tilnefningar

tilnefningar

2022

Anna María Bogadóttir.

Jarðsetning. Angústúra.

Persónulegt og vekjandi rit um manngerð rými sem hvetur til yfirvegunar um uppbyggingu og niðurbrot.

Ásdís Ólafsdóttir og Ólafur Kvaran.

Abstrakt geómetría á Íslandi 1950–1960. Veröld.

Vandað og fallegt rit um byltingaráratug í íslenskri myndlist. Ítarleg umfjöllun um tímabilið með myndum af einstökum verkum listamanna.

Ástríður Stefánsdóttir, Guðrún V. Stefánsdóttir og Kristín Björnsdóttir (ritstj.).

Aðstæðubundið sjálfræði. Líf og aðstæður fólks með þroskahömlun. Háskólaútgáfan.

Hagnýtt fræðirit um þann einfalda en oft hunsaða sannleik að allir þjóðfélagsþegnar eigi að njóta grundvallarmannréttinda. Tímamótaverk.

Daníel Bergmann.

Fálkinn. Anda.

Falleg og vönduð bók sem gefur góða innsýn í lifnaðarhætti fálkans og náið samband hans við íslensku rjúpuna, prýdd einstæðum ljósmyndum.

Helgi Þorláksson.

Á sögustöðum. Bessastaðir, Skálholt, Oddi, Reykholt, Hólar, Þingvellir. Vaka-Helgafell.

Mikilvæg bók sem teflir niðurstöðum nýlegra rannsókna fram gegn hefðbundinni sýn á sögustaði.

Hjalti Pálsson.

Byggðasaga Skagafjarðar. I.­–X. bindi. Sögufélag Skagfirðinga.

Yfirgripsmikið fjölbindaverk, skrifað af þekkingu og stutt margvíslegum heimildum ásamt fjölda ljósmynda.

Kristín Svava Tómasdóttir.

Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25. Sögufélag.

Saga Farsóttarhússins myndar ramma utan um óvæntar frásagnir og sjónarhorn sem skerpt er á með vönduðu myndefni.

Ragnar Stefánsson.

Hvenær kemur sá stóri? Að spá fyrir um jarðskjálfta. Skrudda.

Vandað fræðirit um jarðhræringar á Íslandi stutt viðamiklum mæligögnum og frábærum skýringarmyndum og kortum.

Stefán Ólafsson.

Baráttan um bjargirnar. Stjórnmál og stéttarbarátta í mótun íslensks samfélags. Háskólaútgáfan.

Víðtæk og vel skrifuð þjóðfélagsfræðileg greining á þróun lífskjara og samfélagsgerðar á Íslandi.

Þorsteinn Gunnarsson.

Nesstofa við Seltjörn. Saga hússins, endurreisn og byggingarlist. Þjóðminjasafn Íslands.

Ítarlegt yfirlitsrit þar sem lesendur fá glögga innsýn í aldarfar og atburði í kaupbæti með sögu Nesstofu fyrr og nú.

2021

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir. 

Samfélagshjúkrun. Iðnú útgáfa.

Þarft kennslurit um samfélagslega brýn málefni sem hefur víða skírskotun og nýtist bæði skólafólki og almenningi.

Aðalheiður Guðmundsdóttir. 

Arfur aldanna. I Handan hindarfjalls. II Norðvegur. Háskólaútgáfan.

Vandað og yfirgripsmikið rit sem opnar heillandi baksvið fornaldarsagna fyrir lesendum.

Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg. 

Laugavegur. Angústúra.

Með göngu upp Laugaveginn fá lesendur nýja sýn á sögu og þróun húsanna við þessa aðalgötu bæjarins, verslun og mannlíf.

Arnþór Gunnarsson.

Hæstiréttur í hundrað ár. Saga. Hið íslenska bókmenntafélag.

Verðugt afmælisrit sem grefur upp forvitnilegar og oft óvæntar hliðar á sögu æðsta dómstóls sjálfstæðs Íslands.

Auður Aðalsteinsdóttir. 

Þvílíkar ófreskjur. Vald og virkni ritdóma á íslensku bókmenntasviði. Sæmundur.

Brautryðjandaverk þar sem fjallað er um þróun bókmenntaumfjöllunar á Íslandi með hliðsjón af alþjóðlegum straumum.

Guðrún Ása Grímsdóttir (útgefandi). 

Sturlunga saga eða Íslendinga sagan mikla I-III. Hið íslenzka fornritafélag.

Úrvals textaútgáfa með greinargóðum inngangi um rannsóknir á Sturlungu og umgjörð hennar. Lesendur fá góða innsýn í ófriðartíma 13. aldar.

Kristjana Kristinsdóttir. 

Lénið Ísland. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld. Þjóðskjalasafn Íslands.

Vandað og ítarlegt verk um stöðu Íslands sem léns í danska konungsríkinu, byggt á umfangsmikilli rannsókn á frumheimildum.

Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir. 

Reykjavík barnanna. Tímaflakk um höfuðborgina okkar. Iðunn.

Fjörleg og falleg bók fyrir alla aldurshópa um líf og starf í Reykjavík fyrr og nú.

Már Jónsson (ritstjóri).

Galdur og guðlast á 17. öld. Dómar og bréf I-II. Sögufélag.

Rit sem opnar greiða leið að frumheimildum um galdramál og veitir jafnframt góða yfirsýn yfir framandlegt tímabil sögunnar.

Þórður Kristinsson og Björk Þorgeirsdóttir.

Kynjafræði fyrir byrjendur. Mál og menning.

Vel unnið og vekjandi kennsluefni sem gerir nýrri námsgrein góð skil og tengir saman sögulegar forsendur og samtímaumræðu.

