Tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis

""

Um Viðurkenningu Hagþenkis

Hagþenkir hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Árið 2006 var tekið upp sú nýbreytni að auk Viðurkenningarinnar sjálfrar kynnir Viðurkenningarráðið lista tíu framúrskarandi fræðirita og námsgagna sem koma til greina við veitingu Viðurkenningarinnar. Viðurkenningarráð Hagþenkis ákveður tilnefningar og velur þann sem hlýtur viðurkenninguna. Ráðið er skipað fimm félagsmönnum Hagþenkis af ólíkum fræðasviðum og hafa þeir fundað reglulega síðan í lok október. Í Viðurkenningarráði eru: Sesselja. G. Magnúsdóttir formaður ráðsins, Baldur Hafstað, Ingólfur V. Gíslason, Jónína Vala Kristinsdóttir og Ólafur K. Nielsen.

Efirfarandi höfundar eru tilnefndir:

 

Aðalsteinn Ingólfsson

Elías B. Halldórsson. Málverk/Svartlist

Ritstjórn: Sigurlaugur Elíasson, Gyrðir Elíasson og Nökkvi Elíasson

Uppheimar

Klassísk listaverkabók þar sem fræðileg úttekt á verkum listamannsins ber frásögn af ævi hans uppi.

 

Guðmundur Eggertsson

Leitin að uppruna lífs. Líf á jörðu, líf í alheimi

Bjartur

Alþýðlegt fræðirit um leyndarmálið mikla, hvernig kviknaði líf á jörðu.

 

Guðný Helga Gunnarsdóttir og Guðbjörg Pálsdóttir

Átta-tíu, námsefnisflokkur í stærðfræði fyrir unglingastig.

Námsgagnastofnun

Framsækið námsefni þar sem stærðfræðin er hagnýtt til túlkunar á umhverfi og samfélagi.

 

Hjörleifur Stefánsson

Andi Reykjavíkur

JPV útgáfa

Gagnrýnin umfjöllun um borgarskipulag Reykjavíkur, sett fram af fagmennsku og ást til borgarinnar.

 

Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guðjónsson

Frá Sýrlandi til Íslands. Arfur Tómasar postula

Háskólaútgáfan

Ánægjulegt dæmi um afrakstur samstarfs tveggja fræðimanna af ólíkum fræðasviðum.

 

Kristmundur Bjarnason

Amtmaðurinn á einbúasetrinu. Ævisaga Gríms Jónssonar

Iðunn

Safarík frásögn af Grími amtmanni og umhverfi hans heima og erlendis.

 

Ragnheiður Kristjánsdóttir

Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901-1944

Háskólaútgáfan

Frumleg nálgun á  tveimur lykilþáttum íslenskrar samfélagsþróunar, þjóðernishugmynda og stéttaátaka.

 

Sigrún Helgadóttir

Friðlýst svæði á Íslandi, Jökulsárgljúfur – Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli.

Opna

Lykill að stórbrotnu svæði, þar sem afar vel er fléttað saman sögu, náttúrufræði og bókmenntum.

 

Sigurður Ægisson og Jón Baldur Hlíðberg

Íslenskar kynjaskepnur

JPV útgáfa

Nýtt sjónarhorn á kynjaskepnur íslenskra þjóðsagna.

 

Vilhjálmur Árnason                                                          

Farsælt líf, réttlátt samfélag – kenningar í siðfræði

Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menningar

              Siðfræði og siðfræðileg álitamál verða skýr í vandaðri og ítarlegri umfjöllun.