Tilnefnd rit kynnt á Sumardaginn fyrsta kl. 14 -16 á Borgarbókasafninu.

Framúrskarandi rit – tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis verða kynnt á Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl kl.
14-16 á Borgarbókarsafninu, Menningarhús Grófinni.
Um er að ræða samstarfsverkefni Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, Borgarbókasafnsins og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og er þetta í fjórða sinn sem þessi viðburður er haldinn. Verið hjartanlega velkomin
Sjá fyrri tilnefningar: https://hagthenkir.is/tilnefningar-fra-upphafi
Viðurkenningarhafar Hagþenkis: https://hagthenkir.is/vidurkenningar-fra-upphafi
 
DAGSKRÁ

 

 
14:00 –14:10
Steinunn Kristjánsdóttir. Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir. Umfangsmikil og vel útfærð rannsókn sem varpar nýju ljósi á sögu klausturhalds á Íslandi. Frásagnarstíll höfundar gefur verkinu aukið gildi.
14:10 – 14:20

Unnur Jökulsdóttir. Undur Mývatns – um fugla, flugur, fiska og fólk.                                                                          Óvenju hrífandi frásagnir af rannsóknum við Mývatn og sambandi manns og náttúru.
 
14:20–14:30
Stefán Arnórsson. Jarðhiti og jarðarauðlindir. Hið íslenska bókmenntafélag.
Einstaklega ítarlegt rit um auðlindir í jörðu og brýn áminning um að huga að sjálfbærni við nýtingu náttúruauðæfa
 
14:30-14:40
Aðalheiður Jóhannsdóttir. Inngangur að skipulagsrétti – lagarammi og réttarframkvæmd.
Heildstætt rit um flókinn heim skipulagsréttar. Handbók sem gagnast bæði lærðum og leikum.
 
14:40–14:50 Hlé
 
14:50 – 15:00
Ásdís Jóelsdóttir. Íslenska lopapeysan – uppruni, saga og hönnun.
Margþætt rannsókn í textílfræði sem lýsir samspili handverks, hönnunar og sögu prjónaiðnaðar í fallegri útgáfu.
 
15:00–15:10
Úlfar Bragason. Frelsi, menning, framför – um bréf og greinar Jóns Halldórssonar. Háskólaútgáfan.
Næm lýsing á sjálfsmynd, væntingum og viðhorfum vesturfara við aðlögun þeirra að samfélagi og menningu Norður-Ameríku.
 
15:10 – 15:20
Egill Ólafsson † og Heiðar Lind Hansson. Saga Borgarness I og II. – Byggðin við Brákarpoll og Bærinn við brúna.
Áhugaverð saga sem á sér skýran samhljóm í þróun Íslandsbyggðar almennt, studd ríkulegu og fjölbreyttu myndefni.
 
15:20-15:30
Hjálmar Sveinsson og Hrund Skarphéðinsdóttir. Borgin – heimkynni okkar.
Fróðleg hugvekja og framlag til þjóðfélagsumræðu um skipulag, lífshætti og umhverfismál í borgarsamfélagi.