Tilnefndir höfundar til viðurkenningar Hagþenkis 2011

""

 

Birna Lárusdóttir aðalhöfundur og ritstjóri: Mannvist. Sýnisbók íslenskra fornleifa. Bókaútgáfan Opna.
•    Afar áhugavert rit sem kveikir nýja sýn á fjölbreytileika íslenskra fornleifa, ekki síst þeirra sem leynast við hvert fótmál

Erla Hulda Halldórsdóttir: Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903. Sagnfræðistofnun, RIKK og Háskólaútgáfan.                                                                                                                                                            
•    Skörp og lipur greining á því hvernig íslenska nútímakonan varð til, verk unnið af næmni og djúpri þekkingu á viðfangsefninu
 
Jóhann Óli Hilmarsson: Íslenskur fuglavísir. Mál og menning.
•    Lykill að fuglalífi á Íslandi í máli og myndum, fróðleiksnáma og happafengur fyrir alla náttúruunnendur

Jón Yngvi Jóhannsson: Landnám.  Ævisaga Gunnars Gunnarssonar. Mál og menning.
•    Heildstæð úttekt á lífi og list eins merkasta rithöfundar Íslendinga sem sýnir manninn og lífsverk hans í nýju og skarpara ljósi

Ólafur Kvaran ritstjóri: Íslensk listasaga I-V frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Forlagið og Listasafn Íslands.
•    Grundvallarrit, unnið af faglegum metnaði höfunda sem leiða á aðgengilegan hátt í ljós hugmyndafræðilegt og samfélagslegt samhengi í þróun myndlistar á Íslandi

Páll Björnsson: Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar. Sögufélag.
•    Frumlegt og vandað verk  þar sem nýjum fræðilegum aðferðum og kenningum er beitt á nærtækt efni á aðgengilegan og fjölbreyttan hátt

Pétur Pétursson: Trúmaður á tímamótum. Ævisaga Haralds Níelssonar.Hið íslenska bókmenntafélag.
•    Fróðleg og greinandi frásögn af lífshlaupi Haralds, trúarlífi hans og fræðistörfum, þar sem umróti í trúarlífi landsmanna og hlut hans í því eru gerð góð skil

Sigríður Víðis Jónsdóttir: Ríkisfang: Ekkert. Flóttinn frá Írak á Akranes. Mál og menning
•    Metnaðarfullt verk sem samþættir með upplýsandi og áhrifamiklum hætti lífshlaup einstaklinga og sögulega atburði sem þeir hafa litla sem enga stjórn á

Sylvía Guðmundsdóttir ritstjóri: Lestrarlandið. Námsgagnastofnun.
•    Lofsvert framtak ritstjóra sem um árabil hefur virkjað rithöfunda og sérfræðinga til að semja og útbúa fjölbreytt og vandað lestrarefni fyrir byrjendur

Úlfhildur Dagsdóttir: Sæborgin. Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika. Háskólaútgáfan.
•    Fjallar á ögrandi og frumlegan hátt um samspil menningar og tækni, um flöktandi mörk veruleika og ímyndunar, líftækni og skáldskapar