Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2012

 Í flokki fræðibóka og rita almenns efnis  eru eftirtaldar bækur tilnefndar:  Örlagaborgin, brotabrot úr afrekssögu frjálshyggjunnar, fyrri hluti, eftir Einar Má Jónsson, Pater Jón Sveinsson, Nonni eftir Gunnar F. Guðmundsson, Upp með fánann. Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga eftir Gunnar Þór Bjarnason, Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu eftir Jón Ólafsson og Sagan af klaustrinu á Skriðu eftir Steinunni Kristjánsdóttur.

Í flokki fagurbókmennta eru tilnefndar:

 

Undantekningin eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Illska eftir Eirík Örn Norðdahl, Suðurglugginn eftir Gyrði Elíasson, Milla eftir Kristínu Ómarsdóttur og Endimörk heimsins eftir Sigurjón Magnússon.
 

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna hlutu: Allt er ást eftir Kristian Lundberg, þýðandi Þórdís Gísladóttir, Ariasman eftir Tapio Koivukari í þýðingu Sigurðar Karlssonar, Hjaltlandsljóð. Tvímála útgáfa safns ljóða eftir samtímaskáld frá Hjaltlandseyjum, þýðandi Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Sá hlær best sagði pabbi eftir Gunillu Bergström í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur og Svarti sauðurinn og aðrar fabúlur eftir Augusto Monterroso en þýðandi hennar er Kristín Guðrún Jónsdóttir.

Um mánaðamótin janúar og febrúar á næsta ári afhendir forseti Íslands verðlaunin á Bessastöðum.

Íslensku bókmenntaverðlaununum var komið á fót árið 1989 í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889.