Aðalsteinn Ingólfsson
Ásgerður Búadóttir: Veftir
Uppheimar
Vönduð listaverkabók sem er veglegur minnisvarði um ævistarf frumkvöðuls í veflist á Íslandi.
Árni Heimir Ingólfsson
Jón Leifs – Líf í tónum
FORLAGIÐ/Mál og menning
Hrífandi frásögn og gagnrýnin umfjöllun um líf og list stórbrotins tónskálds.
Guðrún Ása Grímsdóttir
Ættartölusafnrit Séra Þórðar Jónssonar í Hítardal. I – II
Háskólaútgáfan
Aðgengileg heimildaútgáfa og mikilvæg grundvallarrannsókn á uppruna, efni og rittengslum ættartölusafnrita 17. aldar.
Guðjón Ármann Eyjólfsson
Vestmannaeyjar – Ferðafélag Íslands árbók 2009
Ferðafélag Íslands
Lipur og lifandi túlkun í máli og myndum á samspili óblíðra náttúruafla, særoks og eldvirkni við mannlífið í verstöðinni Vestmannaeyjum.
Gunnar Harðarson
Blindramminn á bak við söguna
Háskólaútgáfan
Frumleg og skýr greining á erlendum fyrirmyndum ýmissa viðtekinna hugmynda sem kenndar hafa verið við íslenska bókmennta- og hugmyndasögu.
Helgi Björnsson
Jöklar á Íslandi
Bókaútgáfan Opna
Mögnuð bók um einstæð náttúrufyrirbæri þar sem saman fara vandaður texti og sjaldséð úrval ljós- og skýringamynda.
Hugrún Ösp Reynisdóttir
Saga viðskiptaráðuneytisins 1939-1994. Frá höftum til viðskiptafrelsis
Viðskiptaráðuneytið/Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands/Háskólaútgáfan
Varpar áhugaverðu ljósi á sögulegar forsendur umtalaðra samtímamála.
Pétur Gunnarsson
ÞÞ – Í forheimskunar landi og ÞÞ í fátæktarlandi
FORLAGIÐ/JPV útgáfa
Brugðið skærri birtu á líf og lifnað eins helsta rithöfundar Íslendinga með þeirri alvörublöndnu kímni sem hæfir viðfangsefninu.
Sigrún Sigurðardóttir
Afturgöngur og afskipti af sannleikanum
Þjóðminjasafn Íslands
Nýstárleg túlkun á ljósmyndaarfi 20. aldar og menningarfræðileg greining á tengslum ljósmyndar og veruleika.
Sæunn Kjartansdóttir
Árin sem enginn man
FORLAGIÐ/Mál og menning
Fjallað af þekkingu og næmni um áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna og mikilvægi heilbrigðrar tengslamyndunar fyrir framtíðarvelferð einstaklingsins.