Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2022

´Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunamma voru kynntar 1. desember af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Kjarvalsstöðum, fyrir hönd FÍBÚT – félag bókaútgefanda.

Til­nefn­ing­ar í flokki fræðibóka og rita al­menns efn­is

Eft­ir­far­andi höf­und­ar eru til­nefnd­ir í flokki fræðibóka og rita al­menns efn­is:

  • Árni Snæv­arr fyr­ir Ísland Babýlon: Dýra­fjarðar­málið og sjálf­stæðis­bar­átt­an í nýju ljósi sem Mál og menn­ing gef­ur út. „Skemmti­leg frá­sögn um lítt þekkt­an kafla í sög­unni sem sýn­ir sjálf­stæðis­bar­átt­una frá nýju sjón­ar­horni. Höf­und­ur leit­ast við að setja Ísland í sam­hengi við bylt­inga­sögu Evr­ópu. Þetta er vand­lega unnið verk sem fær les­end­ur til að end­ur­meta stöðu Íslands í um­heim­in­um.“
  • Krist­ín Svava Tóm­as­dótt­ir fyr­ir Far­sótt: Hundrað ár í Þing­holts­stræti 25 sem Sögu­fé­lag gef­ur út. „Vandað verk sem veit­ir inn­sýn í þróun heil­brigðis- og vel­ferðar­mála á Íslandi. Sag­an er vel skrifuð, út frá sjón­ar­horni húss sem gegndi ólík­um en mik­il­væg­um hlut­verk­um í þróun nú­tíma­sam­fé­lags. Marg­ar eft­ir­minni­leg­ar per­són­ur úr öll­um þjóðfé­lags­hóp­um koma við sögu og ríku­legt mynd­efni styður vel við frá­sögn­ina. Fal­leg og fróðleg bók.“
  • Ragn­ar Stef­áns­son fyr­ir Hvenær kem­ur sá stóri? Að spá fyr­ir um jarðskjálfta sem Skrudda gef­ur út. „Stór­fróðlegt yf­ir­lits­rit um jarðskjálfta sem lærðir og leik­ir munu hafa gagn og gam­an af. Hér birt­ist afrakst­ur ára­tuga rann­sókna eft­ir einn af okk­ar helstu sér­fræðing­um um efnið og er hann bjart­sýnn á að unnt verði að segja fyr­ir um jarðskjálfta. Með vönduðum texta og lýs­andi skýr­ing­ar­mynd­um auðveld­ar höf­und­ur al­menn­ingi skiln­ing á jarðskjálft­um.“
  • Stefán Ólafs­son fyr­ir Bar­átt­una um bjarg­irn­ar: Stjórn­mál og stétta­bar­átta í mót­un ís­lensks sam­fé­lags sem Há­skóla­út­gáf­an gef­ur út. „Í bók­inni grein­ir höf­und­ur efna­hags­líf, völd og stjórn­mál á Íslandi með vand­lega rök­studd­um mál­flutn­ingi. Grein­ing­in bygg­ist á um­fangs­mikl­um gögn­um sem sett eru fram í skýr­um og lýs­andi mynd­rit­um þar sem þróun á ís­lensku sam­fé­lagi er sett í alþjóðlegt sam­hengi. Slíkt rit er nauðsyn­legt fyr­ir stjórn­má­laum­ræðu á Íslandi.“
  • Þor­steinn Gunn­ars­son fyr­ir Nes­stofu við Seltjörn: Saga húss­ins, end­ur­reisn og bygg­ing­ar­list sem Þjóðminja­safn Íslands gef­ur út. „Hús okk­ar fyrsta land­lækn­is, sem byggt var á ár­un­um 1761-1767 á sér merki­lega sögu. Ritið á er­indi til allra sem er um­hugað um hús­vernd­un og varðveislu menn­ing­ar­arfs­ins. Líkt og við bygg­ingu og end­ur­gerð Nes­stofu hef­ur höf­und­ur verks­ins nostrað við hvert smá­atriði. Með vandaðri fram­setn­ingu mynda les­end­ur sterk tengsl við húsið, íbúa þess, starf­semi og sögu.“

Dóm­nefnd skipuðu Skúli Páls­son, formaður dóm­nefnd­ar, Mar­grét Auðuns­dótt­ir og Sara Hrund Helgu­dótt­ir.

Aðrar tilnefningar má sjá á mbl: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/12/01/tuttugu_baekur_tilnefndar/