Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans

Til­nefn­ing­ar Félags Íslenskra bókaútgefanda voru kynntar í Eddu 1. desember, alls tuttugu bækur í fjórum flokkum.

For­seti Íslands, Guðni Th. ­Jó­hann­es­son, af­hend­ir verðlaun­in á Bessa­stöðum á nýju ári. For­menn dóm­nefnd­anna fjög­urra, Hjalti Freyr Magnús­son, Kristján Sig­ur­jóns­son, Stein­gerður Stein­ars­dótt­ir og Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir munu koma sam­an ásamt for­seta­skipuðum for­manni, Krist­ínu Ingu Viðars­dótt­ur, og velja einn verðlauna­hafa úr hverj­um flokki. Verðlauna­upp­hæðin er ein millj­ón króna fyr­ir hvert verðlauna­verk, sem Fé­lag ís­lenskra bóka­út­gef­enda kost­ar. Íslensku bók­mennta­verðlaun­in voru fyrst veitt árið 1989 og er ætlað að draga fram at­hygl­is­verðustu út­gáfu­bæk­ur hvers árs. Þetta er því í 35. sinn sem til­nefnt er til verðlaun­anna.

Fé­lag ís­lenskra bóka­út­gef­enda gerði sam­komu­lag við Íslenska glæpa­fé­lagið árið 2022 um að taka yfir verk­lega fram­kvæmd Íslensku glæpa­sagna­verðlaun­anna Blóðdrop­ans ásamt því að kosta verðlaun­in með sama hætti og Íslensku bók­mennta­verðlaun­in. Hand­hafi Blóðdrop­ans verður, líkt og áður, fram­lag Íslands til nor­rænu glæpa­sagna­verðlaun­anna Gler­lyk­ils­ins.

Til­nefn­ing­ar til Blóðdrop­ans

Eft­ir­far­andi höf­und­ar eru til­nefnd­ir til Íslensku glæpa­sagna­verðlaun­anna Blóðdrop­ans í staf­rófs­röð bóka­titla:

  • Stein­dór Ívars­son fyr­ir Blóðmeri sem Stor­ytel og Sög­ur út­gáfa gefa út. „Spenn­andi frá­sögn af rann­sókn á dul­ar­full­um og óhugn­an­leg­um morðum í Reykja­vík nú­tím­ans, sem tengj­ast ódæðis­verki í fortíðinni. Vel er sagt frá fram­vindu rann­sókn­ar­inn­ar og hvernig ógn­vekj­andi at­b­urðir grípa inn í hvers­dagstil­veru fólks, sem virðist of­ur­venju­legt. Spenn­unni er haldið fram á síðustu blaðsíðu.“
  • ​Stefán Máni fyr­ir Borg hinna dauðu sem Sög­ur út­gáfa gef­ur út. „Vel heppnaður spennu­tryll­ir þar sem ein lit­rík­asta per­sóna ís­lenskra glæpa­sagna leys­ir úr flóknu saka­máli í kappi við tím­ann. Sög­unni vind­ur áfram með mynd­ræn­um og áreynslu­laus­um hætti. Sjón­ar­horn­inu er einnig beint að óþolandi þjóðfé­lags­meini og krefj­andi fjöl­skyldu­lífi lög­reglu­manns­ins. Afrakst­ur­inn er vönduð glæpa­saga sem held­ur les­and­an­um á tán­um frá upp­hafi til enda.“
  • ​Eva Björg Ægis­dótt­ir fyr­ir Heim fyr­ir myrk­ur sem Ver­öld gef­ur út. „Vel sögð saga með fjöl­breyttu, breysku per­sónugalle­ríi og slung­inni at­b­urðarás. Sögu­sviðið er áhuga­vert og sag­an er í senn glæpa- og spennu­saga, sál­fræðitryll­ir, fjöl­skyldu­drama og ís­lensk sam­fé­lags­lýs­ing á seinni hluta síðustu ald­ar. Höf­und­ur sáir fjölda efa­semda í hug les­anda þannig að hann grun­ar allt og alla sög­una á enda.“
  • ​Skúli Sig­urðsson fyr­ir Maður­inn frá São Pau­lo sem Drápa gef­ur út. „Ný­stár­leg saga þar sem sögu­leg­um at­b­urðum og raun­veru­leg­um per­són­um úr mesta hild­ar­leik sög­unn­ar er fléttað sam­an við ís­lenskt sam­fé­lag á 8. ára­tug siðustu ald­ar. Höf­und­ur vand­ar vel til verka og sag­an hef­ur yfir sér trú­verðugan blæ þrátt fyr­ir að at­b­urðarás­in sé fram­andi. Spenn­andi og gríp­andi frá­sögn, sem les­and­inn get­ur vart lagt frá sér fyrr en ráðgát­an leys­ist.“
  • ​Arn­ald­ur Indriðason fyr­ir Sælu­ríkið sem Vaka Helga­fell gef­ur út.  „Firnagóð flétta þar sem þræðir spill­ing­ar við úr­lausn gam­als morðmáls vef­ast sam­an við tor­tryggni kalda­stríðsár­anna og mann­dráps í nú­tím­an­um. Um­hverf­is- og sam­fé­lags­lýs­ing­ar áhrifa­rík­ar og per­sónu­sköp­un hreint af­bragð.“

Dóm­nefnd skipuðu Kristján Sig­ur­jóns­son, formaður dóm­nefnd­ar, Björn Ingi Óskars­son​​​​​​ og Mjöll Snæs­dótt­ir.

