Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Til­nefn­ing­ar til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna 2018 voru kynnt­ar í 30. sinn við hátíðlega at­höfn á Kjar­vals­stöðum 1 desember. ""
 (Frétt á Mbl 1. des 2018. Hinir til­nefndu á Kjar­vals­stöðum. Ljós­mynd/​Lár­us Karl Inga­son)

Til­nefnt er í flokki barna- og ung­menna­bóka, fræðibóka og rita al­menns efn­is og fag­ur­bók­mennta, en fimm bæk­ur eru til­nefnd­ar í hverj­um flokki. For­menn dóm­nefnd­anna þriggja, sem valið hafa til­nefn­ing­arn­ar, munu í fram­hald­inu koma sam­an ásamt Gísla Sig­urðssyni, sem er for­seta­skipaður formaður, og velja einn verðlauna­hafa úr hverj­um flokki.

Verðlaun­in verða af­hent á Bessa­stöðum um mánaðamót­in janú­ar-fe­brú­ar á kom­andi ári af for­seta Íslands, Guðna Th. Jó­hann­es­syni.Verðlauna­upp­hæðin er ein millj­ón króna fyr­ir hvert verðlauna­verk. 

Til­nefn­ing­ar í flokki fræðibóka  og rita al­menns efn­is:

Þján­ing­ar­frelsið. Óreiða hug­sjóna og hags­muna í heimi fjöl­miðla eft­ir Auði Jóns­dótt­ur, Báru Huld Beck og Stein­unni Stef­áns­dótt­ur
Flóra Íslands. Blóm­plönt­ur og birkn­ing­ar eft­ir Hörð Krist­ins­son, Jón Bald­ur Hlíðberg og Þóru Ell­en Þór­halls­dótt­ur
Bóka­safn föður míns eft­ir Ragn­ar Helga Ólafs­son
Krist­ur. Saga hug­mynd­ar eft­ir Sverri Jak­obs­son
Skúli fógeti – faðir Reykja­vík­ur eft­ir Þór­unni Jörlu Valdi­mars­dótt­ur

Dóm­nefnd skipuðu Knút­ur Haf­steins­son, Kol­brún Elfa Sig­urðardótt­ir og Þór­unn Sig­urðardótt­ir, formaður nefnd­ar.

Til­nefn­ing­ar í flokki  barna- og ung­menna­bóka:

 

Sag­an um Skarp­héðin Dungal sem setti fram nýj­ar kenn­ing­ar um eðli al­heims­ins eft­ir Hjör­leif Hjart­ar­son og Rán Flygenring 
Ljónið eft­ir Hildi Knúts­dótt­ur
Rott­urn­ar eft­ir Ragn­heiði Eyj­ólfs­dótt­ur 
Silf­ur­lyk­ill­inn eft­ir Sigrúnu Eld­járn
Sölvasaga Daní­els­son­ar eft­ir Arn­ar Má Arn­gríms­son

Dóm­nefnd skipuðu Anna Þor­björg Ing­ólfs­dótt­ir, formaður nefnd­ar, Jór­unn Sig­urðardótt­ir og Þórlind­ur Kjart­ans­son.

Til­nefn­ing­ar í flokki  fag­ur­bók­mennta:

Ung­frú Ísland eft­ir Auði Övu Ólafs­dótt­ur
Lif­andi­lífs­læk­ur eft­ir Berg­svein Birg­is­son
Sálu­messa eft­ir Gerði Krist­nýju
Sex­tíu kíló af sól­skini eft­ir Hall­grím Helga­son 
Haustaugu eft­ir Hann­es Pét­urs­son 

Dóm­nefnd skipuðu Berg­steinn Sig­urðsson, Ragn­hild­ur Richter og Stein­grím­ur Þórðar­son, formaður nefnd­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fé­lagi ís­lenskra bóka­út­gef­enda (Fíbút) voru í ár sam­tals lagðar fram 138 bæk­ur frá 37 út­gef­end­um í öll­um flokk­un­um þrem­ur. Í flokki barna- og ung­menna­bóka voru alls lögð fram 31 verk frá átta út­gef­end­um, í flokki fræðibóka og rita al­menns efn­is voru lögð fram 40 verk frá 22 út­gef­end­um og í flokki fag­ur­bók­mennta voru lögð fram 67 verk frá 20 út­gef­end­um.

