Dómnefnir Fjöruverðlaunanna kynntu niðurstöður sínar í Borgarbókasafninu þann 4. desember. Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi og eru þau veitt árlega fyrir bækur í þremur flokkum. Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningu að þessu sinni:
Fræðibækur og rit almenns eðlis
Saga þeirra, sagan mín eftir Helgu Guðrúnu Johnson
Kjaftað um kynlíf eftir Siggu Dögg
Ofbeldi á heimili – Með augum barna. Ritstjóri Guðrún Kristinsdóttir
Fagurbókmenntir
Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur
Lóaboratoríum, eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur
Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett, eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Barna- og unglingabókmenntir
Á puttanum með pabba eftir Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur og Völu Þórsdóttur
Hafnfirðingabrandarinn eftir Bryndísi Björgvinsdóttur
Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur