Tilnefnd rit verða kynnt af höfundum á Degi bókarinnar 23. apríl 13:30-16:30

""Framúrskarandi rit – tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis 2015 verða kynnt af höfundum á Degi bókarinnar, laugardaginn 23. apríl  frá kl. 13:30-16:30 í Borgarbókasafninu, menningarhúsi Grófinni við Tryggvagötu 15 í Reykjavík.Um er að ræða samstarfsverkefni Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafnsins. 

DAGSKRÁ
 
13:30: 13:40
Páll Baldvin Baldvinsson. Stríðsárin 1938–1945. JPV. 
Í þessu umfangsmikla verki er dregin upp fjölbreytt og áhrifarík mynd af ljósum og dökkum hliðum stríðsáranna, samfélagslegum átökum og örlögum einstaklinga.

13:40-13:50
Gunnar Þór Bjarnason. Þegar siðmenningin fór fjandans til. Íslendingar og stríðið mikla 1914–1918. Mál og menning.
Frumlegt verk þar sem fléttað er saman í læsilegum texta frásögnum af ógnaratburðum úti í heimi og viðbrögðum Íslendinga við þeim.
 
13:50-14:00
Smári Geirsson. Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915. Sögufélag.
Afar fróðleg frásögn í máli og myndum af ævintýralegum þætti íslenskrar efnahags- og atvinnusögu.
 
14:00-14:10
Bjarni F. Einarsson. Landnám og landnámsfólk. Saga af bæ og blóti. Skrudda.
Í metnaðarfullu verki um einstakan fornleifafund er varpað nýju ljósi á líf og siðvenjur landnámsfólks á Íslandi.
 
14:10-14:20
Bjarni Guðmundsson. Íslenskir sláttuhættir. Opna og Hið íslenska bókmenntafélag.
Höfundur opnar lesandanum skýra sýn á stórmerkan þátt í atvinnusögu þjóðarinnar og tekst að gæða afmarkað viðfangsefni lífi og lit.
 
Hlé
 
14:30-14:40
Soffía Auður Birgisdóttir. Ég skapa — þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar. Opna.
Metnaðarfullt og þarft verk um framlag þessa sérstæða og umdeilda höfundar til íslenskra bókmennta, skrifað á aðgengilegan og líflegan hátt.
 
14:40-14:50
Mörður Árnason (umsjón og ritstjórn). Passíusálmarnir. Crymogea.
Í þessu mikla verki skýrir umsjónarmaður orð og hugsun í hverju erindi og hverjum sálmi og rekur kunnáttusamlega þræði hugmynda, skáldskapar og guðfræði.
 
14:50-15:00
Þórunn Sigurðardóttir. Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Með smitandi áhuga sínum og þekkingu kennir höfundur lesendum að skilja og meta löngu gleymdan kveðskap 17. aldar.
 
15:00-15:10 
Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir. Rof. Frásagnir kvenna af fóstureyðingum. Háskólaútgáfan.
Í þessu tímabæra verki er vakin athygli á mikilvægu málefni. Ólíkar raddir kvenna fá að hljóma og dregnir eru fram sameiginlegir þræðir í sögum þeirra.
 
15:10-15:20
Ólafur Gunnar Sæmundsson. Lífsþróttur, næringarfræði fróðleiksfúsra. Ós.
Vönduð bók, byggð á traustum fræðilegum grunni, þar sem upplýsingar um heilsusamlegt líferni og holla fæðu eru settar fram á skýran hátt í texta og myndum
 
 
Nánari upplýsingar veitir:
 
Friðbjörg Ingimarsdóttir, framkvæmdastýra
Hagþenkir – félag höfunda fræðirita og kennslugagna
Netfang: hagthenkir@hagthenkir.is
Sími: 551 9599
www.hagthenkir.is