2020

Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen.

Námsefni í dönsku á grunnskólastigi. Menntamálastofnun og Námsgagnastofnun.

Heildstætt og vandað námsefni í dönsku. Metnaðarfullt og fjölbreytt höfundarverk þar sem margra ára samstarf tveggja reynslumikilla kennara nýtur sín.

Bergljót Soffía Kristjánsdóttir.

Fræðaskjóða. Bókmenntafræði fyrir forvitna. Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands. Sæmundur.

Ítarleg og skemmtileg umfjöllun um bókmenntafræði. Hugtök eru skýrð á nýstárlegan hátt með mýmörgum dæmum. Mikill fengur fyrir áhugafólk um bókmenntir.

 Gísli Pálsson.

Fuglinn sem gat ekki flogið. Mál og menning.

Læsileg og þörf bók þar sem hugmyndin um útrýmingu og endalok dýrategundar er skoðuð frá óvenjulegu sjónarhorni.

 Gunnar Þór Bjarnason.

Spænska veikin. Mál og menning.

Vel skrifuð bók þar sem stjórnmálum á örlagatímum er fimlega fléttað saman við sögur einstakra manna og fjölskyldna með vandaðri sagnfræði.

Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring.

Hestar. Angústúra.

Teflt er saman gömlum sögum og nýjum, skemmtilegum texta og líflegum myndum í bók sem bæði fræðir og gleður.

Jón Hjaltason.

Fæddur til að fækka tárum. KÁINN. Ævi og ljóð. Völuspá útgáfa.

Kveðskapurinn talar sínu máli í hlýlegri frásögn af ævi drykkfellda hagyrðingsins og stemningin fyrir skáldskap í daglegu lífi Vestur-Íslendinga verður næstum áþreifanleg.

Kjartan Ólafsson.

Um Kommúnistaflokkinn og Sósíalistaflokkinn. DRAUMAR OG VERULEIKI. Stjórnmál í endursýn. Mál og menning.

Merk samantekt á sögu ysta vinstrisins í íslenskum stjórnmálum á 1930-1968 frá sjónarhóli manns sem sjálfur var í innsta hring þeirrar hreyfingar.

Kristján Leósson og Leó Kristjánsson †.

Íslenski kristallinn sem breytti heiminum. Mál og menning.

Fróðlegt ferðalag um eðlisfræðisögu ljóssins og mikilvægt hlutverk silfurbergs frá Íslandi í henni.

Pétur H. Ármannsson.

Guðjón Samúelsson húsameistari. Hið íslenska bókmenntafélag.

Vandað og ítarlegt yfirlitsrit um ævi og verk Guðjóns Samúelssonar. Verðugur minnisvarði um manninn sem mótaði byggingarlist og skipulagsmál hins nýsjálfstæða Íslands.

 Sigurður Ægisson.

Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin. Bókaútgáfan Hólar.

Ríkulega myndskreytt og frumlegt verk um íslenska varpfugla með margvíslegum fróðleik, ljóðum og frásögnum af sambúð náttúru og manns.

2019

Andri Snær Magnason
Um tímann og vatnið. Mál og menning.
Einstaklega vel skrifuð og áhrifarík bók sem fléttar umfjöllun um loftslagsbreytingr af mannavöldum við persónulega reynslu, fræði og alþjóðlega umræðu á frumlegan hátt.

Árni Einarsson
Tíminn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi. Mál og menning.
Í máli og glæsilegum myndum er sjónum beint að lítt þekktum leyndardómi Íslandssögunnar, fornaldargörðunum miklu, á ljósan og lifandi hátt.

Árni Heimir Ingólfsson

Tónlist liðinna alda. Íslensk handrit 1100–1800. Crymogea.
Falleg og vönduð bók sem veitir innsýn í forna tónlist Íslendinga í máli, myndum og tónum og breytir viðteknum hugmyndum um söngleysi þjóðar fyrr á öldum.

Björk Ingimundardóttir
Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I–II. Þjóðskjalasafn Íslands.
Yfirgripsmikið uppflettirit ásamt kortum sem auðveldar yfirsýn yfir sögu landsins og á eftir að nýtast í margvíslegum rannsóknum um langan aldur. Sagnfræðilegt stórvirki.

Haukur Arnþórsson
Um Alþingi. Hver kennir kennaranum? Haukur Arnþórsson.
Frumleg og beinskeytt greining á gögnum um störf löggjafans. Athyglisvert framlag til gagnrýninnar umræðu um stjórnmál á Íslandi.

Margrét Tryggvadóttir
Kjarval. Málarinn sem fór sínar eigin leiðir. Iðunn.
Í bókinni er saga manns og aldarfars tvinnuð saman við myndlist af sérstakri næmni sem höfðar til fólks á öllum aldri.

Ragnheiður Björk Þórsdóttir
Listin að vefa. Vaka–Helgafell.
Bókin leiðir lesendur inn í undurfallegan heim vefiðnar og veflistar. Skýr framsetning á flóknu efni, studd frábærum skýringarmyndum.

Rósa Eggertsdóttir
Hið ljúfa læsi. Handbók um læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema. Rósa Eggertsdóttir.
Metnaðarfull og vönduð samantekt á rannsóknum, hugmyndafræði og kennsluháttum. Kærkomin handbók, gerð af innsæi, þekkingu og reynslu.

Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Ný menning í öldrunarþjónustu. Ömmuhús.
Tímabær hugvekja um öldrunarþjónustu með manngildi í fyrirrúmi, skrifuð af ástríðu og þekkingu.

Unnur Birna Karlsdóttir

Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi. Sögufélag.
Vandað og aðgengilegt sagnfræðirit um einkennisdýr austuröræfanna, einstaka sögu þeirra og samband við þjóðina.

