Gunnar Þór Bjarnason formaður Hagþenkis kynnti styrkina 12. október í í Borgarbókasafninu í Grófinni að viðstöddum styrkþegum. Til úthlutunar voru 18.000.000. Alls bárust 54 umsóknir til 46 verkefna og af þeim hlutu 30 verkefni styrk en að þeim standa 36 höfundar. Þrjú verkefni hlutu hæsta styrk kr. 900.000, eitt 800.000 kr. og sex 700.000 kr. og átta 600.000 kr. Í úthlutunarráðinu fyrir starfsstyrki voru þrír félagsmenn: Eggert Lárusson, Hilma Gunnarsdóttir og Jóhannes. B. Sigtryggsson.
Eftirfarandi hlutu styrk:
Arnþór Gunnarsson. Ferðamannalandið Ísland. Erlendir ferðamenn og ferðamennska 1919-1939. 600.000 kr.
Arthúr Björgvin. Bollason. Náttúrusýn í ljóðum þriggja skálda. 500.000 kr.
Axel Kristinsson. Skapandi ættfræði.. 500.000 kr.
Árni Daníel Júlíusson. A new look at climate and Agriculture in 15th Century Iceland. 400.000 kr.
Ásdís Jóelsdóttir. Orðasafn og skýringar fyrir í fatagerð og fatasaum. 500.000 kr.
Ásmundur G. Vilhjálmsson. Skattur á menn. 500.000 kr.
Birgir Hermannsson. Íslensk málstefna. 500.000 kr.
Bjarki Bjarnason. Tónlist á Íslandi – frá torfbæjum til tölvualdar. 600.000 kr.
Björg Hjartardóttir. Róttæk Freyja í Vesturheimi (1898–1910). 700.000 kr.
Bragi Halldórsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Jón Torfason og Karl Sigurbjörnsson og Kristján Eiríksson. Sálmabækur 16. aldar. 900.000 kr.
Erla Dóris Halldórsdóttir. Berklar á Íslandi. 700.000 kr.
Guðfinna Eydal og Anna Ingólfsdóttir. Makamissir. 600.000 kr.
Gunnar Þorri Pétursson. Bakhtínski búmm: Um ris og fall Míkhaíls Bakhtíns í fræðilegri umræðu á Íslandi. 900.000 kr.
Gylfi Gunnlaugsson. Íslensk fornrit og þverþjóðlegar sjálfsmyndir. 700.000 kr.
Halldór Hauksson. Fjórradda sálmalagaútsetningar Bachs með íslenskum söngtexta. 400.000 kr.
Helgi Máni Sigurðsson. Fornbátar á Íslandi. 600.000 kr.
Ivana Golanova. Listland. 200.000 kr.
Jakob Þór Kristjánsson. Ísland 1939–1944 í ljósi danskra heimilda. 600.000 kr.
Jón Hjaltason. Austurvöllur. 600.000 kr.
Linda Ólafsdóttir. Ég þori! Ég get! Ég vil. 600.000 kr.
Marín Árnadóttir. Ofbeldi gegn lítilmögnum í íslenskri menningu fyrri alda. 900.000 kr.
Rannveig Lund. Sagan um Víólu, Sæsa og illskeyttu nornina Elvíru. Stafræn léttlestara útg. 400.000 kr.
Sigrún Alba Sigurðardóttir. Anna Schiöth og Engel Jensen. 600.000 kr.
Sigrún Pálsdóttir. Ég skrifa. Yfirlýsingar í vestrænni bókmenntasögu. 800.000 kr.
Sólrún Harðardóttir. Ó, Reykjavík, vefur um náttúru Reykjavíkur fyrir grunnskólanemendur. 700.000 kr.
Sæunn Kjartansdóttir. Gáfaða dýrið. 700.000 kr.
Sævar Helgi Bragason. Úps! Mistök, klúður og óvæntar uppgötvanir sem breyttu heiminum. 500.000 kr.
Tinna Guðmundsdóttir. Skaftfell – ræktun myndlistar á jaðarsvæði. 700.000 kr.
Þórir Óskarsson. Tvær greinar um Grím Thomsen. 500.000 kr.
Þórunn Elín Valdimarsdóttir. Íslensk fyndni. Rannsókn á smáritum Gunnars Sigurðssonar. 600.000 kr.