Úthlutun starfsstyrkja Hagþenkis 2010

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna veitir árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar handrita fræðslu- og heimildamynda. Árið 2010 var sótt um 72 starfsstyrki til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmum 40 milljónum kr. Til ráðstöfunar voru 12 milljónir króna. Úthlutað var styrkjum til 38 verkefna og hlutu fjórir höfundar, Clarence E. Glad, Gylfi Gunnlaugsson, Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir og Jón Hjaltason hæsta styrk kr. 600.000. Þrjár umsóknir til handritsgerðar hlutu styrk að upphæð kr. 300.000, samtals 900.000 kr.

 

Vegna verulegs aukins fjölda umsókna var úhlutunarnefnd vandi á höndum því flest öll verkefnin voru vel þess verðug að hjóta styrk. Til samanburðar má þess geta að árið 2009 bárust 29 umsóknir og hlutu þeirra 26 styrk og var til þeirra veitt kr. 10.000.000. Höfundar sem ekki fengu styrk að þessu sinni eru hvattir til að sækja aftur um. Lýðræðissamfélag þarf áætíð á að halda nýjum bókum. Í úthlutunarnefnd voru: Guðjón Friðriksson, Snorri Baldursson og Þórdís T. Þórarinsdóttir. 

Úthlutun var sem hér segir:

 

Nafn

Verkefni

 Upphæð

Aðalheiður Guðmundsdóttir

Efniviður norrænna hetjusagna

300.000

Ágústa Oddsdóttir

Heimildabók um skapandi skólastarf í Grunnskóla barnadeildar Landakotsspítala

300.000

Belinda Theriault

Birta, brött og bleik. Kennsluefni til að efla umburðarlyndi, víðsýni og sjálfstæða hugsun

300.000

Birna Lárusdóttir

Íslenskir minjastaðir

300.000

Clarence E. Glad

Rannsókn á áhrifum nýhúmanismans og grískrómverskrar arfleifðar á íslenska þjóðernisumræðu á tímabilinu 1830-1918

600.000

Elísabet Gunnarsdóttir og Gerður G. Óskarsdóttir

Konur á rauðum sokkum. Um fyrstu ár Rauðsokkahreyfingarinnar

300.000

Gerður G. Óskarsdóttir

Að fullklára og gefa út bók um umfangsmikla rannsókn á skilum skólastiga beggja vegna grunnskóla

300.000

Guja Dögg Hauksdóttir

Högna Sigurðardóttir arkitekt – Bók skrifuð í kjölfar sýningar á Kjarvalsstöðum

300.000

Gunnþóra Ólafsdóttir

Ritun bókar byggðri á doktorsritgerðinni Relating to Nature: The performative spaces of Icelandic tourism

300.000

Gylfi Gunnlaugsson

Þættir úr viðtökusögu norrænna fornbókmennta

600.000

Harpa Björnsdóttir

Laugavegurinn 2009 (ritstjórn bókarinnar)

300.000

Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir

Baðstaðir og baðmenning Íslendinga í sögulegu ljósi frá tímum Víkinga til okkar dags

600.000

Ingólfur Gíslason

Að læra og kenna stærðfræði

300.000

Ingunn Ásdísardóttir

Frigg – Freyja – Jötnar (kaflar í yfirlitsrit um norræna goðafræði á ensku)

300.000

Ingunn Þóra Magnúsdóttir

Íslenskir listamenn í eldlínu – Baráttusaga. Menningarferð í samfylgd Bandalags íslenskra listamanna

300.000

Jakob F. Ásgeirsson

Ævisaga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra

300.000

Jón B. K. Ransu

„Listgildi samtímans: Handbók um íslenska samtímalist“.
 

280.000

Jón Hjaltason

Fáein ár (1857-1869) í ævi Sveins Þórarinssonar og eiginkonu hans Sigríðar Jónsdóttur (foreldrar Nonna)

600.000

Jón Rafnar Hjálmarsson

Draugasögur við Þjóðveginn

120.000

Jón Yngvi Jóhannsson

Ævisaga Gunnars Gunnarssonar

300.000

Kristinn Svavarsson

Námsefni í Hönnun og smíði til notkunar í grunnskólum

300.000

Kristján Eiríksson

Fimmta endurfæðingin (Esperantotímabilið í ævi Þórbergs Þórðarsonar)

300.000

Leifur Reynisson

Æskulýðsuppreisn ´68-kynslóðarinnar á Íslandi

300.000

Leonardus J.W. Ingason

Íslensk-hollensk samskipti á tímanum 1100-1900. Rannsókn

300.000

Lilja Magnúsdóttir

Skaftárhreppur. Leiðarvísir um héraðið, gönguleiðir og kort

300.000

Margrét Guðmundsdóttir

Dagbækur Elku Björnsdóttur (1881–1924) verkakonu í Reykjavík með formála og eftirmála

300.000

Nanna Kristín Christiansen

Skóli og skólaforeldrar – ný sýn á samstarfið um nemandann.

300.000

Pétur Hafþór Jónsson

Saga Austurbæjarskóla

200.000

Sigríður Víðis Jónsdóttir

Saga flóttakvenna á Akranesi

300.000

Sigrún Helgadóttir

Þingvellir, þjóðgarður og heimsminjar

300.000

Sigrún Pálsdóttir

Ævisaga Sigrúnar Briem læknis (1911-1944)

300.000

Sigurþór Sigurðsson

Bókbandssaga Íslands

300.000

Símon Jón Jóhannsson

Leikir barna á Akureyri og í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar

300.000

Torfi K. Stefánsson Hjaltalín

Kirkjusaga Íslands. Kennslubók fyrir framhaldsskóla og háskóla

300.000

Trausti Ólafsson

Að fylla sviðið auða. Leiklistarkenningar 20. aldar á Vesturlöndum

300.000

Viðar Þorsteinsson

Palestína – landið bakvið múrinn

300.000

Þröstur Helgason

Birgir Andrésson – Í íslenskum litum

300.000

Alls 38 verkefni (74 umsóknir)

 

12.000.000

     

Vegna handritsgerðar – fræðslu- og heimildamynda

 

Nafn

Verkefni

Upphæð

Esther Ösp Valdimarsdóttir

Frelsi? Mannfræðíleg heimildamynd um fíkla sem frelsast

300.000

Helgi Máni Sigurðsson

Handritsgerð fyrir heimiildamynd fyrir sjónvarp um Varðskipið Óðin

300.000

Ragnheiður Gestsdóttir

As if I Existed – um myndlistarmanninn Ragnar Kjartansson og verk hans, The End, á Feneyja-tvíæringnum 2009

300.000

 

 Samtals

900.000