2018

Alda Björk Valdimarsdóttir
Jane Austen og ferð lesandans. Skáldkonan í þremur kvennagreinum samtímans. Háskólaútgáfan.
Ítarleg og áhugaverð rannsókn á ímynd Jane Austen í samtímanum og áhrifum hennar á kvennamenningu, einkum ástarsögur, skvísusögur og sjálfshjálparbækur.

Axel Kristinsson

Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands. Sögufélag.
Ögrandi söguskoðun og eftirtektarverður frásagnarstíll höfundar mynda öfluga heild.

Árni Daníel Júlíusson
Af hverju strái. Saga af byggð, grasi og bændum 1300–1700. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan.
Vönduð sagnfræðirannsókn og frumleg framsetning býður lesandanum í spennandi tímaferðalag aftur til lítt þekktra alda Íslandssögunnar.

Bára Baldursdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir
Krullað og klippt. Aldarsaga háriðna á Íslandi. Hið íslenska bókmenntafélag.
Faglega fléttað verk byggt á hárfínni heimildavinnu um sögu starfsgreinar þar sem sjónum er ekki síst beint að ólíkri kynjamenningu.

Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir
Flóra Íslands. Blómplöntur og byrkningar. Vaka-Helgafell.
Einstakt bókverk þar sem framúrskarandi fræðimennska, væntumþykja fyrir viðfangsefninu og listræn útfærsla mun sameina kynslóðir í lestri.

Kristín Svava Tómasdóttir
Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar. Sögufélag.

Brautryðjandaverk um sögu kláms og kynverundar á Íslandi sem byggir á afhjúpandi rannsóknum á vandmeðförnu efni.

Magnús Þorkell Bernharðsson
Mið-Austurlönd. Fortíð, nútíð og framtíð. Mál og menning.
Sérlega aðgengileg og fræðandi bók um nútímasögu Mið-Austurlanda, sögu- og menningarlegt samhengi nýliðinna viðburða og togstreitu milli heimshluta.

Ólafur Kvaran
Einar Jónsson myndhöggvari. Verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi. Hið íslenska bókmenntafélag.
Glæsileg og ríkulega myndskreytt bók um hugmyndafræði verka Einars og tengsl hans við alþjóðlegar listastefnur og íslenska menningu á fyrstu áratugum 20. aldar.

Rósa Rut Þórisdóttir
Hvítabirnir á Íslandi. Bókaútgáfan Hólar.
Yfirgripsmikið safn frásagna um átök manna og hvítabjarna, unnið upp úr óvenjulegu gagnasafni sem nær allt frá landnámi til okkar daga; efni sem höfðar til allra aldurshópa.

Sverrir Jakobsson
Kristur. Saga hugmyndar. Hið íslenska bókmenntafélag.
Fróðleg og sannfærandi framsetning á því hvernig hugmyndir manna um Krist þróuðust og breyttust gegnum aldirnar í meðförum þeirra sem á hann trúðu.

2017

Aðalheiður Jóhannsdóttir.
Inngangur að skipulagsrétti – lagarammi og réttarframkvæmd. Háskólaútgáfan.
Heildstætt rit um flókinn heim skipulagsréttar. Handbók sem gagnast bæði lærðum og leikum.

Ásdís Jóelsdóttir.
Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun. Háskólaútgáfan.
Margþætt rannsókn í textílfræði sem lýsir samspili handverks, hönnunar og sögu prjónaiðnaðar í fallegri útgáfu.

Egill Ólafsson † og Heiðar Lind Hansson.
Saga Borgarness I og II. – Byggðin við Brákarpoll og Bærinn við brúna. Borgarbyggð og Opna.
Áhugaverð saga sem á sér skýran samhljóm í þróun Íslandsbyggðar almennt, studd ríkulegu og fjölbreyttu myndefni.

Hjálmar Sveinsson og Hrund Skarphéðinsdóttir.
Borgin – heimkynni okkar. Mál og menning.
Fróðleg hugvekja og framlag til þjóðfélagsumræðu um skipulag, lífshætti og umhverfismál í borgarsamfélagi.

Stefán Arnórsson.
Jarðhiti og jarðarauðlindir. Hið íslenska bókmenntafélag.
Einstaklega ítarlegt rit um auðlindir í jörðu og brýn áminning um að huga að sjálfbærni við nýtingu náttúruauðæfa.

Stefán Ólafsson og Arnaldur Sölvi Kristjánsson.

Ójöfnuður á Íslandi – skipting tekna og eigna í fjölþjóðlegu samhengi. Háskólaútgáfan.
Skýr og aðgengileg greining á þróun eigna og tekna á Íslandi og misskiptingu auðs í alþjóðlegum samanburði.

Steinunn Kristjánsdóttir.
Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Sögufélag og Þjóðminjasafn Íslands.
Umfangsmikil og vel útfærð rannsókn sem varpar nýju ljósi á sögu klausturhalds á Íslandi. Frásagnarstíll höfundar gefur verkinu aukið gildi.

Unnur Jökulsdóttir.
Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk. Mál og menning.
Óvenju hrífandi frásagnir af rannsóknum við Mývatn og sambandi manns og náttúru.

Úlfar Bragason.
Frelsi, menning, framför – um bréf og greinar Jóns Halldórssonar. Háskólaútgáfan.
Næm lýsing á sjálfsmynd, væntingum og viðhorfum vesturfara við aðlögun þeirra að samfélagi og menningu Norður-Ameríku.

Vilhelm Vilhelmsson.
Sjálfstætt fólk – vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Sögufélag.
Aðgengilegt og vel skrifað rit sem sýnir hvernig vinnufólk fyrri tíma gat haft áhrif á bága stöðu sína með hversdagslegu andófi og óhlýðni.

