Styrkir úr þróunarsjóði námsgagna

Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði námsgagna.
Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.
Þróunarsjóður námsgagna starfar samkvæmt lögum um námsgögn nr. 71/2007 og reglugerð um sjóðinn nr. 1268/2007.

Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, í síðasta lagi 8. febrúar 2008. Sækja skal um á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu.

Eyðublöðin er að finna á vef ráðuneytisins.