Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2012

Dómnefndir Fjöruverðlaunanna kynntu niðurstöður sínar í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu 14. desember.

Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna og eiga þau uppruna sinn í bókmenntahátíð kvenna sem haldin var í fyrsta sinn vorið 2007 að frumkvæði hóps kvenna innan Rithöfundasambands Íslands. Fjöruverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í lok bókmenntahátíðarinnar og hafa þau verið árlegur viðburður síðastliðin fimm ár.

 

Veitt eru verðlaun í þremur flokkum – þ.e. fyrir fagurbókmenntir, fræðibækur og barna- og unglingabækur. Við síðustu úthlutun var tekið upp á þeirri nýbreytni að tilnefna þrjár bækur í hverjum flokki nokkrum vikum fyrir verðlaunaveitinguna. Er þetta því í annað skipti sem kynntar eru tilnefningar til Fjöruverðlaunanna.

Eftirfarandi bækur hlutu tilnefningu að þessu sinni:

Fagurbókmenntir

  • Jójó eftir Steinunni Sigurðardóttur (útg. Bjartur)
  • Kanill: ævintýri og örfá ljóð um kynlíf eftir Sigríði Jónsdóttur (útg. Sæmundur)
  • Jarðnæði eftir Oddnýju Eir Ævarsdóttur (útg. Bjartur)

Fræðibækur

  • Mannvist. Sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu Lárusdóttur (útg. Opna)
  • Nútímans konur: Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903 eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur (útg. Háskólaútgáfan)
  • Ríkisfang ekkert: flóttinn frá Írak á Akranes eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur (útg. Forlagið)

Barna- og unglingabækur

  • Flugan sem stöðvaði stríðið eftir Bryndísi Björgvinsdóttur (útg. Forlagið)
  • Gegnum glervegginn eftir Ragnheiði Gestsdóttur (útg. Bjartur)
  • Með heiminn í vasanum eftir Margréti Örnólfsdóttur (útg. Bjartur)

Dómnefndir Fjöruverðlaunanna 2012 skipuðu:

Fagurbókmenntir: Þórdís Gísladóttur íslenskufræðingur, Æsa Guðrún Bjarnadóttir, bókmenntafræðingur og Margrét I. Ásgeirsdóttir bókasafnsfræðingur.

Fræðibækur: Þuríður Jóhannsdóttir, lektor á Menntavísindasviði, Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, bókmenntafræðingur.

Barna- og unglingabækur: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, lektor í íslensku á Menntavísindasviði, Helga Birgisdóttir, doktorsnemi í barnabókmenntum og Helga Ferdinandsdóttir, ritstjóri tímaritsins Börn og menning.