2016

Ársæll Már Arnarsson.
Síðustu ár sálarinnar. Háskólaútgáfan.
Fléttað er saman á líflegan hátt hugmyndum ólíkra fræðigreina um sálina, allt frá Forn-Grikkjum til vorra daga.

Bergsveinn Birgisson.
Leitin að svarta víkingnum. Bjartur.
Ævintýraleg saga Geirmundar heljarskinns lifnar í samspili við fræðilega rannsókn höfundar og úr verður nýstárleg og trúverðug frásögn.

Elín Bára Magnúsdóttir.
Eyrbyggja saga. Efni og höfundareinkenni. Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands, og Háskólaútgáfan.
Aðgengileg greining á flókinni sögu og höfundi hennar er sett í samhengi við valdabaráttu þjóðveldisaldar.

Garðar Gíslason.
Á ferð um samfélagið. Þjóðfélagsfræði. Menntamálastofnun.
Vel ígrundað námsefni sem hvetur nemendur til að nota fjölbreyttar heimildir og hugsa á gagnrýninn og skapandi hátt.

Guðrún Ingólfsdóttir.
Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar. Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum fram á 18. öld. Háskólaútgáfan.
Ítarlegt verk um lítt kannað efni sem varpar ljósi á sambúð kvenna og bóka á miðöldum.

Helgi Hallgrímsson.
Fljótsdæla. Mannlíf og náttúrufar í Fljótsdalshreppi. Skrudda.
Af alúð og víðtækri þekkingu er fléttað saman sögu, náttúru og mannlífi í Fljótsdal. Vandað og ríkulega myndskreytt verk.

Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir (ritstj.).
Landsnefndin fyrri 1770–1771. Den islandske Landkommission 1770–1771, I og II. Þjóðskjalasafn Íslands í samstarfi við Sögufélag og Ríkiskjalasafn Danmerkur. .
Einstaklega vönduð útgáfa á frumheimildum um íslenskt samfélag á 18. öld. Ítarlegur inngangur, orðskýringar og vefsíða gefa verkinu aukið gildi.

Steinunn Knútsdóttir.
Lóðrétt rannsókn.Ódauðleg verk Áhugaleikhúss atvinnumanna 2005–2015. Listaháskóli Íslands og Háskólaútgáfan.
Óvenjuleg innsýn í hugmyndafræði um leikhús og hvernig unnið er að leikverkum frá fyrstu hugmynd til sýninga.

Viðar Hreinsson.
Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Lesstofan.
Með nærfærnum hætti er fjallað um ævintýralegt lífshlaup manns á mörkum forneskju og nútímafræða í samhengi við evrópska vísindasögu.

Úlfhildur Dagsdóttir.
Sjónsbók. Ævintýrið um höfundinn, súrrealisma og sýnir. JPV.
Fjallað er af þekkingu og innsæi um verk sérstæðs höfundar og ferillinn tengdur við lífssýn hans og stefnur í listum

2015

Bjarni F. Einarsson.
Landnám og landnámsfólk. Saga af bæ og blóti. Skrudda.
Í metnaðarfullu verki um einstakan fornleifafund er varpað nýju ljósi á líf og siðvenjur landnámsfólks á Íslandi.

Bjarni Guðmundsson.
Íslenskir sláttuhættir. Opna og Hið íslenska bókmenntafélag.
Höfundur opnar lesandanum skýra sýn á stórmerkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar og tekst að gæða afmarkað viðfangsefni lífi og lit.

Gunnar Þór Bjarnason.
Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918. Mál og menning.
Frumlegt verk þar sem fléttað er saman í læsilegum texta frásögnum af ógnaratburðum úti í heimi og viðbrögðum Íslendinga við þeim.

Mörður Árnason (umsjón og ritstjórn).
Passíusálmarnir. Crymogea.
Í þessu mikla verki skýrir umsjónarmaður orð og hugsun í hverju erindi og hverjum sálmi og rekur kunnáttusamlega þræði hugmynda, skáldskapar og guðfræði.

Ólafur Gunnar Sæmundsson.
Lífsþróttur, næringarfræði fróðleiksfúsra. Ós.
Vönduð bók, byggð á traustum fræðilegum grunni, þar sem upplýsingar um heilsusamlegt líferni og holla fæðu eru settar fram á skýran hátt í texta og myndum.

Páll Baldvin Baldvinsson.

Stríðsárin 1938–1945. JPV.
Í þessu umfangsmikla verki er dregin upp fjölbreytt og áhrifarík mynd af ljósum og dökkum hliðum stríðsáranna, samfélagslegum átökum og örlögum einstaklinga.

Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir.
Rof. Frásagnir kvenna af fóstureyðingum. Háskólaútgáfan.
Í þessu tímabæra verki er vakin athygli á mikilvægu málefni. Ólíkar raddir kvenna fá að hljóma og dregnir eru fram sameiginlegir þræðir í sögum þeirra.

Smári Geirsson.
Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Sögufélag.
Afar fróðleg frásögn í máli og myndum af ævintýralegum þætti íslenskrar efnahags- og atvinnusögu.

Soffía Auður Birgisdóttir.
Ég skapa — þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar. Opna.
Metnaðarfullt og þarft verk um framlag þessa sérstæða og umdeilda höfundar til íslenskra bókmennta, skrifað á aðgengilegan og líflegan hátt.

Þórunn Sigurðardóttir.
Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Með smitandi áhuga sínum og þekkingu kennir höfundur lesendum að skilja og meta löngu gleymdan kveðskap 17. aldar.

