Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015

"" 

Þann 2. desember 2015, var tilkynnt í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi hvaða bækur eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna. Tilnefnt var í þremur flokkum, flokki barna- og unglingabókmennta, fræðibóka og rita almenns eðlis og flokki fagurbókmennta. 

Fræðibækur og rit almenns eðlis

Heiður og huggun – Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur
Útgefandi: Stofnun Árna Magnússonar

Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur
Útgefandi: Forlagið

Rof – Frásagnir kvenna af fóstureyðingum eftir Silju Báru Ómarsdóttur og Steinunni Rögnvaldsdóttur
Útgefandi: Háskólaútgáfan

Dómnefnd skipuðu Erna Magnúsdóttir líffræðingur (formaður), Erla Elíasdóttir Völudóttir þýðandi og Sigurrós Erlingsdóttir íslenskukennari.
 

 

Barna – og unglingabókmenntir

Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur
Útgefandi: Forlagið

Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur
Útgefandi: Bókabeitan

Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur og Þórarin M. Baldursson
Útgefandi: Bjartur

Dómnefnd skipuðu Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir teiknari og hreyfimyndagerðarmaður (formaður), Júlía Margrét Axelsdóttir blaðamaður og Þorbjörg Karlsdóttir bókasafnsfræðingur.

Fagurbókmenntir

Humátt eftir Guðrúnu Hannesdóttur
Útgefandi: Textasmiðjan

Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur
Útgefandi: Forlagið

Tvöfalt gler eftir Halldóru K. Thoroddsen
Útgefandi: HKT/1005 Tímaritaröð

Dómnefnd skipuðu Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bókmenntafræðingur og rithöfundur (formaður), Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir íslenskukennari og málfarsráðgjafi og Salka Guðmundsdóttir leikskáld og þýðandi