Bókmenntasjóður auglýsir hér með eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki en  næsti umsóknarfrestur rennur út 15. mars 2008. Hlutverk Bókmenntasjóðs er að  efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu og styrkir hann meðal annars útgáfu  frumsaminna verka og þýðingar bókmennta á íslensku. Þá styrkir Bókmenntasjóður  þýðingu íslenskra bókmennta á erlend tungumál og stuðlar að kynningu íslenskra  bókmennta heima og erlendis.
Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan. 
Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást á  heimasíðu Bókmenntasjóð:  http://www.bok.is/ en einnig  á skrifstofu sjóðsins að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík.  
 Framkvæmdastjóri Bókmenntasjóðs er Njörður Sigurjónsson og er hægt að  hafa samband við hann í gegnum tölvupóst, bok@bok.is, síma 552 8500, eða gsm 820 1919.  Skrifstofa Bókmenntasjóðs er yfirleitt opin á milli níu og fimm en öruggast er  að panta viðtalstíma ef fólk á erindi.