2014

Ágúst Einarsson
Hagræn áhrif ritlistar. Háskólinn á Bifröst.
Ritlist sett í efnahagslegt samhengi og tengsl hennar við atvinnu- og efnahagslíf brotin til mergjar með óhefðbundnum efnistökum.

Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason
Orðbragð. Forlagið.
Fersk og skemmtileg nálgun að íslenskri tungu. Fróðleik og umræðu um álitamál er haganlega fléttað saman.

Guðrún Kristinsdóttir (ritstj.)
Ofbeldi á heimili. – Með augum barna. Háskólaútgáfan.
Merkilegt brautryðjandaverk sem á ríkt erindi við kennara, foreldra og alla sem láta sér annt um börn og velferð þeirra.

Kristján Jóhann Jónsson
Grímur Thomsen. – Þjóðerni, skáldskapur, þversagnir og vald. Háskólaútgáfan.
Nýtt sjónarhorn á þjóðskáldið þar sem umfjöllun um ritstörf fléttast saman við nýstárlega greiningu á goðsögninni um Grím Thomsen.

Jón G. Friðjónsson
Orð að sönnu – íslenskir málshættir og orðskviðir. Forlagið.
Menningarsögulegt eljuverk þar sem höfundur hefur safnað íslenskum málsháttum frá fornu máli til nútíma og skýrir merkingu þeirra og uppruna.

Jónas Kristjánsson (†) og Vésteinn Ólason gáfu út                                                                                     Eddukvæði I og II. Hið íslenska fornritafélag.
Yfirgripsmikil og vönduð útgáfa eddukvæða þar sem fjallað er ítarlega um kvæðin í formála og þau skýrð þannig að hentar áhugafólki og fræðimönnum.

Páll Skúlason
Háskólapælingar. – Um stefnu og stöðu háskóla í samtímanum;  Hugsunin stjórnar heiminum;  Náttúrupælingar. – Um stöðu mannsins í ríki náttúrunnar. Háskólaútgáfan.
Í þessum þremur ritum er varpað ljósi á ýmis brýnustu álitamál samtímans frá sjónarhóli heimspekinnar. Djúp hugsun helst í hendur við læsilegan texta.

Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson
Íslenska fjögur. – Kennslubók í íslensku fyrir framhaldsskóla. Forlagið.
Vel unnin og skýr kennslubók þar sem eftirtektarverður metnaður í aðlaðandi framsetningu auðveldar nemendum og kennurum notkun hennar.

Snorri Baldursson
Lífríki Íslands – vistkerfi lands og sjávar. Forlagið/Opna.
Í miklu og vönduðu verki gerir höfundur grein fyrir því hvernig vistkerfi landsins mótast af ytri skilyrðum náttúrunnar og á hvern hátt hinar ýmsu lífverur tengjast gangverki þeirra.

Úlfhildur Dagsdóttir
Myndasagan. – Hetjur, skrýmsl og skattborgarar. Froskur útgáfa.
Brautryðjandaverk um sögu og menningarlega stöðu vanmetinnar bókmenntagreinar hérlendis sem varpar m.a. ljósi á íslenskar myndasögur

2013

Aðalsteinn Ingólfsson.
Karólína Lárusdóttir. JPV.
Lifandi frásögn af ævi og list merkrar myndlistarkonu, prýdd fjölda mynda af  hennar. Glögg greining á ferli listamanns.

Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson.
Ferðamál á Íslandi. Mál og menning.
Tímabært undirstöðurit um ferðamál og þarft innlegg í umræðu um einn af helstu atvinnuvegum þjóðarinnar.

Guðbjörg Kristjánsdóttir  
Íslenska teiknibókin. Crymogea.
Teiknibókin er fyrirmyndabók að handritalýsingum og helgimyndum miðalda. Höfundur fjallar um táknfræði mynda og  samhengi af mikilli skarpskyggni.

Guðný Hallgrímsdóttir
Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan.
Skýr vitnisburður um það hvernig heimildir, sem áður voru taldar lítilfjörlegar, geta reynst uppspretta nýrrar sögusýnar.

Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage
Listasaga – Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun.
Vönduð og afar aðlaðandi kennslubók sem einkennist af hugkvæmni og ríkum skilningi á þjóðfélagslegu hlutverki myndlistarinnar.

Hjörleifur Stefánsson
Af  jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea.
Efnismikið og heilsteypt ritverk sem opnar augu lesandans fyrir þætti torfbæjanna í íslenskum menningararfi.

Inga Lára Baldvinsdóttir
Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar.  Þjóðminjasafn Íslands.
Starfsævi Sigfúsar er fléttuð saman við umfjöllun um samfélagslegu hlutverk ljósmynda. Merk og fögur heimild um upphafsár ljósmyndunar á Íslandi.

Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson, Bjarni Bessason (ritstjórar)
Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan.
Yfirgripsmikið og vandað fræðirit um eldvirkni og jarðskjálfta á Íslandi. Grundvallarrit á sviði íslenskra jarðvísinda.

Sigrún Pálsdóttir   
Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV.
Nákvæm fræðileg vinnubrögð, ásamt úthugsaðri og látlausri framsetningu, gera þetta að einstöku verki á mörkum ævisögu og sagnfræði.

Þorleifur Friðriksson
Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan.
Skilmerkileg og áhugaverð umfjöllun um baráttu og aðbúnað verkafólks á öndverðri 20. öld, studd einstökum ljósmyndum úr fórum verkamanns.

2012
Árni Kristjánsson
Innra augað. Sálfræði hugar, heila og skynjunar. Háskólaútgáfan.
Vandað fræðirit um hlutverk heilastarfssemi í sjónskynjun sem nýtist jafnt nemendum sem almennum lesendum.