Til­nefn­ing­ar í flokki barna og ung­menna­bóka ​

​Eft­ir­far­andi höf­und­ar eru til­nefnd­ir í flokki barna- og ung­menna­bóka:

  • ​Gunn­ar Helga­son og Rán Flygenring mynd­höf­und­ur fyr­ir Bannað að drepa sem Mál og menn­ing gef­ur út.  „Stór­kost­lega fynd­in, ein­læg og átak­an­leg frá­sögn sem spil­ar á all­an til­finn­ingaskalann. Sag­an, sem tek­ur áreynslu­laust á mál­efn­um líðandi stund­ar, er skemmti­lega mynd­lýst, auðles­in og per­sónu­sköp­un höf­und­ar ein­stök.“​
  • Sæv­ar Helgi Braga­son og Elías Rúni mynd­höf­und­ur fyr­ir Vís­inda­læsi – Ham­far­ir sem JPV út­gáfa gef­ur út. „Hnytt­in og fræðandi bók um áhrifa­mátt ham­fara, svo sem til­urð tungls og jarðar, þróun súr­efn­is og ör­lög risaeðla. Ein­stak­lega vel mynd­lýst frá­sögn sem hvet­ur til um­hugs­un­ar um ör­lög jarðar­inn­ar og hvort við get­um enn haft ein­hver áhrif.“
  • ​Hild­ur Knúts­dótt­ir fyr­ir Hrím sem JPV út­gáfa gef­ur út. „Vel skrifuð og heill­andi þroska­saga sem fjall­ar um erfiða lífs­bar­áttu, hug­rekki, ást­ina og trúna á sjálf­an sig í heimi sem er svo ná­lægt okk­ur en samt svo fjarri. Höf­und­ur býr til mjög trú­verðugan hug­ar­heim og tekst að halda les­and­an­um spennt­um frá upp­hafi til enda.“
  • ​Arn­dís Þór­ar­ins­dótt­ir og Hulda Sigrún Bjarna­dótt­ir fyr­ir Mömmu­skipti sem Mál og menn­ing gef­ur út.  „Frum­leg saga sem fjall­ar á mein­fynd­inn en ein­læg­an hátt um líf barna hinna svo­kölluðu áhrifa­valda. Hvers virði er einka­lífið? Er hægt að setja það upp í súlu­rit og kök­ur? Hve mikið ætl­um við að láta snjall­tæk­in stjórna lífi okk­ar?“
  • Embla Bachmann fyr­ir Stelp­ur strang­lega bannaðar! sem Bóka­beit­an gef­ur út. „Ein­föld en áhrifa­rík saga sem fjall­ar á lipr­an hátt um flókn­ar til­finn­ing­ar. Dá­sam­leg og djúp per­sónu­sköp­un með skemmti­leg­um lýs­ing­um sem hrífa les­and­ann með sér. Glæsi­leg frum­raun höf­und­ar.“

​Dóm­nefnd skipuðu Hjalti Freyr Magnús­son, formaður dóm­nefnd­ar, Ásgerður Júlí­us­dótt­ir og Hrönn Sig­urðardótt­ir Erlu­dótt­ir.

​Til­nefn­ing­ar í flokki fræðibóka og rita al­menns efn­is

Eft­ir­far­andi höf­und­ar eru til­nefnd­ir í flokki fræðibóka og rita al­menns efn­is:

  • ​Þórður Helga­son fyr­ir Alþýðuskáld­in á Íslandi – Saga um átök sem Hið ís­lenska bók­mennta­fé­lag gef­ur út. „Tíma­móta­verk og mik­ill fróðleik­ur sam­an dreg­inn um efni sem hef­ur ekki mikið verið fjallað um til þessa. Vel skrifuð bók.“
  • ​Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir fyr­ir Ég verð aldrei ung­frú meðfæri­leg – Bar­áttu­saga Guðrún­ar Jóns­dótt­ur sem Vaka Helga­fell gef­ur út. „Áhrifa­rík bók þar sem Guðrún hlíf­ir hvorki sjálfri sér né öðrum. Skrifuð af ástríðu fyr­ir efn­inu og fjall­ar um ævi­starf konu í þágu kvenna.“
  • ​Elsa E. Guðjóns­son og Lilja Árna­dótt­ir fyr­ir Með verk­um hand­anna – Íslensk­ur ref­ilsaum­ur fyrri alda sem Þjóðminja­safn Íslands gef­ur út. „Glæsi­leg bók og ríku­lega myndskreytt. Fal­legt og veg­legt rit sem vitn­ar um ríkt menn­ing­ar­starf kvenna á fyrri tím­um. Í bók­inni er fjallað á grein­argóðan hátt um þann stór­brotna menn­ing­ar­arf sem klæðin eru.“
  • ​Har­ald­ur Sig­urðsson fyr­ir Sam­fé­lag eft­ir máli – Bæj­ar­skipu­lag á Íslandi og fræðin um hið byggða um­hverfi sem Sögu­fé­lag gef­ur út. „Glæsi­legt verk þar sem höf­undi tekst að fjalla um breyt­ing­una úr sveit í borg á aðgengi­leg­an og læsi­leg­an hátt. Vandað yf­ir­lits­verk um skipu­lags­mál.“
  • ​Guðmund­ur Magnús­son fyr­ir Séra Friðrik og dreng­irn­ir hans – Saga æsku­lýðsleiðtoga sem Ugla út­gáfa gef­ur út.  „Yf­ir­grips­mik­il bók sem bygg­ir á ít­ar­legri rann­sókn­ar­vinnu og skoðun á viðamikl­um skjala og bréfa­söfn­um. Höf­und­ur læt­ur heim­ild­irn­ar tala sínu máli og læt­ur les­anda eft­ir að draga álykt­an­ir.“

