Styrktarsjóður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur auglýsir eftir umsóknum

Óskað er eftir umsóknum um styrki úr Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur en þetta er í fyrsta skipti sem veitt verður úr sjóðnum. Alls verður úthlutað tveimur milljónum króna.

 

Sjóðurinn var stofnaður árið 2003 af Háskóla Íslands og Kaupþingi banka. Tilgangur hans er að renna styrkum stoðum undir starfsemi Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur (SVF) og stuðla að vexti hennar og viðgangi. Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að veita styrki, fjárframlög og annan stuðning við verkefni á fagsviðum stofnunarinnar:

1. Rannsóknir á erlendum tungumálum: kennslufræði erlendra mála, máltaka, táknfræði, þýðingarfræði, málfræði, málvísindi, menningarfræði, bókmenntir og notagildi tungumála í atvinnulífinu,
2. Útgáfa ritverka á fræðasviðum SVF, ráðstefnu- og fyrirlestrahald,
3. Þróun kennslugagna í erlendum tungumálum,
4. Samvinna við erlendar stofnanir á fræðasviðum SVF,
5. Önnur verkefni sem tengjast starfsemi SVF að mati sjóðsstjórnar.

Sjá nánar í úthlutunarreglum á heimasíðu sjóðsins: http://www.sjodir.hi.is/is/styrktarsjodur_stofnunar_vigdisar_finnbogadottur

Umsóknarfrestur er til 28. janúar 2011.

Val á styrkhöfum er í höndum stjórnar Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur en hana skipa Vigdís Finnbogadóttir, Ásmundur Stefánsson, Guðrún Lárusdóttir, Hrönn Greipsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Salvör Jónsdóttir, Sigurður Helgason, Vésteinn Ólason og Þórður Sverrisson.

Nánari upplýsingar veitir Hrefna Ingólfsdóttir verkefnastjóri, sími 525 4191, netfang: infovigdis@hi.is

Umsóknum og fylgigögnum skal skilað á rafrænu formi á netfangið: infovigdis@hi.is  Auk þess skal skila inn undirrituðu umsóknarbréfi til Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Nýja Garði, Háskóla Íslands, 101 Reykjavík.

Hægt er að styrkja sjóðinn með ýmsu móti t.d. með gjöfum og fjárframlögum. Fjárhæðir má leggja inn á eftirfarandi bankareikning hjá Landsbankanum: 111-26-1292. Kennitala Styrktarsjóðanna HÍ er 571292-3199.