Ásta Bergljót Stefánsdóttir og Guðrún Pétursdóttir
Andlitsmeðferð og efnafræði snyrtivara. Iðnú bókaútgáfa.
Tímabært námsefni þar sem fjallað er um eitt meginsvið snyrtifræðinnar á skýran hátt.

Dr. Gunni
Stuð vors lands. Saga dægurtónlistar á Íslandi. Sögur útgáfa.
Verkið er merkilegt framlag í máli og myndum um þátt dægurtónlistar í menningarlífi Íslendinga.
Gunnar Þór Bjarnason
Upp með fánann. Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Mál og menning.
Aðgengileg umfjöllun um pólitískt umrót ársins 1908 og ólík sjónarmið um tengsl Íslands og Danmerkur.

Gunnar F. Guðmundsson
Pater Jón Sveinsson. Nonni. Bókaútgáfan Opna.
Glæsileg og vönduð ævisaga sem varpar nýju ljósi á örlög unglings sem var sendur út í heim til að nema guðfræði og varð víðlesnasti rithöfundur Íslendinga fyrr og síðar.

Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson
Eldað og bakað í ofninum heima. Góður matur – gott líf. Vaka-Helgafell
Einstaklega falleg og vel unnin bók um mat og matargerð, leiðarvísir að betra lífi.

Jón Ólafsson
Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu. JPV útgáfa.
Áhrifamikil og gagnrýnin greining á kommúnismanum og Gúlagi Sovétríkjanna sem afhjúpar varnarleysi hins almenna borgara.

Sigrún Helgadóttir, Freydís Kristjánsdóttir og Guðmundur Ó. Ingvarsson
Víkingaöld. Árin 800-1050. Námsgagnastofnun.
Auðlesinn texti og lýsandi myndefni fléttast vel saman og er góð kynning á margþættu samfélagi víkingaaldarinnar.

Sigurður Reynir Gíslason
Kolefnishringrásin. Hið íslenska bókmenntafélag.
Eitt mikilvægasta umhverfisvandamál samtímans, hlýnun jarðar af mannavöldum, krufið til mergjar.

Steinunn Kristjánsdóttir
Sagan af klaustrinu á Skriðu. Sögufélag.
Í verkinu er rakin aðdragandi og framvinda merkilegs forleifauppgraftar og fléttað inn sögulegum fróðleik og tilraunum til túlkunar svo úr verður spennandi saga studd góðum ljósmyndum.

2011

Birna Lárusdóttir aðalhöfundur og ritstjóri:
Mannvist. Sýnisbók íslenskra forleifa. Bókaútgáfan Opna
Afar áhugavert verk sem kveikir nýja sýn á fjölbreytileika íslenskra fornleifa, ekki síst þeirra sem leynast við hvert fótmál.

Erla Hulda Halldórsdóttir
Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903. Háskólaútgáfan.
Skörp og lipur greining á því hvernig íslenska nútímakonan varð til, verk unnið af næmni og djúpri þekkingu á viðfangsefninu.

Jóhann Óli Hilmarsson
Íslenskur fuglavísir. Mál og menning.
Lykill að fuglalífi á Íslandi í máli og myndum, fróðleiksnáma og happafengur fyrir alla náttúruunnendur.

Jón Yngvi Jóhannsson
Landnám. Ævisaga Gunnars Gunnarssonar. Mál og menning.
Heildstæð úttekt á lífi og list eins merkasta rithöfundar Íslendinga sem sýnir manninn og lífsverk hans í nýju og skarpara ljósi.

Ólafur Kvaran, ritstjóri
Íslensk listasaga I-V frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Forlagið.
Grundvallarrit, unnið af faglegum metnaði höfunda sem leiða á aðgengilegan hátt í ljós hugmyndafræðilegt og samfélagslegt samhengi í þróun myndlistar á Íslandi.

Páll Björnsson
Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Sögufélag.
Frumlegt og vandað verk þar sem nýjum fræðilegum aðferðum og kenningum er beitt á nærtækt efni á aðgengilegan og fjölbreyttan hátt.

Pétur Pétursson
Trúmaður á tímamótum. Ævisaga Haralds Níelssonar. Hið íslenska bókmenntafélag.
Fróðleg og greinandi frásögn af lífshlaupi Haralds, trúarlífi hans og fræðistörfum þar sem umróti í trúarlífi landsmanna og hlut hans í því eru gerð góð skil.

Sigríður Víðis Jónsdóttir
Ríkisfang: ekkert. Flóttinn frá Írak á Akranes. Mál og menning
Metnaðarfullt verk sem samþættir með upplýsandi og áhrifamiklum hætti lífshlaup einstaklinga og sögulega atburði sem þeir hafa litla sem enga stjórn á.

Sylvía Guðmundsdóttir, ritstjóri:
Lestrarlandið. Námsgagnastofnun.
Lofsvert framtak ritstjóra sem um árabil hefur virkjað rithöfunda og sérfræðinga til að semja og útbúa fjölbreytt og vandað lestrarefni fyrir byrjendur.

Úlfhildur Dagsdóttir
Sæborgin. Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika. Háskólútgáfan.
Fjallar á ögrandi og frumlegan hátt um samspil menningar og tækni, um flöktandi mörk veruleika og ímyndunar, líftækni og skáldskapar.

2010

Eysteinn Þorvaldsson
Grunað vængjatak – Um skáldskap Stefáns Harðar Grímssonar. Háskólaútgáfan.
Vönduð úttekt á skáldskap merks höfundar og eftirtektarverð ferð um lendur íslenskrar ljóðlistar á umbrotaskeiði.

