Tilnefningar og Fjöruverðlaunin fyrir útgáfuárið 2019

""
Þetta er í fjórtánda sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í sjötta sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Dagur B. Eggertsson gesti velkomna og afhenti verðlaunahöfum blóm. Verðlaunahafar fá verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu. Verðlaunin hlutu:
 
Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:
Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur. Mál og menning.
 
Í flokki barna- og unglingabókmennta:
Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókabeitan

Í flokki fagurbókmennta:
Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Benedikt bókaútgáfa, 

Tilnefningarnar voru kynntar Borgarbókasafninu í miðbæ Reykjavíkur 3. desember 2019 

Eftirfarandi höfundar og bækur hlutu tilnefningar:

Fræðibækur og rit almenns eðlis

Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur
Jakobína: Saga skálds og konu eftir Sigríði Kristínu Þorgrímsdóttur
Listin að vefa eftir Ragnheiði Björk Þórsdóttur

Dómnefnd skipuðu Dalrún J. Eygerðardóttir, Sóley Björk Guðmundsdóttir og Þórunn Blöndal

 

Barna- og unglingabókmenntir

Kjarval: Málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur
Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur
Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur

Dómnefnd skipuðu Guðrún Jóhannsdóttir, Hildur Ýr Ísberg og Sigrún Birna Björnsdóttir.

Fagurbókmenntir

Svanafólkið eftir Kristínu Ómarsdóttur
Okfruman eftir Brynju Hjálmsdóttur
Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Dómnefnd skipuðu Elín Björk Jóhannsdóttir, Jóna Guðbjörg Torfadóttir og Kristín Ástgeirsdóttir.