Tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis 2013

""                   

Hér fyrir neðan er listi yfir höfunda og rit þeirra sem eru tilnefnd.

 

 

Aðalsteinn Ingólfsson.

Karólína Lárusdóttir. JPV.

Lifandi frásögn af ævi og list merkrar myndlistarkonu, prýdd fjölda mynda af verkum hennar. Glögg greining á ferli listamanns.

Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson

Ferðamál á Íslandi. Mál og menning.

Tímabært undirstöðurit um ferðamál og þarft innlegg í umræðu um einn af helstu atvinnuvegum þjóðarinnar.

Guðbjörg Kristjánsdóttir.

Íslenska teiknibókin. Crymogea.

Teiknibókin er fyrirmyndabók að handritalýsingum og helgimyndum miðalda. Höfundur fjallar um táknfræði mynda og samhengi af mikilli skarpskyggni.  

Guðný Hallgrímsdóttir.

Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan.

Skýr vitnisburður um það hvernig heimildir, sem áður voru taldar lítilfjörlegar, geta reynst uppspretta nýrrar sögusýnar.

Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage

Listasaga – Frá hellalist til 1900. [Kennsluleiðbeiningar fylgja.] Námsgagnastofnun.

Vönduð og afar aðlaðandi kennslubók sem einkennist af hugkvæmni og ríkum skilningi á þjóðfélagslegu hlutverki myndlistarinnar.

Hjörleifur Stefánsson.

Af  jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea.

Efnismikið og heilsteypt ritverk sem opnar augu lesandans fyrir þætti torfbæjanna í íslenskum menningararfi.

Inga Lára Baldvinsdóttir

Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar.

Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson, Bjarni Bessason (ritstjórar).

Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan.
Yfirgripsmikið og vandað fræðirit um eldvirkni og jarðskjálfta á Íslandi. Grundvallarrit á sviði íslenskra jarðvísinda.

Sigrún Pálsdóttir                                    

Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV.
Nákvæm fræðileg vinnubrögð, ásamt úthugsaðri og látlausri framsetningu, gera þetta að einstöku verki á mörkum ævisögu og sagnfræði.

Þorleifur Friðriksson.

Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan.
Skilmerkileg og áhugaverð umfjöllun um baráttu og aðbúnað verkafólks á öndverðri 20. öld, studd einstökum ljósmyndum úr fórum verkamanns.

 
Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu. Það skipa:           

  • Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur
  • Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur
  • Íris Ellenberger sagnfræðingur
  • Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og
  • Þorbjörn Broddason félagsfræðingur.

Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir. Ljósmynd tók Styrmir Kári.