​Dóm­nefnd skipuðu Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, formaður dóm­nefnd­ar,  ​​​​​​Bes­sý Jó­hanns­dótt­ir og Þor­vald­ur Sig­urðsson.

​Til­nefn­ing­ar í flokki skáld­verka 

​Eft­ir­far­andi höf­und­ar eru til­nefnd­ir í flokki skáld­verka:

  • ​Stein­unn Sig­urðardótt­ir fyr­ir Ból sem Mál og menn­ing gef­ur út.  „Marg­slung­in, þétt og spenn­andi ör­laga­saga. Djúpri sorg og söknuði er lýst af ein­stakri næmni og list­fengi. Per­sónu­sköp­un­in er einkar vel heppnuð og teng­ingu manns og nátt­úru gerð skil á at­hygl­is­verðan hátt. Ólg­andi til­finn­ing­ar per­sóna eiga sér sam­hljóm í nátt­úru­öfl­un­um þegar sár leynd­ar­mál koma í ljós.“
  • ​Auður Ava Ólafs­dótt­ir fyr­ir  DJ Bambi sem Bene­dikt bóka­út­gáfa gef­ur út. „Áhrifa­mik­il skáld­saga skrifuð af miklu næmi og inn­sæi. Höf­und­ur velt­ir upp heim­speki­leg­um til­vist­ar­spurn­ing­um af mennsku og hlýju. Ljóðrænn text­inn er hríf­andi fal­leg­ur og kím­inn. Per­són­urn­ar eru eft­ir­minni­leg­ar og smeygja sér inn í hjörtu les­enda. Leik­andi létt, list­ræn og hug­mynda­rík saga um óvænt krafta­verk hvers­dags­lífs­ins á lín­unni milli lífs og dauða.“
  • ​Bjarni M. Bjarna­son fyr­ir Dún­stúlk­an í þok­unni sem Ver­öld gef­ur út. „Vel upp­byggð og fal­lega skrifuð sögu­leg skáld­saga. Höf­undi tekst að skapa dulúð og heill­andi heim þar sem allt get­ur gerst. Frum­leg­ur söguþráður og skemmti­leg tengsl við galdra­trú fortíðar­inn­ar og ís­lensk­an þjóðsagna­arf. Per­són­ur eru trú­verðugar og sag­an bæði áhrifa­mik­il og eft­ir­minni­leg.“
  • Vil­borg Davíðsdótt­ir fyr­ir Land næt­ur­inn­ar sem Mál og menn­ing gef­ur út. „Vel skrifuð, þræl­spenn­andi og áhuga­verð bók. Heim­ilda­vinna skil­ar lif­andi lýs­ingu á menn­ingu, lífs­hátt­um og ferðum forn­manna sem hríf­ur les­anda með sér. Vil­borg sæk­ir í ís­lensk­an sagna­brunn og má segja að Land næt­ur­inn­ar sé kór­óna á sér­lega vönduðu höf­und­ar­verki und­an­farna ára­tugi.“
  • Ei­rík­ur Örn Norðdahl fyr­ir Nátt­úru­lög­mál­in sem Mál og menn­ing gef­ur út. „Sögu­leg skáld­saga, full af húm­or og skrifuð af mik­illi orðgnótt. Sög­una ein­kenn­ir ríf­andi frá­sagn­argleði, list­fengi í stíl og frum­leg­ur söguþráður. Þrátt fyr­ir fjörið og létt­leik­ann er hér tek­ist á við stór­ar heim­speki­leg­ar spurn­ing­ar svo úr verður inn­halds­ríkt og eft­ir­tekt­ar­vert skáld­verk.“

​Dóm­nefnd skipuðu Stein­gerður Stein­ars­dótt­ir, formaður dóm­nefnd­ar, Guðrún Birna Ei­ríks­dótt­ir og Hlyn­ur Páll Páls­son.