Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veit viðurkenningu fyrir fræðirit og aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekið upp sú nýbreytni að auk Viðurkenningarinnar sjálfrar kynnir Viðurkenningarráðið lista tíu framúrskarandi fræðirita sem koma til greina við veitingu Viðurkenningarinnar.
Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem fræðimönnum og höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning getur hlotnast. Veiting hennar hefur oft vakið athygli en sjaldan deilur. Öll fræðirit sem koma út á Ísl
Verðlaunaupphæðin er nú 750.000,- kr sem er sama upphæð og Félag íslenskra bókaútgefenda veitir til íslensku bókmenntaverðlaunanna í hvorum flokki fyrir sig.