Guðni Th. Jóhannesson 
Gunnar Thoroddsen – Ævisaga. Forlagið/JPV útgáfa
Ýtarleg ævisaga litríks stjórnmálaforingja sem bregður skýrri birtu á stjórnmál og samfélag á 20. öld og stjórnmálamenningu nútímans.

Gunnar Hersveinn 
Þjóðgildin. Skálholtsútgáfan.
Hógvær en beitt rökræða um þau kjölfestuhugtök og gildi sem íslensk menning þarfnast við uppbyggingu þjóðar.

Helgi Hallgrímsson 
Sveppabókin – Íslenskir sveppir og sveppafræði. Skrudda.
Stórbrotið fræðirit og frumsmíð um smágerða veröld sveppa á Íslandi sem byggir á hálfrar aldar rannsóknum með grundvallandi nýyrðasmíð.

Ingimar Sveinsson 
Hrossafræði Ingimars. Uppheimar.
Brautryðjandaverk og alhliða upplýsinga-, kennslu- og fræðirit fyrir leika og lærða á sviði hrossahalds og tamningar.

Kristín Loftsdóttir 
Konan sem fékk spjót í höfuðið – Flækjur og furðuheimar vettvangsrannsókna. Háskólaútgáfan.
Frumleg greining á vettvangsrannsókn í framandi menningu sem hefur aðferðafræðilegt gildi og varpar ljósi á mót menningarheima.

Sigrún Pálsdóttir
Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar. Forlagið/JPV útgáfa.
Nýstárleg rannsókn á sjálfsmynd og ævi konu sem sýnir ferskt sjónarhorn á sögu 19. aldar og tengslin við Danmörku.

Una Margrét Jónsdóttir
Allir í leik. Söngvaleikir barna, I—II. Bókaútgáfan Æskan.
Menningarsögulegt stórvirki um söngvaleiki barna á 20. öld í tali, tónum og látbragði með samanburði við eldri hefðir á Íslandi og leiki í nágrannalöndum.

Unnur Birna Karlsdóttir
Þar sem fossarnir falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900—2008. Hið íslenska bókmenntafélag
Kraftmikið fræðirit um djúpstætt ágreiningsmál sem lengi hefur skipt þjóðinni í fylkingar og setur náttúrusýn og orkunýtingu í sögulegt samhengi.

Þröstur Helgason 
Birgir Andrésson — Í íslenskum litum. Crymogea.
Fjölþætt og persónulegt fræðirit þar sem listamaður birtist okkur í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi í listrænu bókverki.

2009

Aðalsteinn Ingólfsson
Ásgerður Búadóttir: Veftir. Uppheimar.
Vönduð listaverkabók sem er veglegur minnisvarði um ævistarf frumkvöðuls í veflist á Íslandi.

Árni Heimir Ingólfsson 
Jón Leifs – Líf í tónum. Forlagið/Mál og menning
Hrífandi frásögn og gagnrýnin umfjöllun um líf og list stórbrotins tónskálds.

Guðrún Ása Grímsdóttir 
Ættartölusafnrit Séra Þórðar Jónssonar í Hítardal. I – II. Háskólaútgáfan.
Aðgengileg heimildaútgáfa og mikilvæg grundvallarrannsókn á uppruna, efni og rittengslum ættartölusafnrita 17. aldar.

Guðjón Ármann Eyjólfsson 
Vestmannaeyjar – Ferðafélag Íslands, árbók 2009. Ferðafélag Íslands.
Lipur og lifandi túlkun í máli og myndum á samspili óblíðra náttúruafla, særoks og eldvirkni við mannlífið í verstöðinni Vestmannaeyjum.

Gunnar Harðarson 
Blindramminn á bak við söguna. Háskólaútgáfan.
Frumleg og skýr greining á erlendum fyrirmyndum ýmissa viðtekinna hugmynda sem kenndar hafa verið við íslenska bókmennta- og hugmyndasögu.

Helgi Björnsson 
Jöklar á Íslandi. Bókaútgáfan Opna.
Mögnuð bók um einstæð náttúrufyrirbæri þar sem saman fara vandaður texti og sjaldséð úrval ljós- og skýringamynda.

Hugrún Ösp Reynisdóttir 
Saga viðskiptaráðuneytisins 1939—1994. Frá höftum til viðskiptafrelsis. Viðskiptaráðuneytið/Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands/Háskólaútgáfan.
Varpar áhugaverðu ljósi á sögulegar forsendur umtalaðra samtímamála.

Pétur Gunnarsson 
ÞÞ – Í forheimskunar landi og ÞÞ í fátæktarlandi. Forlagið/JPV útgáfa.
Brugðið skærri birtu á líf og lifnað eins helsta rithöfundar Íslendinga með þeirri alvörublöndnu kímni sem hæfir viðfangsefninu.

Sigrún Sigurðardóttir 
Afturgöngur og afskipti af sannleikanum. Þjóðminjasafn Íslands.
Nýstárleg túlkun á ljósmyndaarfi 20. aldar og menningarfræðileg greining á tengslum ljósmyndar og veruleika.

Sæunn Kjartansdóttir 
Árin sem enginn man. Forlagið/Mál og menning.
Fjallað af þekkingu og næmni um áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna og mikilvægi heilbrigðrar tengslamyndunar fyrir framtíðarvelferð einstaklingsins.

2008

Aðalsteinn Ingólfsson
Elías B. Halldórsson. Málverk/Svartlist.  Ritstjórn: Sigurlaugur Elíasson, Gyrðir Elíasson og Nökkvi Elíasson. Uppheimar.
Klassísk listaverkabók þar sem fræðileg úttekt á verkum listamannsins ber frásögn af ævi hans uppi.

Guðmundur Eggertsson
Leitin að uppruna lífs. Líf á jörðu, líf í alheimi. Bjartur.
Alþýðlegt fræðirit um leyndarmálið mikla, hvernig kviknaði líf á jörðu.