Alls hafa 14 höf­und­ar af þeim 20 höf­und­um sem nú eru til­nefnd­ir fengið til­nefn­ing­ar áður og sex þeirra hafa hlotið Íslensku bók­mennta­verðlaun­in. Þetta eru Auður Jóns­dótt­ir fyr­ir Fólkið í kjall­ar­an­um 2004; Hild­ur Knúts­dótt­ir fyr­ir Vetr­ar­hörk­ur 2016; Auður Ava Ólafs­dótt­ir fyr­ir Ör 2016, Gerður Krist­ný fyr­ir Blóðhófn­ir 2010; Hall­grím­ur Helga­son fyr­ir Höf­und Íslands 2001 og Hann­es Pét­urs­son fyr­ir Eld­hyl 1993. 

Fyrri til­nefn­ing­ar höf­unda árs­ins

Hjör­leif­ur Hjart­ar­son og Rán Flygenring voru til­nefnd í flokki barna- og ung­menna­bóka í fyrra fyr­ir Fugla. 

Hild­ur Knúts­dótt­ir er til­nefnd þriðja árið í röð í flokki barna- og ung­menna­bóka, en 2017 var hún til­nefnd og verðlaunuð fyr­ir Vetr­ar­hörk­ur, 2016 var hún ásamt Þór­dísi Gísla­dótt­ur til­nefnd fyr­ir Dodda og 2015 fyr­ir Vetr­ar­frí.

Sigrún Eld­járn hef­ur í flokki barna- og ung­menna­bóka verið til­nefnd fyr­ir Fuglaþrugl og naflakrafl 2014  ásamt Þór­arni Eld­járn og fyr­ir Stroku­börn­in á Skugga­skeri 2013. 

Arn­ar Már Arn­gríms­son var einnig til­nefnd­ur fyr­ir fyrstu bók sína um Sölva, þ.e. Sölva­sögu ung­lings 2015 í flokki barna- og ung­menna­bóka. 

Auður Jóns­dótt­ir er sá höf­und­ur í ár sem hlotið hef­ur flest­ar til­nefn­ing­ar eða sam­tals sex. Hún var í flokki fag­ur­bók­mennta til­nefnd fyr­ir Stóra skjálfta 2015, Tryggðarp­ant 2006 og Stjórn­lausa lukku 1998 auk þess sem hún var til­nefnd og verðlaunuð fyr­ir Fólkið í kjall­ar­an­um 2004. Í flokki fræðirita var hún til­nefnd fyr­ir Skrýtn­ast­ur er maður sjálf­ur 2002. 

Jón Bald­ur Hlíðberg hef­ur áður verið til­nefnd­ur í flokki fræðirita fyr­ir Íslensk spen­dýr í rit­stjórn Páls Her­steins­son­ar árið 2004  og Íslenska fugla ásamt Ævari Peter­sen 1998. 

Ragn­ar Helgi Ólafs­son var í fyrra til­nefnd­ur í flokki fag­ur­bók­mennta fyr­ir Hand­bók um minni og gleymsku. 

Þór­unn Jarla Valdi­mars­dótt­ir er ann­ar tveggja höf­unda í ár sem hlotið hef­ur næst­flest­ar til­nefn­ing­ar eða sam­tals fimm. Hún var til­nefnd fyr­ir Snorra á Húsa­felli 1989 áður en verðlaun­un­um var skipt upp í flokka, í flokki fræðibóka fyr­ir Upp á sig­ur­hæðir 2006 og í flokki fag­ur­bók­mennta fyr­ir Kalt er ann­ars blóð 2007 og fyr­ir Mörg eru ljóns­ins eyru 2010.

Auður Ava Ólafs­dótt­ir hef­ur í flokki fag­ur­bók­mennta áður verið til­nefnd  fyr­ir Und­an­tekn­ing­una 2012 og Ör 2016 sem hún var verðlaunuð fyr­ir. 

Berg­sveinn Birg­is­son hef­ur í flokki fræðirita verið til­nefnd­ur fyr­ir Leit­ina að svarta vík­ingn­um 2016  og í flokki fag­ur­bók­mennta fyr­ir  Svar við bréfi Helgu 2010. 

Gerður Krist­ný var til­nefnd og verðlaunuð fyr­ir Blóðhófn­ir 2010, en hafði áður verið til­nefnd fyr­ir Höggstað 2007 í flokki fag­ur­bók­mennta. 

