Tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis 2010

""

Eftirfarandi höfundar og verk þeirra eru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2010:

 

Eysteinn Þorvaldsson

Grunað vængjatak – Um skáldskap Stefáns Harðar Grímssonar

Háskólaútgáfan

Vönduð úttekt á skáldskap merks höfundar og eftirtektarverð ferð um lendur íslenskrar ljóðlistar á umbrotaskeiði

Guðni Th. Jóhannesson

Gunnar Thoroddsen – Ævisaga

JPV útgáfa

Ýtarleg ævisaga litríks stjórnmálaforingja sem bregður skýrri birtu á stjórnmál  og samfélag á 20. öld og stjórnmálamenningu nútímans  

Gunnar Hersveinn

Þjóðgildin

Skálholtsútgáfan

 Hógvær en beitt rökræða um þau kjölfestuhugtök og gildi sem íslensk menning þarfnast við uppbyggingu þjóðar 

Helgi Hallgrímsson   

Sveppabókin – Íslenskir sveppir og sveppafræði

Skrudda

Stórbrotið fræðirit og frumsmíð um smágerða veröld sveppa á Íslandi sem byggir á hálfrar aldar rannsóknum með grundvallandi nýyrðasmíð  

Ingimar Sveinsson

Hrossafræði Ingimars

Uppheimar

Brautryðjandaverk og alhliða upplýsinga-, kennslu- og fræðirit fyrir leika og lærða á sviði hrossahalds og tamningar 

Kristín Loftsdóttir

Konan sem fékk spjót í höfuðið – Flækjur og furðuheimar vettvangsrannsókna

Háskólaútgáfan

Frumleg greining á vettvangsrannsókn í framandi menningu sem hefur aðferðafræðilegt gildi og varpar ljósi á mót menningarheima 

Sigrún Pálsdóttir

Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar

JPV útgáfa

Nýstárleg rannsókn á sjálfsmynd og ævi konu sem sýnir ferskt sjónarhorn á sögu 19. aldar og tengslin við Danmörku  

Una Margrét Jónsdóttir

Allir í leik. Söngvaleikir barna,  I-II  

Bókaútgáfan  Æskan

Menningarsögulegt stórvirki um söngvaleiki barna á 20. öld í tali, tónum og látbragði með samanburði við eldri hefðir á Íslandi og leiki í nágrannalöndum 

Unnur Birna Karlsdóttir

Þar sem fossarnir falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900-2008

Hið íslenska bókmenntafélag

Kraftmikið fræðirit um djúpstætt ágreiningsmál sem lengi hefur skipt þjóðinni í fylkingar og setur náttúrusýn og orkunýtingu í sögulegt samhengi

Þröstur Helgason

Birgir Andrésson – Í íslenskum litum

Crymogea

 Fjölþætt og persónulegt fræðirit þar sem listamaður birtist okkur í þjóðlegu og alþjóðlegu samhengi í listrænu bókverki

 

Viðurkenningarráð Hagþenkis

Viðurkenningarráði Hagþenkis fyrir árið 2010 skipuðu: 

Þórður Helgason bókmenntafræðingur, formaður, Geir Svansson bókmenntafræðingur og þýðandi,  Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur,  Kristín Unnsteinsdóttir uppeldis- og kennslufræðingur og Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur og ljósmyndari.  Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir.