Úthlutun vegna afnota á bókasöfnum – umsóknarfrestur til 31. janúar hjá RSÍ

 

Umsóknarfrestur er  til 31. janúar en vakin er athygli á að þeir sem nú þegar hafa skilað skráningu þurfa EKKI að skrá sig aftur.      Ný verk eru sjálfkrafa færð á skrá höfundar.

 

Af árlegri fjárveitingu Alþingis fyrir afnot á bókasöfnum er úthlutað til rithöfunda, þýðenda, myndhöfunda og annarra rétthafa, samkvæmt útlánum og afnotum verka þeirra á bókasöfnum. Um úthlutun gilda lög nr. 91/2007 með síðari breytingum og reglur nr. 323/2008. Athygli er vakin á að formálar sem nema að lágmarki 36 bls. og safnrit þar sem hlutur hvers höfundar nemur að lágmarki 36 bls. svo og hljóðrit og stafrænar útgáfur bóka sem samsvara að lágmarki 36 bls. í prentuðu formi veita rétt til greiðslu samkvæmt sérstakri umsókn. Til að öðlast rétt til úthlutunar úr sjóðnum þurfa höfundar og rétthafar að sækja um á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá Rithöfundasamband Íslands, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík, sími: 568 3190, rsi@rsi.is eða á heimasíðu, www.rsi.is/greidslur_vegna_bokasafna/

 "