Hagþenkir auglýsti í ágúst eftir umsóknum um starfsstyrki til ritstarfa of til úthlutunar voru 20.000.000 kr og handritsstyrki fræðslu og heimildamyndar – til úthlutunar 1. 500.000 kr. Það bárust 50 umsóknir um starfsstyrk til ritstarfa og 31 verkefni styrkt. Þrjú verkefni hlutu hæsta styrk, 1.200.000 kr, tvö 1.000.000 kr., eitt 800.000 kr. og fjögur 700.000 kr. Í úthlutunarráði voru: Jóhannes B. Sigtryggsson, Karl Gunnarsson og Súsanna Margrét Gestsdóttir.
Átta umsóknir bárust um handritsstyrk fræðslu- og heimildamynda og hlutu fjögur verkefni styrk. Í úthlutunarráði handritsstyrkja voru: Anna María Bogadóttir, Þorvarður Árnason og Þórey Sigþórsdóttir. Niðurstaða ráðsins var kynnt í Borgarbókasafninu 18. október. Eftirfarandi umsækjendur hlutu handritsstyrk:
Elín Agla Bríem fyrir verkefnið, Forneskjutaut. 500.000 kr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir fyrir verkefnið, Huldufreyjur. 500.000 kr. Valdís Björt Guðmundsdóttir og Áslaug Einarsdóttir fyrir verkefnið, Manneskjan er mesta undrið, (vinnutitill). 300.000 kr. Rut Sigurðardóttir fyrir verkefnið, Siggi Björns og Flateyri níunda áratugarins, (vinnutitill). 200.000 kr
Efirfarandi höfundar og verkefni hlutu starfsstyrk til ritstarfa:
Aðalsteinn | Eyþórsson | Skjótt fram æðir Skanderbeg | 300.000 |
Anna María | Bogadóttir | Híbýlaauður | 1.200.000 |
Ari Trausti | Guðmundsson | Bók um nattúruvá og ath það er meðhöfundur | 250.000 |
Auðunn | Arnórsson | Saga Evrópusamrunans – Evrópusambandið og þátttaka Íslands. Kennslubók | 450.000 |
Árni Heimir | Ingólfsson | Jórunn Viðar – Brautryðjandi í íslenskri tónlistarsögu (ævisaga) | 850.000 |
Ása Helga | Hjörleifsdóttir | Á milli orðanna: valdar senur úr kvikmyndum og leikritum, til notkunar við kennslu í leikstjórn | 700.000 |
Ásdís | Thoroddsen | Í miðju Hringsins — Ólafur Pjetursson í útlöndum | 400.000 |
Bára | Baldursdóttir | Kynlegt stríð | 1.000.000 |
Gísli Sverrir | Árnason | Fátækt fólk í frelsisleit. Fjölskyldan í Dilksnesi | 600.000 |
Guðrún Elsa | Bragadóttir og | Duna – saga kvikmyndagerðarkonu | 600.000 |
Kristín Svava | Tómasdóttir | Duna – saga kvikmyndagerðarkonu | 600.000 |
Gunnar Þorri | Pétursson | Bakhtínskí búmm: Um ris og fall Míkhaíls Bakhtíns í fræðilegri umræðu á Íslandi | 700.000 |
Gylfi | Gunnlaugsson | Íslensk fornrit og þverþjóðlegar sjálfsmyndir | 500.000 |
Haukur | Arnþórsson | Mín eigin lög | 600.000 |
Hjörleifur | Hjartarson | Álfar | 500.000 |
Ingunn | Ásdísardóttir | Jötnar í blíðu og stríðu: Eðli og hlutverk jötna hins fornnorræna goðheims | 400.000 |
Ingvar | Sigurgeirsson | Litróf kennsluaðferðanna | 500.000 |
Lilja M. | Jónsdóttir | Endurskoðun bókarinnar Skapandi skólastarf | 500.000 |
Margrét | Tryggvadóttir | Einar, Anna og safnið sem var bannað börnum | 500.000 |
Marteinn Sindri | Jónsson | „‘How Much is a Mountain Worth?’” | 600.000 |
Pétur | Árnason | Saga Alþýðubandalags | 500.000 |
Rannveig Björk | Þorkelsdóttir | Leiklist með listina, kennslubók í aðferðum leiklistar | 500.000 |
Sigríður | Matthíasdóttir | Athafnasemi sem „lifuð reynsla“. Rannsókn á kvenlegri gerendahæfni innan kynjaðrar samfélagsgerðar | 700.000 |
Sigríður Kristín | Þorgrímsdóttir | Pipruð – einhleypar konur um aldamótin 1900 | 600.000 |
Sigrún | Guðmundsdóttir | Ástarsagan í kuldanum | 600.000 |
Sigrún Huld | Þorgrímsdóttir | Þegar amma var ung II.bindi. Mannlíf og atburðir á Íslandi 1950-1992 | 600.000 |
Sævar Helgi | Bragason | Vísindalæsi – Miklihvellur: Hvernig varð alheimurinn til? | 700.000 |
Úlfhildur | Dagsdóttir | Grein og inngangur að greinasafni um Sjón á ensku | 600.000 |
Vera | Roth | Þjóðleiðir í Skaftárhreppi – Ferðamannahandbók | 450.000 |
Þorkell | Helgason | Kosningafræðarinn, fræðileg bók um fyrirkomulag kosninga og aðferðir við úthlutun sæta | 800.000 |
Þórir | Óskarsson | Svipur brotanna. Félagslegt og listrænt umhverfi Bjarna Thorarensen | 1.200.000 |
Þórunn Elín | Valdimarsdóttir | Höfuðfuglar. Starfsævisaga. | 1.000.000 |