Hall­grím­ur Helga­son er ann­ar tveggja öf­und­ar í ár sem hlotið hef­ur næst­flest­ar til­nefn­ing­ar eða sam­tals fimm. Í flokki fag­ur­bók­mennta var hann til­nefnd­ur og verðlaunaður fyr­ir Höf­und Íslands 2001, en hef­ur þess utan verið til­nefnd­ur fyr­ir Sjó­veik­ur í München 2015, Kon­una við 1000° 2011  og  Rok­land 2005. 

Hann­es Pét­urs­son var til­nefnd­ur og verðlaunaður fyr­ir Eld­hyl 1993 í flokki fag­ur­bók­mennta, en hef­ur síðan verið til­nefnd­ur fyr­ir Fyr­ir kvöld­dyr­um 2006.  

Drif­in áfram af bjart­sýni, hug­sjón og stór­hug

Í ávarpi sem Heiðar Ingi Svans­son, formaður Fé­lags ís­lenskra bóka­út­gef­enda, flutti á Kjar­vals­stöðum, kom fram að lík­lega megi telja að með öllum út­gáfu­form­um verði sam­an­lagður fjöldi út­gef­inna bóka í ár hátt í þúsund. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fíbút er heild­ar­fjöldi þeirra bóka sem kynnt­ar eru í Bókatíðind­um eru tæp­lega 800 og er þar einnig um öll út­gáfu­form að ræða.  

Heiðar Ingi sagði ánægju­legt að til­kynnt væri um til­nefn­ing­ar til Íslensku bók­mennta­verðlaun­anna sama dag og 100 ár væru liðin frá því Ísland varð frjálst og full­valda ríki með gildis­töku sam­bands­lag­anna 1. des­em­ber 1918.

„Það er vel við hæfi á þess­um degi að til­kynna um til­nefn­ing­ar til ís­lensku bók­mennta­verðlaun­anna því áhersla ald­araf­mæl­is­ins er ein­mitt á menn­ingu og tungu okk­ar Íslend­inga. Og hvað er þá meira viðeig­andi í því sam­hengi en að halda bók­menn­ingu okk­ar á lofti.

Nú er runn­in upp sá árs­tími þegar við get­um með sanni kallað okk­ur bókaþjóð, því þrátt fyr­ir allt er staða bók­ar­inn­ar á ís­lensk­um jóla­gjafa­markaði enn afar sterk. Og þó að ýmis ytri rekstr­ar­skil­yrði í bóka­út­gáfu hafi verið erfið und­an­far­in ár, þá kem­ur það alltaf þægi­lega á óvart að sjá úr­valið og fjöl­breytn­ina sem gef­in er út á hverju ári,“ sagði Heiðar Ingi og minnti á að sá mikli fjölda sem gef­inn er út í ár beri vitni um að ís­lensk bóka­út­gáfa sé drif­in áfram af bjart­sýni, hug­sjón og stór­hug.

„Enda geng­ur það krafta­verki næst að hægt sé að reka metnaðarfulla bóka­út­gáfu hér á landi, þvert á markaðsleg­ar for­send­ur um lág­marks­stærð máls­sam­fé­lags.  

Nýtt frum­varp mik­il­vægt skref

Staðreynd­in er nefni­lega sú að bóka­út­gáfa er ein af lyk­il­stoðum ís­lenskr­ar menn­ing­ar og hef­ur afar mik­il­vægu hlut­verki að gegna í þróun ís­lenskr­ar tungu og þegar kem­ur að því að efla læsi. Til að staðfesta enn frek­ar mik­il­vægi bók­menn­ing­ar, þá ligg­ur núna fyr­ir Alþingi stjórn­ar­frum­varp Lilju Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra til stuðnings ís­lenskri bóka­út­gáfu. Frum­varpið er mik­il­vægt skref í þá átt að blása frek­ari bjart­sýn­is­byr í segl bóka­út­gef­enda, stuðla að meira rými fyr­ir sköp­un höf­unda, auka fjöl­breytni og efla sam­keppn­is­stöðu bóka í síkviku og breyti­legu nú­tíma sam­fé­lagi. Aðgerðin miðar að því að gera út­gef­end­ur bet­ur í stakk búna til að mæta aukn­um kröf­um og margþætt­um þörf­um nú­tíma les­enda, með betra úr­vali og meiri fjöl­breytni, ekki síst þegar kem­ur að út­gáfu barna- og ung­menna­bóka.“