Styrkir til ritstarfa og handritsgerðar 2018

""

Hagþenkir auglýsti í vor eftir umsóknum, annars vegar um starfsstyrki til ritstarfa og til úthlutunar 15 milljónir kr. og hins vegar eftir umsóknum um handritsstyrki og til úthlutunar þrjár milljónir kr. Alls bárust 84 gildar umsóknir um starfsstyrki til ritstarfa og þar af hlutu 28 verkefni styrk. Fimm verkefni hlutu hæsta styrk kr. 900.000, eitt 800.000 kr. og sex hlutu kr. 600.000. Í úthlutunarráðinu voru: Hafþór Guðjónsson, Kristín Svava Tómasdóttir og Unnur Óttarsdóttir. Níu umsóknir bárust um handritsstyrk og hlutu sjö umsækjendur styrk. Í úthlutunarráði handritstyrkja voru: Árni Hjartarson, Helgi Máni Sigurðsson og Sólveig Ólafsdóttir. 

Eftirfarandi umsækjendur hlutu starfsstyrk til ritstarfa: 

Auður Viðarsdóttir. Kynjaðar víddir tækni og tónlistarsköpunar. Kr. 350000
Ágúst H. Bjarnason. Mosar á Íslandi. Blaðmosum, flatmosum og hornmosum lýst í máli og myndum. Kr. 450000
Agústa Oddsdóttir. Myndlistin býr í hverjum manni . Kr. 900000
Árni Einarsson. Tíminn sefur. Fornaldargarðarnir miklu á Íslandi. Kr. 350000
Ásdís Ósk Jóelsdóttir. Textíl- og neytendafræði. Kr. 600000
Bjarni Benedikt Björnsson. KLAKI – gagnagrunnur um grunnorðaforða íslensku, 3. verkhluti. Kr. 450000
Clarence E. Glad. Ævisaga Sveinbjarnar Egilssonar (1791-1852). Kr. 600000
Gerður G. Óskarsdóttir. Tækifæri framhaldsskólanemenda til frumkvæðis; Samvinna nemenda. Kr. 300000
Guðmundur Kristinn Sæmundsson. Íþróttapælingar. Kr. 400000
Guðmundur Magnússon. Saga séra Friðriks. Kr. 600000
Guja Dögg Hauksdóttir. BORG OG BÝ _ byggingarlist og hönnun. Kr.  600000
Gylfi Gunnlaugsson. Þættir úr viðtökusögu norrænna fornbókmennta. Kr. 450000
Halldóra Arnardóttir. Lífið er LEIK-fimi: Örn Ingi Gíslason. Kr. 900000
Harpa Björnsdóttir og Helga Hjörvar. Dunganon: list- og lífsferill listamannsins Karls Einarssonar Dunganons. Kr. 900000
Jon Bergmann Kjartansson – Ransu. Hreinn hryllingur: Listaverkið sem framandi fyrirbæri. Kr. 450000
Jóhanna Katrín Friðriksdóttir. Valkyrie. Women in the Viking Age in Life and Legend. Kr. 900000
Jón Viðar jónsson. Stjörnur og stórveldi í íslensku leikhúsi 1925-1970. Kr. 300000
Kolbeinn Bjarnason. Helguleikur. Saga Helgu Ingólfsdóttur og Sumartónleika í Skálholtskirkju.  Kr. 900000
Kristín Jónsdóttir. Vinnuheitið á íslensku er Jafnréttisvefurinn.is og á ensku IceGenderEqu.is.  Kr. 600000
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Húslækningar og heimaráð. Kr. 400000
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir. Bína  Kr. 800000
Sigrún Aðalbjarnardóttir. Þroskabrautin: Samskipti, áhættuhegðun og styrkleikar ungs fólks. Kr. 450000
Sigrún Helgadóttir. Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings. Kr.  300000
Sólveig Einarsdóttir og Elínborg Ragnarsdóttir. Skáld skrifa þér – lærdómsöld til nýrómantíkur – 1550-1920. Kr. 450000
Steinn Kárason. Martröð með myglusvepp. Kr. 300000
Þorsteinn Helgason. The Corsairs' Longest Voyage. The Turkish Raid in Iceland 1627. Kr. 400000
Þorsteinn Vilhjálmsson. Skýin eftir Aristófanes í þýðingu Karls Guðmundssonar leikara. Kr.  300000
Þorvaldur Kristinsson. Í skugga alnæmis: Þættir úr sögu íslenskra homma. Kr. 600000

Eftirfarandi höfundar og verkefni hlutu handritsstyrk: 

Arthúr Björgvin Bollason. Verksummerki. Heimildamynd um Steinunni Sigurðardóttur. Kr. 600. 000.
Ásdís Thoroddsen. Gósenlandið. Kr. 800.000. 
Baldur Hafstað. Landnámskarlar og konur. Kr. 550.000. 
Dögg Mósesdóttir. Aftur heim? Kr. 400.000. 
Guðbergur Davíðsson. Hornstrandir – heimildamynd um náttúru og sögu byggðar sem hvarf. Kr. 200. 000.
Huginn Þór Grétarsson. Heimildarmynd um foreldrajafnrétti. Kr. 200.000. 
Kári G. Schram. K2, ferð til himna. Kr. 250.000 kr.