Guðný Helga Gunnarsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir
Átta-tíu, námsefnisflokkur í stærðfræði fyrir unglingastig. Námsgagnastofnun.
Framsækið námsefni þar sem stærðfræðin er hagnýtt til túlkunar á umhverfi og samfélagi.

Hjörleifur Stefánsson
Andi Reykjavíkur. JPV útgáfa.
Gagnrýnin umfjöllun um borgarskipulag Reykjavíkur, sett fram af fagmennsku og ást til borgarinnar.

Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guðjónsson
Frá Sýrlandi til Íslands. Arfur Tómasar postula. Háskólaútgáfan.
Ánægjulegt dæmi um afrakstur samstarfs tveggja fræðimanna af ólíkum fræðasviðum.

Kristmundur Bjarnason
Amtmaðurinn á einbúasetrinu. Ævisaga Gríms Jónssonar. Iðunn.
Safarík frásögn af Grími amtmanni og umhverfi hans heima og erlendis.

Ragnheiður Kristjánsdóttir
Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901—1944. Háskólaútgáfan.
Frumleg nálgun á tveimur lykilþáttum íslenskrar samfélagsþróunar, þjóðernishugmynda og stéttaátaka.

Sigrún Helgadóttir
Friðlýst svæði á Íslandi, Jökulsárgljúfur – Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli. Opna.
Lykill að stórbrotnu svæði, þar sem afar vel er fléttað saman sögu, náttúrufræði og bókmenntum.

Sigurður Ægisson og Jón Baldur Hlíðberg 
Íslenskar kynjaskepnur. JPV útgáfa.
Nýtt sjónarhorn á kynjaskepnur íslenskra þjóðsagna.

Vilhjálmur Árnason 
Farsælt líf, réttlátt samfélag – kenningar í siðfræði. Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menningar.
Siðfræði og siðfræðileg álitamál verða skýr í vandaðri og ítarlegri umfjöllun.

2007

Aldís Unnur Guðmundsdóttir
Þroskasálfræði. Lengi býr að fyrstu gerð.  
Edda útgáfa/Mál og menning.
Yfirgripsmikil, krefjandi en um leið aðgengileg bók sem nýtist jafnt nemendum sem almennum lesendum.

Danielle Kvaran
Erró í tímaröð. Líf hans og list. 
Þýð: Sigurður Pálsson. Forlagið/Mál og menning.
Myndræn framsetning á æviferli sem veitir innsýn í síkvikan hugarheim listamanns.

Hjalti Pálsson, aðalhöfundur og ritstjóri
Byggðasaga Skagafjarðar IV. Akrahreppur. Sögufélag Skagafjarðar

Nútíð og fortíð, land og saga, alþýðufróðleikur og vönduð sagnfræði fléttast saman í yfirgripsmikilli byggðasögu

​Hreinn Ragnarsson, ritstjórn
Silfur hafsins – Gull Íslands. Síldarsaga Íslendinga. Nesútgáfan
Höfundar eru: Benedikt Sigurðsson, Birgir Sigurðsson, Guðni Th. Jóhannesson, Hjörtur Gíslason, Hreinn Ragnarsson, Jakob Jakobsson, Jón Þ. Þór, Steinar J. Lúðvíksson)

Fjölþættu stórvirki um örlagavald í íslenskri sögu siglt farsællega í höfn.

Lára Magnúsardóttir

Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi 1275-1550. Háskólaútgáfan
Fræðilegt afrek sem endurskoðar með róttækum hætti merkilegan þátt í íslenskri sögu í alþjóðlegu samhengi

Ólafur Páll Jónsson 

Náttúra, vald og verðmæti: Umhverfisrit bókmenntafélagsins. Hið íslenska bókmenntafélag.
Heimspekilegt framlag þar sem grunnur er lagður að nýjum leiðum til umræðu um erfitt og umdeilt málefni.

Pétur Hafþór Jónsson
Hljóðspor. Námsgagnastofnun.
Bráðskemmtileg námsgögn um rætur og sögu vestrænnar dægurtónlistar.

Sigrún Aðalbjarnardóttir
Virðing og umhyggja. Ákall 21. aldar. Forlagið/Mál og menning.
Tímabær umfjöllun um forsendur uppeldis og menntunar, byggð á áratuga störfum og rannsóknum.

Þorleifur Friðriksson
Við brún nýs dags. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar 1906-1930. Háskólaútgáfan
Þaulunnið og efnisríkt rit um upphaf íslenskrar verkalýðsbaráttu

Þorleifur Hauksson
Sverris saga. Hið íslenska fornritafélag
Umsjón og ritar formála
Yfirburða þekking á íslenskri stílfræði kristallast í vandaðri útgáfu sérstæðrar fornsögu

2006

Andri Snær Magnason
Draumalandið. Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð.

Björn Hróarsson
Íslenskir hellar.

Guðni Th. Jóhannesson
Óvinir ríkisins. Byltingarsinnar, ógnir og innra öryggi í Kalda stríðinu á Íslandi.

Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg
Íslenskir fiskar.

Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson.
Nýir tímar. Saga Íslands og umheimsins frá lokum 18. aldar til árþúsundamóta.

Ragnhildur Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson. 
Íslenska I. Kennslubók í íslensku fyrir framhaldsskóla.

Robert Jack
Hversdagsheimspeki. Upphaf og endurvakning.

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
Ólafía. Saga Ólafíu Jóhannsdóttur.

Þórður Tómasson
Listaætt á Austursveitum.

Þórunn Erlu Valdimarsdóttir
Upp á Sigurhæðir. Saga Matthíasar Jochumssonar.