Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2008

Tilnefnt hefur verið til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2008. Íslensku bókmenntaverðlaunin voru stofnuð af Félagi íslenskra bókaútgefanda árið 1989 og eru veitt af Forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í janúar hvert ár segir í fréttatilkynningu Félags íslenskra bókaútgefananda. Í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis voru eftirfarandi 5 bækur
tilnefndar:

 

Hjörleifur Guttormsson: Árbók Ferðafélags Íslands 2008. Úthérað ásamt
 Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði. Útgefandi: Ferðafélag
 Íslands
 Ingunn Ásdísardóttir og Kristín Ragna Gunnarsdóttir: Örlög guðanna.
 Útgefandi: Mál og menning
 Loftur Guttormsson, ritstjóri. Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007.
 Útgefandi: Háskólaútgáfan
 Vilhjálmur Árnason: Farsælt líf, réttlátt samfélag. Kenningar í
 siðfræði. Útgefandi: Mál og menning
 Þorvaldur Kristinsson: Lárus Pálsson leikari. Útgefandi: JPV útgáfa

 Dómnefnd skipuðu Stefán Pálsson, formaður, Aðalsteinn Ingólfsson,
 Védís Skarphéðinsdóttir.

 Lokadómnefnd skipa formenn nefndanna tveggja, Dr. Dagný
 Kristjánsdóttir og Stefán Pálsson auk Guðrúnar Kvaran prófessors sem
 skipuð er af forseta Íslands og jafnframt er formaður lokadómnefndar.
 Lokadómnefnd velur tvær vinningsbækur úr hópi hinna tilnefndu verka og
 veitir forseti Íslands höfundum þeirra Íslensku bókmenntaverðlaunin á
 Bessastöðum í janúarlok 2009.

 Í flokki fagurbókmennta voru eftirfarandi 5 bækur tilnefndar:

 Álfrún Gunnlaugsdóttir: Rán. Útgefandi Mál og menning
 Einar Kárason: Ofsi. Útgefandi Mál og menning
 Guðrún Eva Mínervudóttir: Skaparinn. Útgefandi JPV útgáfa
 Óskar Árni Óskarsson: Skuggamyndir úr ferðalagi. Útgefandi: Bjartur
 Sjón: Rökkurbýsnir. Útgefandi: Bjartur

 Dómnefnd skipuðu Dr. Dagný Kristjánsdóttir, formaður, Felix Bergsson,
 Þóra Sigríður Ingólfsdóttir

 

 Verðlaunahafar síðustu 19 ára eru:

 2007
 Sigurður Pálsson: Minnisbók
 Þorsteinn Þorsteinsson: Ljóðhús. Um skáldskap Sigfúsar Daðasonar
 2006
 Ólafur Jóhann Ólafsson: Aldingarðurinn
 Andri Snær Magnason: Draumalandið

 2005
 Jón Kalman Stefánsson: Sumarljós og svo kemur nóttin
 Kristín B. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur Danto, Matthías
 Johannessen og Silja Aðalsteinsdóttir: Kjarval

 2004
 Auður Jónsdóttir: Fólkið í kjallaranum
 Halldór Guðmundsson: Halldór Laxness

 2003
 Ólafur Gunnarsson: Öxin og jörðin
 Guðjón Friðriksson: Jón Sigurðsson, ævisaga II

 2002
 Ingibjörg Haraldsdóttir: Hvar sem ég verð
 Páll Hersteinsson og Pétur M. Jónasson: Þingvallavatn

 2001
 Hallgrímur Helgason: Höfundur Íslands
 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Björg

 2000
 Gyrðir Elíasson: Gula húsið
 Guðmundur Páll Ólafsson: Hálendið í náttúru Íslands

 1999
 Andri Snær Magnason: Sagan af bláa hnettinum
 Páll Valsson: Jónas Hallgrímsson

 1998
 Thor Vilhjálmsson: Morgunþula í stráum
 Hörður Ágústsson: Íslensk byggingararfleifð I : ágrip af
 húsagerðarsögu 1750-1940

 1997
 Guðbergur Bergsson: Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar : skáldævisaga
 Guðjón Friðriksson: Einar Benediktsson

 1996
 Böðvar Guðmundsson: Lífsins tré
 Þorsteinn Gylfason: Að hugsa á íslensku

 1995
 Steinunn Sigurðardóttir: Hjartastaður
 Þór Whitehead: Milli vonar og ótta

 1994
 Vigdís Grímsdóttir: Grandavegur 7
 Silja Aðalsteinsdóttir: Skáldið sem sólin kyssti : ævisaga Guðmundar
 Böðvarssonar

 1993
 Hannes Pétursson: Eldhylur
 Jón G. Friðjónsson: Mergur málsins : íslensk orðatiltæki : uppruni,
 saga og notkun

 1992
 Þorsteinn frá Hamri: Sæfarinn sofandi
 Vésteinn Ólason, Sverrir Tómasson og Guðrún Nordal: Bókmenntasaga I

 1991
 Guðbergur Bergsson: Svanurinn
 Guðjón Friðriksson: Bærinn vaknar 1870-1940

 1990
 Fríða Á. Sigurðardóttir: Meðan nóttin líður
 Hörður Ágústsson: Skálholt : kirkjur

 1989
 Stefán Hörður Grímsson: Yfir heiðan morgun : ljóð '87-'89

 Allar nánari upplýsingar veitir Félag íslenskra bókaútgefenda
 Benedikt Kristjánsson framkvæmdastjóri, s. 5118020
 Kristján B. Jónasson, formaður, s. 8997839