPV útgáfa

Þórdís Gísladóttir. Randalín, Mundi og afturgöngurnar.
Útgefandi: Bjartur

Dómnefnd skipuðu: Hildigunnur Sverrisdóttir formaður nefndar, Árni Árnason og Sigurjón Kjartansson.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Auður Jónsdóttir.Stóri skjálfti.
Útgefandi: Mál og menning

Einar Már Guðmundsson. Hundadagar.
Útgefandi: Mál og menning

Hallgrímur Helgason.Sjóveikur í München.
Útgefandi: JPV útgáfa

Hermann Stefánsson. Leiðin út í heim.
Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur

Jón Kalman Stefánsson. Eitthvað á stærð við alheiminn.
Útgefandi: Bjartur

Dómnefnd skipuðu: Erna Guðrún Árnadóttir formaður nefndar, Helga Ferdinandsdóttir og Knútur HafsteinssonTilnefningar til íslensku þýðingaverðlaunanna

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna sem Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt frá árinu 2005.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Nýsnævi safn ljóðaþýðinga eftir 15 höfunda
Útgefandi: Dimma

Ásdís R. Magnúsdóttir
Rangan og réttan þrjú ritgerðarsöfn eftir Albert Camus
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Brynja Cortes Andrésdóttir
Ef að nóttu ferðalangur eftir Italo Calvino
Útgefandi: Ugla

Jón Hallur Stefánsson
Spámennirnir í Botnleysufirði eftir Kim Leine
Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur

Silja Aðalsteinsdóttir
Grimmsævintýri, Philip Pullman tók saman og endursagði
Útgefandi: Mál og menning