Styrkir Hagþenkis 2019 voru tilkynntir af formanni Hagþenkis, Svanhildi Kr. Sverrisdóttur í sal Ljósmyndasafns Reykjavíkur og að viðstöddum styrkþegum og úthlutunarráðunum.
Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsti í apríl eftir umsóknum um starfsstyrki til ritstarfa og handritsstyrki vegna fræðslu- og heimildamynda. Til úthlutunar starfsstyrkja voru 15 milljónir og 3 milljónir til handritsstyrkja. Alls bárust 67 umsóknir um starfsstyrk til ritstarfa og af þeim hljóta 29 verkefni styrk. Fimm hlutu hæsta styrk kr. 900.000, einn 750.000 kr. og fimm hlutu 600.000 kr. Í úthlutunarráði Hagþenkis fyrir starfsstyrki voru þrír félagsmenn: Hafþór Guðjónsson, Ingólfur Vilhjálmur Gíslason og Kristín Jónsdóttir. Tíu umsóknir bárust um handritsstyrk og hlutu níu þeirra styrk. Eitt verkefni hlaut 700.000 kr. og tvö kr. 450.000. Samtals 3.000.000 kr. Í úthlutunarráði fyrir handritsstyrki voru þrír félagmenn, Árni Hjartarson, Helgi Máni Sigurðsson og Sólveig Ólafsdóttir.
Eftirfarandi umsækjendur hlutu starfsstyrk til ritstarfa:
Arthúr Björgvin Bollason. “Die Isländer”, þættir af merkum Íslendingum (skráðir á þýsku). Kr. 400.000
Árni Daníel Júlíusson. Bók um Þóri Baldvinsson arkitekt. Kr. 400.000
Ásdís Ósk Jóelsdóttir. Textíl- og neytendafræði: Neysla, nýting og nýsköpun. Kr. 450.000
Bára Baldursdóttir. Ríkisafskipti af íslenskum konum og hermönnum í síðari heimsstyrjöld. Kr.450.000
Clarence E. Glad. Ævisaga Sveinbjarnar Egilssonar. Kr. 400.000
Davíð Hörgdal Stefánsson. Skapalónið hugvekja um ritlist. Kr. 600.000
Elfar Logi Hannesson. Leiklist- og list á Þingeyri. Kr. 300.000
Elín Bára Magnúsdóttir. Spurningin um höfund Grettis sögu. Kr. 300.000
Guðmundur Ólafsson. The Complex Development of a Greenlandic Norse Farm. Kr. 900.000
Gunnþóra Ólafsdóttir. Þegar “náttúran” er áfangastaður. Kr. 300.000
Hallfríður Þórarinsdóttir. Innflytjendur starfandi á veitingastöðum. Kr. 450.000
Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Íslenskt mál í notkun – þróun textagerðar frá miðstigi til fullorðinsára. Kr. 300.000
Ingunn Ásdísardóttir. Jötnar í blíðu og stríðu. Kr. 900.000
Jóhann Óli Hilmarsso og Ólafur Einarsson. Lífið í fjörunni – Fræðslurit fyrir skóla og almenning. Kr. 900.000
Jónas Knútsson. Gegn Catilinu. Kr. 300.000
Kristín Guðbjörg Guðnadóttir. Að finna listinni samastað í samfélaginu. Ágrip af sögu FÍM. Kr. 600.000
Kristján Leósson. Silfurberg – merkasta framlag Íslands til vestrænnar menningar? Kr. 600.000
Lára Magnúsardóttir. Að finna velvildinni takmörk — eða bannsett fordæðan. Kr. 600.000
Margrét Tryggvadóttir. Reykjavík barnanna. Kr. 600.000
Ólafur J. Engilbertsson. Þórir Baldvinsson arkitekt. Kr. 450.000
Paolo Turchi. Grísk-íslensk, íslensk-grísk orðabók. Kr. 900.000
Ragnhildur Sigurðardóttir. Fyrirsagnar tilraun um litunargjörð. Kr. 900.000
Rannveig Lund. Fimm vinir í blíðu og stríðu – 5 daga stríðið. Kr. 450.000
Sigríður Dögg Arnardóttir. Litla bókin um blæðingar. Kr. 400.000
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir. Þá ung ég var. Mannlíf og atburðir á Íslandi 1950-1990. Kr. 750.000
Unnur Birna Karlsdóttir. Saga Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST). Kr. 300.000
Unnur Óttarsdóttir. Unnið úr tilfinningum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningum. Kr. 300.000
Úlfhildur Dagsdóttir. Grein um Medúsu. Kr. 350.000
Viðar Hreinsson. Náttúrur og fornar frásagnir. Kr. 450.000
Eftirfarandi umsækjendur hlutu handritstyrk:
Ari Trausti Guðmundson. Eldhugarnir. Kr. 100.000
Arthur Björgvin Bollason. Málari Íslands. Kr.300.000
Ásdís Thoroddsen. Milli fjalls og fjöru. Kr. 400.000
Ásta Sól Kristjánsdóttir. Vonarlandið. Kr. 300.000
Davíð Hörgdal Stefánsson. 1 2 3 forever: Jóhann Jóhannsson. Kr. 450.000
Edoardo Mastantuoni. Þeirra Ísland. Kr. 700.000
Jón Bjarki Hjálmarsson. Gangan langa. Kr. 300.000
Vera Sölvadóttir. NAJMO. Kr. 450.000