Tilkynnt var í dag um þær bækur sem tilnefndar eru til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár en fimm bækur eru tilnefndar í hvorum flokki um sig. Auk þess var tilkynnt um tilnefningar til íslensku þýðingarverðlaunanna en dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka tilkynnt um þær fimm þýðingar sem þykja skara framúr útgáfuárið 2011.
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:
Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson
Morkinskinna I og II bindi
Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag
Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson
Góður matur, gott líf – í takt við árstíðirnar
Útgefandi: Vaka-Helgafell
Jón Yngvi Jóhannsson
Landnám – ævisaga Gunnars Gunnarssonar
Útgefandi: Mál og menning
Páll Björnsson
Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar
Útgefandi: Sögufélag
Sigríður Víðis Jónsdóttir
Ríkisfang: Ekkert – Flóttinn frá Írak á Akranes
Útgefandi: Mál og menning
Dómnefnd skipa:
Þorgerður Einarsdóttir, Prófessor við Háskóla Íslands – Formaður
Jón Ólafsson, Prófessor við Háskólann á Bifröst
Auður Styrkársdóttir, Forstöðukona Kvennasögusafns Íslands
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta
Guðrún Eva Mínervudóttir
Allt með kossi vekur
Útgefandi: JPV útgáfa
Hallgrímur Helgason
Konan við 1000°
Útgefandi: JPV útgáfa
Jón Kalmann Stefánsson
Hjarta mannsins
Útgefandi: Bjartur
Oddný Eir Ævarsdóttir
Jarðnæði
Útgefandi: Bjartur
Steinunn Sigurðardóttir
jójó
Útgefandi: Bjartur
Dómnefnd skipa:
Árni Matthíasson – Formaður
Viðar Eggertsson
Þorgerður Elín Sigurðardóttir
Eftirfarandi bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2011:
Andarsláttur eftir Hertu Müller. Þýðandi: Bjarni Jónsson
Útgefandi: Ormstunga
Fásinna eftir Horacio Castellanos Moya. Þýðandi: Hermann Stefánsson
Útgefandi: Bjartur
Regnskógabeltið raunamædda eftir Claude Lévi-Strauss. Þýðandi: Pétur Gunnarsson
Útgefandi: JPV útgáfa
Reisubók Gúllívers eftir Jonathan Swift. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson
Útgefandi: Mál og menning
Tunglið braust inn í húsið. Ljóð eftir marga höfunda. Þýðandi: Gyrðir Elíasson
Útgefandi: Uppheimar